Innlent

Brottfluttir mæti hjá KFUM

Tilkynning frá Lögreglunni í Reykjavík og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til almennings vegna brunans við Klettagarða   Þeir íbúar sem rýmdu heimili sín vegna brunans við Klettagarða í gærkvöldi eiga að mæta í húsnæði KFUM við Holtaveg til skráningar og til að fá upplýsingar um ástand og öryggi húsnæðis þeirra.  Húsnæði KFUM verður opnað kl. 08:00.   Mjög mikilvægt er að íbúar gefi upplýsingar um eftirtalin atriði:   * Nafn * Kennitala * Heimilisfang * Íbúðarnúmer * Símanúmer sem hægt er að ná í viðkomandi * Fjöldi í íbúð   Íbúar geta ekki snúið til síns heima að svo stöddu.  Lögreglan mun hafa samband við heilbrigiðsyfirvöld og tryggingarfélög áður en ákvörðun er tekin um að íbúar fá að snúa heim aftur.    Ef íbúar geta ekki komist til KFUM þá er hægt að hringja í 1717 til að gefa upp áðurgreindar upplýsingar.    Lögreglan í Reykjavík og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra



Fleiri fréttir

Sjá meira


×