Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2017 10:37 Jóhannes Þór Skúlason, almannatengill og fyrrverandi hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns, vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Honum sýnist áætlun um afnám hafta þegar komin út af sporinu. Og telur að aflandskrónueigendur sem tóku þátt í útboði Seðlabankans í fyrra hljóta að vera „brjálaða“ í síma við lögmenn sína að heimta málsókn. Jóhannes, sem stundum var í gamni af gárungum á netinu kallaður Jóhannes útskýrari með vísan til þess að hann þurfti á stundum sem aðstoðarmaður að útskýra nánar hvað í orðum Sigmundar Davíðs fólst, er á svipuðum nótum og Sigmundur Davíð í gagnrýni sinni á þennan gjörning. Nema, Jóhannes Þór er öðrum mönnum betri í að útskýra hvað hangir á spýtunni þegar aflandskrónur og afnám hafta er annars vegar. „Ef ég væri aflandskrónueigandi sem í fyrra tók þátt í „190 kall eða læstur reikningur og aftast í röðina“ útboði Seðlabankans (sem var byggt á jafnræði meðal allra sem áttu aflandskrónur), væri ég núna brjálaður í símanum við lögfræðinginn minn að heimta málssókn um að fá sama 137 krónu díl og er núna búið að semja um við þá sem neituðu og áttu þá að fá læsta reikninginn. Það er spurning um jafna meðferð,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebooksíðu sína. Og bætir við: „En af því ég er bara íslenskur þegn er ég bara brjálaður yfir því að íhaldið, Já Ísland gengið og Seðló skuli um leið og hætt var að horfa yfir öxlina á þeim hoppa á gamla góða friðþægingarvagninn og kasta grunnprinsippum áætlunarinnar fyrir borð. Og já, líka því að ég virðist ekki geta hringt í neinn til að stoppa þetta rugl.“ En, nú er öldin önnur sem og staða Jóhannesar Þórs, sem nýverið stofnaði ráðgjafafyrirtækið Orðspor með öðrum. „Ég held þá bara áfram að vaska upp í staðinn.“ Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, almannatengill og fyrrverandi hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns, vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Honum sýnist áætlun um afnám hafta þegar komin út af sporinu. Og telur að aflandskrónueigendur sem tóku þátt í útboði Seðlabankans í fyrra hljóta að vera „brjálaða“ í síma við lögmenn sína að heimta málsókn. Jóhannes, sem stundum var í gamni af gárungum á netinu kallaður Jóhannes útskýrari með vísan til þess að hann þurfti á stundum sem aðstoðarmaður að útskýra nánar hvað í orðum Sigmundar Davíðs fólst, er á svipuðum nótum og Sigmundur Davíð í gagnrýni sinni á þennan gjörning. Nema, Jóhannes Þór er öðrum mönnum betri í að útskýra hvað hangir á spýtunni þegar aflandskrónur og afnám hafta er annars vegar. „Ef ég væri aflandskrónueigandi sem í fyrra tók þátt í „190 kall eða læstur reikningur og aftast í röðina“ útboði Seðlabankans (sem var byggt á jafnræði meðal allra sem áttu aflandskrónur), væri ég núna brjálaður í símanum við lögfræðinginn minn að heimta málssókn um að fá sama 137 krónu díl og er núna búið að semja um við þá sem neituðu og áttu þá að fá læsta reikninginn. Það er spurning um jafna meðferð,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebooksíðu sína. Og bætir við: „En af því ég er bara íslenskur þegn er ég bara brjálaður yfir því að íhaldið, Já Ísland gengið og Seðló skuli um leið og hætt var að horfa yfir öxlina á þeim hoppa á gamla góða friðþægingarvagninn og kasta grunnprinsippum áætlunarinnar fyrir borð. Og já, líka því að ég virðist ekki geta hringt í neinn til að stoppa þetta rugl.“ En, nú er öldin önnur sem og staða Jóhannesar Þórs, sem nýverið stofnaði ráðgjafafyrirtækið Orðspor með öðrum. „Ég held þá bara áfram að vaska upp í staðinn.“
Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49
Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29