Hvað þurfa menn að afreka? Sigurður A. Magnússon skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Hvað þurfa menn að afreka til að teljast verðugir umbunar og uppskera ávextina af hæfileikum sínum og framlagi til menningar eða annarra þjóðnytja? Spyr sá sem ekki veit! En spurningin vaknar óhjákvæmilega í sambandi við nýlega úthlutun úr Starfslaunasjóði rithöfunda; og vera má, að forsvarsmenn hans eigi einhver viðhlítandi svör við henni. Svo vill nefnilega til, að í þetta sinn var gengið framhjá einum efnilegasta og ötulasta rithöfundi Íslendinga, Bjarna Bjarnasyni (f. 1965), sem á nokkrum síðustu árum hefur verið afkastameiri og afkastabetri en velflestir, ef ekki allir, jafnaldrar hans. Í því sambandi má benda á, að síðan 1992 hefur hann gefið út átta skáldsögur ásamt skáldævisögu og ritgerðasafninu „Boðskort í þjóðarveislu". Síðustu þrjú árin hefur hann sent frá sér þrjár veigamiklar skáldsögur, sem vakið hafa almenna athygli, og fengið tvö af skáldverkum sínum þýdd á arabísku og þýsku. Skáldverkin þrjú eru „Leitin að Audrey Hepburn" (2009), „Mannorð" (2011) og „Endurkoma Maríu" (2012). Bjarni var sæmdur bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 1998 og Laxness-verðlaununum 2001. Þá má einnig geta þess, að hann kom fram á Bókamessunni í Frankfurt á liðnu ári. Í þessu kræfa samfélagi gagnsærra pólitíkusa og misjafnlega spilltra broddborgara (samanber lífeyrissjóðina) má heita, að heiðarleg og marksækin vinnubrögð þyki sveitó eða púkó. Hvers á Bjarni Bjarnason að gjalda? Má vera, að hann þyki of vel kvæntur til að verðskulda viðurkenningu fyrir heiðvirð og frábær vinnubrögð? Það væri svo sem eftir öðru á þessum kjörlendum kunningsskapar og pólitísks siðleysis! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Sjá meira
Hvað þurfa menn að afreka til að teljast verðugir umbunar og uppskera ávextina af hæfileikum sínum og framlagi til menningar eða annarra þjóðnytja? Spyr sá sem ekki veit! En spurningin vaknar óhjákvæmilega í sambandi við nýlega úthlutun úr Starfslaunasjóði rithöfunda; og vera má, að forsvarsmenn hans eigi einhver viðhlítandi svör við henni. Svo vill nefnilega til, að í þetta sinn var gengið framhjá einum efnilegasta og ötulasta rithöfundi Íslendinga, Bjarna Bjarnasyni (f. 1965), sem á nokkrum síðustu árum hefur verið afkastameiri og afkastabetri en velflestir, ef ekki allir, jafnaldrar hans. Í því sambandi má benda á, að síðan 1992 hefur hann gefið út átta skáldsögur ásamt skáldævisögu og ritgerðasafninu „Boðskort í þjóðarveislu". Síðustu þrjú árin hefur hann sent frá sér þrjár veigamiklar skáldsögur, sem vakið hafa almenna athygli, og fengið tvö af skáldverkum sínum þýdd á arabísku og þýsku. Skáldverkin þrjú eru „Leitin að Audrey Hepburn" (2009), „Mannorð" (2011) og „Endurkoma Maríu" (2012). Bjarni var sæmdur bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 1998 og Laxness-verðlaununum 2001. Þá má einnig geta þess, að hann kom fram á Bókamessunni í Frankfurt á liðnu ári. Í þessu kræfa samfélagi gagnsærra pólitíkusa og misjafnlega spilltra broddborgara (samanber lífeyrissjóðina) má heita, að heiðarleg og marksækin vinnubrögð þyki sveitó eða púkó. Hvers á Bjarni Bjarnason að gjalda? Má vera, að hann þyki of vel kvæntur til að verðskulda viðurkenningu fyrir heiðvirð og frábær vinnubrögð? Það væri svo sem eftir öðru á þessum kjörlendum kunningsskapar og pólitísks siðleysis!
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar