Hagsmunir barna eftir skilnað Ársæll Arnarsson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Börn fráskilinna foreldra á Íslandi hafa yfirleitt fasta búsetu hjá móður sinni en heimsækja feðurna með mjög misreglulegum hætti. Þetta er í samræmi við hefðbundna verkaskiptingu þar sem litið er á konuna sem umönnunaraðila en karlinn sem fyrirvinnu. Á seinni árum hefur sú jákvæða þróun orðið að karlmenn hafa tekið virkari þátt í uppeldi og umönnun barna sinna, en jafnframt orðið sífellt tregari til að yfirgefa börn sín ef sambandi við barnsmóður lýkur. Í mörgum tilfellum ná foreldrar sátt um framhaldið en staðreyndin er samt sú að skilnuðum fylgja oft deilur og særindi og í því tilfinningalega uppnámi sem ríkir reynist jafnvel mjög velmeinandi fólki ómögulegt að ná lendingu í mikilvægum málum. Á þeirri stundu getur verið nauðsynlegt að dómstólar skeri úr um fyrirkomulag eftir skilnað. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á barnalögum. Sú breyting hefur orðið frá fyrri útgáfu að tekin hefur verið út heimild dómara til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá. Dómarar hérlendis geta því aðeins dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með verður hitt foreldrið sjálfkrafa forsjárlaust. Þetta skapar ójafna stöðu milli foreldra og munu feður í flestum tilfellum eiga undir högg að sækja í dómsölum verði frumvarpið að lögum. Þar sem ósætti er til staðar verður það augljóslega í hag flestra mæðra að málið fari fyrir dóm þar sem talsvert meiri líkur eru að þeim verði dæmd forsjá. Lögin munu því ekki hvetja til sátta eins og höfundar þeirra vilja meina, heldur þvert á móti. Almennt sýna rannsóknir að börn fráskilinna foreldra standa félagslega verr en börn sem búa hjá báðum foreldrum. Tvennt hefur verið nefnt sem hugsanlegar orsakir; að ráðstöfunartekjur foreldra minnki eftir skilnað og þeir hafi minni tíma til samveru með barninu. Ein augljós leið til að spyrna gegn þessum óæskilegu áhrifum skilnaðar er því að efla þátttöku beggja foreldra í lífi barnsins eftir skilnað. Þegar lengst er gengið í slíkri viðleitni, búa börn jafnt til skiptis á heimilum beggja foreldra og er sú lausn ýmist tilkomin vegna samkomulags foreldra eða tilskipan dómstóla. Ýmsir hafa hins vegar viðrað áhyggjur sínar af því að skipt búseta barna eftir skilnað sé ávísun á viðvarandi deilur milli foreldra og meiri streitu og rótleysi fyrir barnið. Þetta er eitt af viðfangsefnum rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem nær til 200 þúsund barna í 36 löndum og unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að börn sem búa jafnt til skiptis hjá fráskildum foreldrum sínum eiga í jafn góðum eða betri samskiptum við foreldra sína miðað við þau börn sem búa hjá báðum líffræðilegum foreldrum. Þessi börn eiga því í mun betri samskiptum en önnur börn fráskilinna foreldra. Raunar eyða börn meiri tíma með föður sínum ef um jafnskipta búsetu er að ræða heldur en börn í öllum öðrum fjölskyldugerðum. Þessi aukni tími í samveru með foreldrum kann einnig að skýra þá niðurstöðu að samskipti barna við föður eru marktækt best hjá þeim börnum sem búa jafnt til skiptis, jafnvel örlítið betri en þeirra sem búa hjá giftum foreldrum. En þó samskipti barna við föður sinn virðist vera mun betri hjá þeim sem hafa börnin jafnt til skiptis en öðrum fráskildum foreldrum, virðist það alls ekki koma niður á samskiptum þessara barna við mæður sínar. Þvert á móti eiga þær í betri samskiptum en t.d. einstæðar mæður við sín börn. Ein ástæða þessara jákvæðu áhrifa gæti verið sú að þetta form geti dregið úr neikvæðum afleiðingum skilnaðar eins og minni ráðstöfunartekjum og/eða tíma foreldra. Raunkostnaður við uppeldið er líklegri til að skiptast jafnar á foreldra en þegar eingöngu er greitt meðlag. Jafnskipt búseta felur einnig í sér að ábyrgðinni á uppeldi barnsins er skipt á milli foreldranna sem geta sótt stuðning í hvort annað. Þá auðveldar það báðum foreldrum að stunda atvinnu ásamt því að sinna uppeldi og hafa frítíma sem öllum er nauðsynlegur. Sameiginleg forsjá virðist þannig auka virkni feðra í uppeldi barna sinna og hvetja til jafnari skiptingar ábyrgðar og verkefna. Feður í þessum aðstæðum virðast þannig taka föðurhlutverkið fastari tökum en bæði þeir sem búa með barnsmæðrum sínum og helgarpabbar. Sameiginleg forsjá getur þannig tryggt að báðir foreldrar haldist virkir í lífi barna sinna og eigi við þau góð samskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Börn fráskilinna foreldra á Íslandi hafa yfirleitt fasta búsetu hjá móður sinni en heimsækja feðurna með mjög misreglulegum hætti. Þetta er í samræmi við hefðbundna verkaskiptingu þar sem litið er á konuna sem umönnunaraðila en karlinn sem fyrirvinnu. Á seinni árum hefur sú jákvæða þróun orðið að karlmenn hafa tekið virkari þátt í uppeldi og umönnun barna sinna, en jafnframt orðið sífellt tregari til að yfirgefa börn sín ef sambandi við barnsmóður lýkur. Í mörgum tilfellum ná foreldrar sátt um framhaldið en staðreyndin er samt sú að skilnuðum fylgja oft deilur og særindi og í því tilfinningalega uppnámi sem ríkir reynist jafnvel mjög velmeinandi fólki ómögulegt að ná lendingu í mikilvægum málum. Á þeirri stundu getur verið nauðsynlegt að dómstólar skeri úr um fyrirkomulag eftir skilnað. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á barnalögum. Sú breyting hefur orðið frá fyrri útgáfu að tekin hefur verið út heimild dómara til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá. Dómarar hérlendis geta því aðeins dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með verður hitt foreldrið sjálfkrafa forsjárlaust. Þetta skapar ójafna stöðu milli foreldra og munu feður í flestum tilfellum eiga undir högg að sækja í dómsölum verði frumvarpið að lögum. Þar sem ósætti er til staðar verður það augljóslega í hag flestra mæðra að málið fari fyrir dóm þar sem talsvert meiri líkur eru að þeim verði dæmd forsjá. Lögin munu því ekki hvetja til sátta eins og höfundar þeirra vilja meina, heldur þvert á móti. Almennt sýna rannsóknir að börn fráskilinna foreldra standa félagslega verr en börn sem búa hjá báðum foreldrum. Tvennt hefur verið nefnt sem hugsanlegar orsakir; að ráðstöfunartekjur foreldra minnki eftir skilnað og þeir hafi minni tíma til samveru með barninu. Ein augljós leið til að spyrna gegn þessum óæskilegu áhrifum skilnaðar er því að efla þátttöku beggja foreldra í lífi barnsins eftir skilnað. Þegar lengst er gengið í slíkri viðleitni, búa börn jafnt til skiptis á heimilum beggja foreldra og er sú lausn ýmist tilkomin vegna samkomulags foreldra eða tilskipan dómstóla. Ýmsir hafa hins vegar viðrað áhyggjur sínar af því að skipt búseta barna eftir skilnað sé ávísun á viðvarandi deilur milli foreldra og meiri streitu og rótleysi fyrir barnið. Þetta er eitt af viðfangsefnum rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem nær til 200 þúsund barna í 36 löndum og unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að börn sem búa jafnt til skiptis hjá fráskildum foreldrum sínum eiga í jafn góðum eða betri samskiptum við foreldra sína miðað við þau börn sem búa hjá báðum líffræðilegum foreldrum. Þessi börn eiga því í mun betri samskiptum en önnur börn fráskilinna foreldra. Raunar eyða börn meiri tíma með föður sínum ef um jafnskipta búsetu er að ræða heldur en börn í öllum öðrum fjölskyldugerðum. Þessi aukni tími í samveru með foreldrum kann einnig að skýra þá niðurstöðu að samskipti barna við föður eru marktækt best hjá þeim börnum sem búa jafnt til skiptis, jafnvel örlítið betri en þeirra sem búa hjá giftum foreldrum. En þó samskipti barna við föður sinn virðist vera mun betri hjá þeim sem hafa börnin jafnt til skiptis en öðrum fráskildum foreldrum, virðist það alls ekki koma niður á samskiptum þessara barna við mæður sínar. Þvert á móti eiga þær í betri samskiptum en t.d. einstæðar mæður við sín börn. Ein ástæða þessara jákvæðu áhrifa gæti verið sú að þetta form geti dregið úr neikvæðum afleiðingum skilnaðar eins og minni ráðstöfunartekjum og/eða tíma foreldra. Raunkostnaður við uppeldið er líklegri til að skiptast jafnar á foreldra en þegar eingöngu er greitt meðlag. Jafnskipt búseta felur einnig í sér að ábyrgðinni á uppeldi barnsins er skipt á milli foreldranna sem geta sótt stuðning í hvort annað. Þá auðveldar það báðum foreldrum að stunda atvinnu ásamt því að sinna uppeldi og hafa frítíma sem öllum er nauðsynlegur. Sameiginleg forsjá virðist þannig auka virkni feðra í uppeldi barna sinna og hvetja til jafnari skiptingar ábyrgðar og verkefna. Feður í þessum aðstæðum virðast þannig taka föðurhlutverkið fastari tökum en bæði þeir sem búa með barnsmæðrum sínum og helgarpabbar. Sameiginleg forsjá getur þannig tryggt að báðir foreldrar haldist virkir í lífi barna sinna og eigi við þau góð samskipti.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar