Eftirlitshlutverk ráðuneyta Pétur Berg Matthíasson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Umræða um opinbert eftirlit skýtur reglulega upp kollinum, sérstaklega þegar stofnunum eru veitt ný úrræði til að halda uppi eftirliti eða þegar eftirlit með tiltekinni starfsemi hefur brugðist. Hið opinbera gegnir veigamiklu eftirlitshlutverki sem snertir flesta kima samfélagsins. Rannsóknir á aðferðum og framkvæmd opinbers eftirlits hafa ekki verið ýkja margar í gegnum tíðina, þó hefur Ríkisendurskoðun einna helst gert úttektir á eftirliti ráðuneyta og stofnana. Fræðilegar rannsóknir á eftirliti hins opinbera eru að mörgu leyti óplægður akur sem nauðsynlegt er að huga betur að, m.a. til að bæta aðferðir við eftirlit. Skipulag eftirlitsEftirlit ráðuneyta með stofnunum ræðst m.a. af þekkingu starfsmanna ráðuneyta á viðfangsefni stofnana. Fyrir vikið hefur menntun og reynsla starfsmanna mikil áhrif á burði ráðuneyta til að halda uppi eftirliti. Það skiptir því miklu máli hverjir ráðast til starfa hjá hinu opinbera. Hjá stofnunum eru forstöðumenn oft ráðnir vegna fagþekkingar sinnar á starfseminni. Starfsfólk ráðuneyta er hins vegar sjaldnast ráðið af því það hefur yfirburðarþekkingu á starfsemi stofnana ráðuneyta. Rekstrarþekking hefur þó jafnan verið öflug innan ráðuneyta, enda hefur eftirlit með fjárhagsstöðu stofnana lengi verið mjög ofarlega í forgangi. Eftirlit ráðuneyta með faglegri starfsemi stofnana hefur ekki verið eins markvisst og rekstrarlega eftirlitið. Meðferð fjármuna segir aftur á móti lítið um það hvort stofnuninni sé vel stjórnað, hvort hún sé að gera það sem lög um stofnunina kveða á um, hvort viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna eða hvort starfsmönnum líði vel í starfi. Ánægja viðskiptavina, skilvirkni verkferla og ánægja starfsmanna eru meðal þátta sem fengið hafa aukið vægi síðastliðin ár við mat á stjórnun stofnana. Starfsmannamál eru að færast frá hefðbundinni starfsmannastjórnun yfir í árangursmiðaða mannauðsstjórnun, þar sem starfsmannakannanir eru gerðar til að meta starfsskilyrði og líðan manna á vinnustað. Jafnframt eru reglulegar viðhorfskannanir orðnar algengar meðal viðskiptavina stofnana til að greina hvað megi betur fara í starfseminni. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var lögð áhersla á að fjölga þyrfti í þeim hópi starfsmanna Stjórnarráðsins sem eru vel menntaðir og þjálfaðir og hafa getu til að takast á við mjög flókin og krefjandi verkefni. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla (2010) er fjallað um menntun starfsmanna Stjórnarráðsins og kemur í ljós að hlutfallslega fleiri háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins eru menntaðir í félagsvísindum en í öðrum greinum eins og raunvísindum. Fjölgun starfsmanna með fjölbreyttari menntun kann því að vera einn liður í því að efla burði ráðuneyta til að hafa eftirlit með stofnunum ásamt því að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með tilkomu Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Öflugra eftirlitRáðuneyti eiga að hafa yfirumsjón með útfærslu og framkvæmd stefnu stjórnvalda. Jafnframt ber ráðuneytum skylda til að hafa eftirlit með stofnunum sem að stærstum hluta sjá um þessa framkvæmd, eins og löggæslumál, velferðarmál eða menntamál. Hins vegar er almennt ekki skilgreint nánar hvernig eftirliti ráðuneyta skuli hagað né með hverju eftirlitið eigi sérstaklega að vera. Það er einna helst eftirlit með fjárreiðum ríkisins sem hefur verið útfært nánar og grundvallast það á ýmsum þáttum. Í lok tíunda áratugarins tók eftirlit ráðuneyta ákveðnum breytingum með tilkomu árangursstjórnunarsamninga við stofnanir, en árangursstjórnun er einn liður í því að ráðuneyti geti rækt yfirstjórnar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart stofnunum. Í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins í október 2008 jókst umræðan um eftirlit hins opinbera til muna, sérstaklega vegna skorts á eftirliti með framkvæmd laga og reglna á fjármálamarkaði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var fjallað um að eftirlit ráðherra með öðrum stjórnvöldum hafi þótt æði óljóst. Í nýlegum lögum um Stjórnarráð Íslands er reynt að skerpa á þessu eftirlitshlutverki ráðuneyta. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra með stjórnvöldum, bæði þeim sem heyra undir yfirstjórn hans (lægra sett stjórnvöld) sem og þeim sem heyra stjórnarfarslega undir ráðherra (sjálfstæð stjórnvöld). Með þessum breytingum er mælt með skýrari hætti en í eldri lögum um eftirlitsskyldur ráðherra sem undir hann heyra. Eftir sem áður þurfa ráðuneyti að útfæra og skilgreina nánar hvernig eftirliti með hverri stofnun skuli háttað út frá tilgangi og hlutverki stofnunar í lögum en jafnframt áherslum ráðherra hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um opinbert eftirlit skýtur reglulega upp kollinum, sérstaklega þegar stofnunum eru veitt ný úrræði til að halda uppi eftirliti eða þegar eftirlit með tiltekinni starfsemi hefur brugðist. Hið opinbera gegnir veigamiklu eftirlitshlutverki sem snertir flesta kima samfélagsins. Rannsóknir á aðferðum og framkvæmd opinbers eftirlits hafa ekki verið ýkja margar í gegnum tíðina, þó hefur Ríkisendurskoðun einna helst gert úttektir á eftirliti ráðuneyta og stofnana. Fræðilegar rannsóknir á eftirliti hins opinbera eru að mörgu leyti óplægður akur sem nauðsynlegt er að huga betur að, m.a. til að bæta aðferðir við eftirlit. Skipulag eftirlitsEftirlit ráðuneyta með stofnunum ræðst m.a. af þekkingu starfsmanna ráðuneyta á viðfangsefni stofnana. Fyrir vikið hefur menntun og reynsla starfsmanna mikil áhrif á burði ráðuneyta til að halda uppi eftirliti. Það skiptir því miklu máli hverjir ráðast til starfa hjá hinu opinbera. Hjá stofnunum eru forstöðumenn oft ráðnir vegna fagþekkingar sinnar á starfseminni. Starfsfólk ráðuneyta er hins vegar sjaldnast ráðið af því það hefur yfirburðarþekkingu á starfsemi stofnana ráðuneyta. Rekstrarþekking hefur þó jafnan verið öflug innan ráðuneyta, enda hefur eftirlit með fjárhagsstöðu stofnana lengi verið mjög ofarlega í forgangi. Eftirlit ráðuneyta með faglegri starfsemi stofnana hefur ekki verið eins markvisst og rekstrarlega eftirlitið. Meðferð fjármuna segir aftur á móti lítið um það hvort stofnuninni sé vel stjórnað, hvort hún sé að gera það sem lög um stofnunina kveða á um, hvort viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna eða hvort starfsmönnum líði vel í starfi. Ánægja viðskiptavina, skilvirkni verkferla og ánægja starfsmanna eru meðal þátta sem fengið hafa aukið vægi síðastliðin ár við mat á stjórnun stofnana. Starfsmannamál eru að færast frá hefðbundinni starfsmannastjórnun yfir í árangursmiðaða mannauðsstjórnun, þar sem starfsmannakannanir eru gerðar til að meta starfsskilyrði og líðan manna á vinnustað. Jafnframt eru reglulegar viðhorfskannanir orðnar algengar meðal viðskiptavina stofnana til að greina hvað megi betur fara í starfseminni. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var lögð áhersla á að fjölga þyrfti í þeim hópi starfsmanna Stjórnarráðsins sem eru vel menntaðir og þjálfaðir og hafa getu til að takast á við mjög flókin og krefjandi verkefni. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla (2010) er fjallað um menntun starfsmanna Stjórnarráðsins og kemur í ljós að hlutfallslega fleiri háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins eru menntaðir í félagsvísindum en í öðrum greinum eins og raunvísindum. Fjölgun starfsmanna með fjölbreyttari menntun kann því að vera einn liður í því að efla burði ráðuneyta til að hafa eftirlit með stofnunum ásamt því að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með tilkomu Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Öflugra eftirlitRáðuneyti eiga að hafa yfirumsjón með útfærslu og framkvæmd stefnu stjórnvalda. Jafnframt ber ráðuneytum skylda til að hafa eftirlit með stofnunum sem að stærstum hluta sjá um þessa framkvæmd, eins og löggæslumál, velferðarmál eða menntamál. Hins vegar er almennt ekki skilgreint nánar hvernig eftirliti ráðuneyta skuli hagað né með hverju eftirlitið eigi sérstaklega að vera. Það er einna helst eftirlit með fjárreiðum ríkisins sem hefur verið útfært nánar og grundvallast það á ýmsum þáttum. Í lok tíunda áratugarins tók eftirlit ráðuneyta ákveðnum breytingum með tilkomu árangursstjórnunarsamninga við stofnanir, en árangursstjórnun er einn liður í því að ráðuneyti geti rækt yfirstjórnar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart stofnunum. Í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins í október 2008 jókst umræðan um eftirlit hins opinbera til muna, sérstaklega vegna skorts á eftirliti með framkvæmd laga og reglna á fjármálamarkaði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var fjallað um að eftirlit ráðherra með öðrum stjórnvöldum hafi þótt æði óljóst. Í nýlegum lögum um Stjórnarráð Íslands er reynt að skerpa á þessu eftirlitshlutverki ráðuneyta. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra með stjórnvöldum, bæði þeim sem heyra undir yfirstjórn hans (lægra sett stjórnvöld) sem og þeim sem heyra stjórnarfarslega undir ráðherra (sjálfstæð stjórnvöld). Með þessum breytingum er mælt með skýrari hætti en í eldri lögum um eftirlitsskyldur ráðherra sem undir hann heyra. Eftir sem áður þurfa ráðuneyti að útfæra og skilgreina nánar hvernig eftirliti með hverri stofnun skuli háttað út frá tilgangi og hlutverki stofnunar í lögum en jafnframt áherslum ráðherra hverju sinni.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar