Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 20:47 Hugmyndir um uppbyggingu á Oddeyrinni hafa skapað mikla umræðu á Akureyri. Mynd/Zeppelin arkitektar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Vísir greindi fyrstur frá því í október að skipulagsvinna væri hafin á reit sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Miðaði vinnan að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtækinu SS Byggi yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Hitamál á Akureyri Skiptar skoðanir eru um hugmyndir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við tillöguna var Skipulagsstofnun sem sagði ljóst að þær hugmyndir sem lágu til grundvallar myndu fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Kynningarmyndband með hinni upprunalegu hugmynd að uppbyggingu Var vinna við nýja tillögu sett af stað í nóvember á síðasta ári. Sú tillaga hefur nú litið dagsins ljós og miðað við hana er ljóst að stefnt er að því að hækka leyfilega hæð bygginga á reitnm miðað við núgildandi skipulag, sem gerir sem fyrr segir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Sé hin uppfærða skipulagstillaga höfð til hliðsjónar við hugmyndir SS Byggis að uppbyggingu á reitnum er þó ljóst að hámarkshæð heimilaðra bygginga verður lægri en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Alls 100 til 150 íbúðir Í tillögunni er sett það skilyrði að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 metrar yfir sjávarmáli. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða sex til átta hæðir, allt eftir útfærslu. Tillaga SS Byggis gerði ráð fyrir sex til ellefu hæða byggingum, líkt og fyrr segir. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25 prósent rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Alls er gert ráð fyrir 100 til 150 nýjum íbúðum á reitnum Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frestur til að gera athugasemdir við tillöguna renni út 27. maí. Skipulag Akureyri Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Vísir greindi fyrstur frá því í október að skipulagsvinna væri hafin á reit sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Miðaði vinnan að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtækinu SS Byggi yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Hitamál á Akureyri Skiptar skoðanir eru um hugmyndir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við tillöguna var Skipulagsstofnun sem sagði ljóst að þær hugmyndir sem lágu til grundvallar myndu fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Kynningarmyndband með hinni upprunalegu hugmynd að uppbyggingu Var vinna við nýja tillögu sett af stað í nóvember á síðasta ári. Sú tillaga hefur nú litið dagsins ljós og miðað við hana er ljóst að stefnt er að því að hækka leyfilega hæð bygginga á reitnm miðað við núgildandi skipulag, sem gerir sem fyrr segir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Sé hin uppfærða skipulagstillaga höfð til hliðsjónar við hugmyndir SS Byggis að uppbyggingu á reitnum er þó ljóst að hámarkshæð heimilaðra bygginga verður lægri en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Alls 100 til 150 íbúðir Í tillögunni er sett það skilyrði að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 metrar yfir sjávarmáli. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða sex til átta hæðir, allt eftir útfærslu. Tillaga SS Byggis gerði ráð fyrir sex til ellefu hæða byggingum, líkt og fyrr segir. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25 prósent rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Alls er gert ráð fyrir 100 til 150 nýjum íbúðum á reitnum Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frestur til að gera athugasemdir við tillöguna renni út 27. maí.
Skipulag Akureyri Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira