Fótbolti

Fimmtugur markaskorari í Japan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn fimmtugi Kazuyoshi Miura skráði nafn sitt í sögubækurnar um helgina.

Þá skoraði hann eina mark leiksins í sigri Yokohama FC á Thespa Kusatsu í japönsku 2. deildinni. Miura var þá 50 ára og 14 daga gamall sem er met. Hann átti gamla metið sjálfur.

Þessi magnaði leikmaður skoraði 55 mörk í 89 landsleikjum fyrir Japan og hefur átt glæsilegan feril.

Hann byrjaði sem atvinnumaður hjá Santos í Brasilíu árið 1986. Hann spilaði einnig með Genoa á Ítalíu og með Dinamo Zagreb í Króatíu.

Miura gekk í raðir Yokohama árið 2005 en þá var hann 38 ára gamall. Hann er þar enn og ekkert fararsnið á honum.

FIFA gat ekki staðfest að Miura væri sá elsti til þess að skora mark í leik atvinnumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×