Viðskipti innlent

Sparisjóðabankinn fær frest til enda janúar

Agnar Hansson, forstjóri Sparisjóðabankans.
Agnar Hansson, forstjóri Sparisjóðabankans. Mynd/GVA

Seðlabankinn hefur frestað veðkalli á hendur Sparisjóðabankanum (áður Icebank) sem taka átti gildi í dag. Fresturinn er til 28. janúar á næsta ári.

Í tilkynningu frá Sparisjóðabankanum segir að unnið sé að

fjárhagslegri endurskipulagningu hans með stærstu kröfuhöfum

og sé stefnt að því að niðurstaða liggi fyrir innan framangreinds

frests.

Seðlabanki Íslands krafði Sparisjóðabankannum um 60 milljarða króna auknar tryggingar í enda október á þeim forsendum að verðmæti óvarinna verðbréfa sem bankinn hafi í í veðlánunum hjá Seðlabankanum og útgefin voru af Glitni, Kaupþingi og Landsbanka, hafi verið endurmetin.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×