Hagsmunir barna eftir skilnað Ársæll Arnarsson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Börn fráskilinna foreldra á Íslandi hafa yfirleitt fasta búsetu hjá móður sinni en heimsækja feðurna með mjög misreglulegum hætti. Þetta er í samræmi við hefðbundna verkaskiptingu þar sem litið er á konuna sem umönnunaraðila en karlinn sem fyrirvinnu. Á seinni árum hefur sú jákvæða þróun orðið að karlmenn hafa tekið virkari þátt í uppeldi og umönnun barna sinna, en jafnframt orðið sífellt tregari til að yfirgefa börn sín ef sambandi við barnsmóður lýkur. Í mörgum tilfellum ná foreldrar sátt um framhaldið en staðreyndin er samt sú að skilnuðum fylgja oft deilur og særindi og í því tilfinningalega uppnámi sem ríkir reynist jafnvel mjög velmeinandi fólki ómögulegt að ná lendingu í mikilvægum málum. Á þeirri stundu getur verið nauðsynlegt að dómstólar skeri úr um fyrirkomulag eftir skilnað. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á barnalögum. Sú breyting hefur orðið frá fyrri útgáfu að tekin hefur verið út heimild dómara til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá. Dómarar hérlendis geta því aðeins dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með verður hitt foreldrið sjálfkrafa forsjárlaust. Þetta skapar ójafna stöðu milli foreldra og munu feður í flestum tilfellum eiga undir högg að sækja í dómsölum verði frumvarpið að lögum. Þar sem ósætti er til staðar verður það augljóslega í hag flestra mæðra að málið fari fyrir dóm þar sem talsvert meiri líkur eru að þeim verði dæmd forsjá. Lögin munu því ekki hvetja til sátta eins og höfundar þeirra vilja meina, heldur þvert á móti. Almennt sýna rannsóknir að börn fráskilinna foreldra standa félagslega verr en börn sem búa hjá báðum foreldrum. Tvennt hefur verið nefnt sem hugsanlegar orsakir; að ráðstöfunartekjur foreldra minnki eftir skilnað og þeir hafi minni tíma til samveru með barninu. Ein augljós leið til að spyrna gegn þessum óæskilegu áhrifum skilnaðar er því að efla þátttöku beggja foreldra í lífi barnsins eftir skilnað. Þegar lengst er gengið í slíkri viðleitni, búa börn jafnt til skiptis á heimilum beggja foreldra og er sú lausn ýmist tilkomin vegna samkomulags foreldra eða tilskipan dómstóla. Ýmsir hafa hins vegar viðrað áhyggjur sínar af því að skipt búseta barna eftir skilnað sé ávísun á viðvarandi deilur milli foreldra og meiri streitu og rótleysi fyrir barnið. Þetta er eitt af viðfangsefnum rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem nær til 200 þúsund barna í 36 löndum og unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að börn sem búa jafnt til skiptis hjá fráskildum foreldrum sínum eiga í jafn góðum eða betri samskiptum við foreldra sína miðað við þau börn sem búa hjá báðum líffræðilegum foreldrum. Þessi börn eiga því í mun betri samskiptum en önnur börn fráskilinna foreldra. Raunar eyða börn meiri tíma með föður sínum ef um jafnskipta búsetu er að ræða heldur en börn í öllum öðrum fjölskyldugerðum. Þessi aukni tími í samveru með foreldrum kann einnig að skýra þá niðurstöðu að samskipti barna við föður eru marktækt best hjá þeim börnum sem búa jafnt til skiptis, jafnvel örlítið betri en þeirra sem búa hjá giftum foreldrum. En þó samskipti barna við föður sinn virðist vera mun betri hjá þeim sem hafa börnin jafnt til skiptis en öðrum fráskildum foreldrum, virðist það alls ekki koma niður á samskiptum þessara barna við mæður sínar. Þvert á móti eiga þær í betri samskiptum en t.d. einstæðar mæður við sín börn. Ein ástæða þessara jákvæðu áhrifa gæti verið sú að þetta form geti dregið úr neikvæðum afleiðingum skilnaðar eins og minni ráðstöfunartekjum og/eða tíma foreldra. Raunkostnaður við uppeldið er líklegri til að skiptast jafnar á foreldra en þegar eingöngu er greitt meðlag. Jafnskipt búseta felur einnig í sér að ábyrgðinni á uppeldi barnsins er skipt á milli foreldranna sem geta sótt stuðning í hvort annað. Þá auðveldar það báðum foreldrum að stunda atvinnu ásamt því að sinna uppeldi og hafa frítíma sem öllum er nauðsynlegur. Sameiginleg forsjá virðist þannig auka virkni feðra í uppeldi barna sinna og hvetja til jafnari skiptingar ábyrgðar og verkefna. Feður í þessum aðstæðum virðast þannig taka föðurhlutverkið fastari tökum en bæði þeir sem búa með barnsmæðrum sínum og helgarpabbar. Sameiginleg forsjá getur þannig tryggt að báðir foreldrar haldist virkir í lífi barna sinna og eigi við þau góð samskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Börn fráskilinna foreldra á Íslandi hafa yfirleitt fasta búsetu hjá móður sinni en heimsækja feðurna með mjög misreglulegum hætti. Þetta er í samræmi við hefðbundna verkaskiptingu þar sem litið er á konuna sem umönnunaraðila en karlinn sem fyrirvinnu. Á seinni árum hefur sú jákvæða þróun orðið að karlmenn hafa tekið virkari þátt í uppeldi og umönnun barna sinna, en jafnframt orðið sífellt tregari til að yfirgefa börn sín ef sambandi við barnsmóður lýkur. Í mörgum tilfellum ná foreldrar sátt um framhaldið en staðreyndin er samt sú að skilnuðum fylgja oft deilur og særindi og í því tilfinningalega uppnámi sem ríkir reynist jafnvel mjög velmeinandi fólki ómögulegt að ná lendingu í mikilvægum málum. Á þeirri stundu getur verið nauðsynlegt að dómstólar skeri úr um fyrirkomulag eftir skilnað. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á barnalögum. Sú breyting hefur orðið frá fyrri útgáfu að tekin hefur verið út heimild dómara til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá. Dómarar hérlendis geta því aðeins dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með verður hitt foreldrið sjálfkrafa forsjárlaust. Þetta skapar ójafna stöðu milli foreldra og munu feður í flestum tilfellum eiga undir högg að sækja í dómsölum verði frumvarpið að lögum. Þar sem ósætti er til staðar verður það augljóslega í hag flestra mæðra að málið fari fyrir dóm þar sem talsvert meiri líkur eru að þeim verði dæmd forsjá. Lögin munu því ekki hvetja til sátta eins og höfundar þeirra vilja meina, heldur þvert á móti. Almennt sýna rannsóknir að börn fráskilinna foreldra standa félagslega verr en börn sem búa hjá báðum foreldrum. Tvennt hefur verið nefnt sem hugsanlegar orsakir; að ráðstöfunartekjur foreldra minnki eftir skilnað og þeir hafi minni tíma til samveru með barninu. Ein augljós leið til að spyrna gegn þessum óæskilegu áhrifum skilnaðar er því að efla þátttöku beggja foreldra í lífi barnsins eftir skilnað. Þegar lengst er gengið í slíkri viðleitni, búa börn jafnt til skiptis á heimilum beggja foreldra og er sú lausn ýmist tilkomin vegna samkomulags foreldra eða tilskipan dómstóla. Ýmsir hafa hins vegar viðrað áhyggjur sínar af því að skipt búseta barna eftir skilnað sé ávísun á viðvarandi deilur milli foreldra og meiri streitu og rótleysi fyrir barnið. Þetta er eitt af viðfangsefnum rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem nær til 200 þúsund barna í 36 löndum og unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að börn sem búa jafnt til skiptis hjá fráskildum foreldrum sínum eiga í jafn góðum eða betri samskiptum við foreldra sína miðað við þau börn sem búa hjá báðum líffræðilegum foreldrum. Þessi börn eiga því í mun betri samskiptum en önnur börn fráskilinna foreldra. Raunar eyða börn meiri tíma með föður sínum ef um jafnskipta búsetu er að ræða heldur en börn í öllum öðrum fjölskyldugerðum. Þessi aukni tími í samveru með foreldrum kann einnig að skýra þá niðurstöðu að samskipti barna við föður eru marktækt best hjá þeim börnum sem búa jafnt til skiptis, jafnvel örlítið betri en þeirra sem búa hjá giftum foreldrum. En þó samskipti barna við föður sinn virðist vera mun betri hjá þeim sem hafa börnin jafnt til skiptis en öðrum fráskildum foreldrum, virðist það alls ekki koma niður á samskiptum þessara barna við mæður sínar. Þvert á móti eiga þær í betri samskiptum en t.d. einstæðar mæður við sín börn. Ein ástæða þessara jákvæðu áhrifa gæti verið sú að þetta form geti dregið úr neikvæðum afleiðingum skilnaðar eins og minni ráðstöfunartekjum og/eða tíma foreldra. Raunkostnaður við uppeldið er líklegri til að skiptast jafnar á foreldra en þegar eingöngu er greitt meðlag. Jafnskipt búseta felur einnig í sér að ábyrgðinni á uppeldi barnsins er skipt á milli foreldranna sem geta sótt stuðning í hvort annað. Þá auðveldar það báðum foreldrum að stunda atvinnu ásamt því að sinna uppeldi og hafa frítíma sem öllum er nauðsynlegur. Sameiginleg forsjá virðist þannig auka virkni feðra í uppeldi barna sinna og hvetja til jafnari skiptingar ábyrgðar og verkefna. Feður í þessum aðstæðum virðast þannig taka föðurhlutverkið fastari tökum en bæði þeir sem búa með barnsmæðrum sínum og helgarpabbar. Sameiginleg forsjá getur þannig tryggt að báðir foreldrar haldist virkir í lífi barna sinna og eigi við þau góð samskipti.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar