Innlent

Fjölskylduhjálp Íslands óskar eftir notuðum fötum

Tæplega 10 þúsund manns fengu aðstoð í desember.
Tæplega 10 þúsund manns fengu aðstoð í desember.
Fjölskylduhjálp Íslands óskar eftir aðstoð almennings í átaki sínu, Enginn án matar á Íslandi árið 2012. Þannig hvetur fjölskylduhjálpin landsmenn til þess að finna til gömul föt sem þeir eru hættir að nota og gefa fjölskylduhjálp.

Svo stendur til að selja fötin í sölubásum í Kolaportinu í mars. Þannig munu tugir sjálfboðaliða standa vaktina fyrstu þrjár helgar marsmánaðar og selja föt til þess að safna fyrir matargjöfum.

Í desember síðastliðnum nutu 9900 einstaklingar mataraðstoðar og þar af voru 3000 börn. Desember útheimti mikil útgjöld og því verður fyrsta reglulega úthlutunin á þessu ári miðvikudaginn 22. febrúar í Reykjavík og 23. febrúar á Reykjanesi.

Tekið er á móti fötum alla virka daga frá kl 10.00 til 14.00 í Eskihlíð 2 – 4 Reykjavík og eftir samkomulagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×