Eftirlitshlutverk ráðuneyta Pétur Berg Matthíasson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Umræða um opinbert eftirlit skýtur reglulega upp kollinum, sérstaklega þegar stofnunum eru veitt ný úrræði til að halda uppi eftirliti eða þegar eftirlit með tiltekinni starfsemi hefur brugðist. Hið opinbera gegnir veigamiklu eftirlitshlutverki sem snertir flesta kima samfélagsins. Rannsóknir á aðferðum og framkvæmd opinbers eftirlits hafa ekki verið ýkja margar í gegnum tíðina, þó hefur Ríkisendurskoðun einna helst gert úttektir á eftirliti ráðuneyta og stofnana. Fræðilegar rannsóknir á eftirliti hins opinbera eru að mörgu leyti óplægður akur sem nauðsynlegt er að huga betur að, m.a. til að bæta aðferðir við eftirlit. Skipulag eftirlitsEftirlit ráðuneyta með stofnunum ræðst m.a. af þekkingu starfsmanna ráðuneyta á viðfangsefni stofnana. Fyrir vikið hefur menntun og reynsla starfsmanna mikil áhrif á burði ráðuneyta til að halda uppi eftirliti. Það skiptir því miklu máli hverjir ráðast til starfa hjá hinu opinbera. Hjá stofnunum eru forstöðumenn oft ráðnir vegna fagþekkingar sinnar á starfseminni. Starfsfólk ráðuneyta er hins vegar sjaldnast ráðið af því það hefur yfirburðarþekkingu á starfsemi stofnana ráðuneyta. Rekstrarþekking hefur þó jafnan verið öflug innan ráðuneyta, enda hefur eftirlit með fjárhagsstöðu stofnana lengi verið mjög ofarlega í forgangi. Eftirlit ráðuneyta með faglegri starfsemi stofnana hefur ekki verið eins markvisst og rekstrarlega eftirlitið. Meðferð fjármuna segir aftur á móti lítið um það hvort stofnuninni sé vel stjórnað, hvort hún sé að gera það sem lög um stofnunina kveða á um, hvort viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna eða hvort starfsmönnum líði vel í starfi. Ánægja viðskiptavina, skilvirkni verkferla og ánægja starfsmanna eru meðal þátta sem fengið hafa aukið vægi síðastliðin ár við mat á stjórnun stofnana. Starfsmannamál eru að færast frá hefðbundinni starfsmannastjórnun yfir í árangursmiðaða mannauðsstjórnun, þar sem starfsmannakannanir eru gerðar til að meta starfsskilyrði og líðan manna á vinnustað. Jafnframt eru reglulegar viðhorfskannanir orðnar algengar meðal viðskiptavina stofnana til að greina hvað megi betur fara í starfseminni. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var lögð áhersla á að fjölga þyrfti í þeim hópi starfsmanna Stjórnarráðsins sem eru vel menntaðir og þjálfaðir og hafa getu til að takast á við mjög flókin og krefjandi verkefni. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla (2010) er fjallað um menntun starfsmanna Stjórnarráðsins og kemur í ljós að hlutfallslega fleiri háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins eru menntaðir í félagsvísindum en í öðrum greinum eins og raunvísindum. Fjölgun starfsmanna með fjölbreyttari menntun kann því að vera einn liður í því að efla burði ráðuneyta til að hafa eftirlit með stofnunum ásamt því að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með tilkomu Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Öflugra eftirlitRáðuneyti eiga að hafa yfirumsjón með útfærslu og framkvæmd stefnu stjórnvalda. Jafnframt ber ráðuneytum skylda til að hafa eftirlit með stofnunum sem að stærstum hluta sjá um þessa framkvæmd, eins og löggæslumál, velferðarmál eða menntamál. Hins vegar er almennt ekki skilgreint nánar hvernig eftirliti ráðuneyta skuli hagað né með hverju eftirlitið eigi sérstaklega að vera. Það er einna helst eftirlit með fjárreiðum ríkisins sem hefur verið útfært nánar og grundvallast það á ýmsum þáttum. Í lok tíunda áratugarins tók eftirlit ráðuneyta ákveðnum breytingum með tilkomu árangursstjórnunarsamninga við stofnanir, en árangursstjórnun er einn liður í því að ráðuneyti geti rækt yfirstjórnar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart stofnunum. Í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins í október 2008 jókst umræðan um eftirlit hins opinbera til muna, sérstaklega vegna skorts á eftirliti með framkvæmd laga og reglna á fjármálamarkaði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var fjallað um að eftirlit ráðherra með öðrum stjórnvöldum hafi þótt æði óljóst. Í nýlegum lögum um Stjórnarráð Íslands er reynt að skerpa á þessu eftirlitshlutverki ráðuneyta. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra með stjórnvöldum, bæði þeim sem heyra undir yfirstjórn hans (lægra sett stjórnvöld) sem og þeim sem heyra stjórnarfarslega undir ráðherra (sjálfstæð stjórnvöld). Með þessum breytingum er mælt með skýrari hætti en í eldri lögum um eftirlitsskyldur ráðherra sem undir hann heyra. Eftir sem áður þurfa ráðuneyti að útfæra og skilgreina nánar hvernig eftirliti með hverri stofnun skuli háttað út frá tilgangi og hlutverki stofnunar í lögum en jafnframt áherslum ráðherra hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Umræða um opinbert eftirlit skýtur reglulega upp kollinum, sérstaklega þegar stofnunum eru veitt ný úrræði til að halda uppi eftirliti eða þegar eftirlit með tiltekinni starfsemi hefur brugðist. Hið opinbera gegnir veigamiklu eftirlitshlutverki sem snertir flesta kima samfélagsins. Rannsóknir á aðferðum og framkvæmd opinbers eftirlits hafa ekki verið ýkja margar í gegnum tíðina, þó hefur Ríkisendurskoðun einna helst gert úttektir á eftirliti ráðuneyta og stofnana. Fræðilegar rannsóknir á eftirliti hins opinbera eru að mörgu leyti óplægður akur sem nauðsynlegt er að huga betur að, m.a. til að bæta aðferðir við eftirlit. Skipulag eftirlitsEftirlit ráðuneyta með stofnunum ræðst m.a. af þekkingu starfsmanna ráðuneyta á viðfangsefni stofnana. Fyrir vikið hefur menntun og reynsla starfsmanna mikil áhrif á burði ráðuneyta til að halda uppi eftirliti. Það skiptir því miklu máli hverjir ráðast til starfa hjá hinu opinbera. Hjá stofnunum eru forstöðumenn oft ráðnir vegna fagþekkingar sinnar á starfseminni. Starfsfólk ráðuneyta er hins vegar sjaldnast ráðið af því það hefur yfirburðarþekkingu á starfsemi stofnana ráðuneyta. Rekstrarþekking hefur þó jafnan verið öflug innan ráðuneyta, enda hefur eftirlit með fjárhagsstöðu stofnana lengi verið mjög ofarlega í forgangi. Eftirlit ráðuneyta með faglegri starfsemi stofnana hefur ekki verið eins markvisst og rekstrarlega eftirlitið. Meðferð fjármuna segir aftur á móti lítið um það hvort stofnuninni sé vel stjórnað, hvort hún sé að gera það sem lög um stofnunina kveða á um, hvort viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna eða hvort starfsmönnum líði vel í starfi. Ánægja viðskiptavina, skilvirkni verkferla og ánægja starfsmanna eru meðal þátta sem fengið hafa aukið vægi síðastliðin ár við mat á stjórnun stofnana. Starfsmannamál eru að færast frá hefðbundinni starfsmannastjórnun yfir í árangursmiðaða mannauðsstjórnun, þar sem starfsmannakannanir eru gerðar til að meta starfsskilyrði og líðan manna á vinnustað. Jafnframt eru reglulegar viðhorfskannanir orðnar algengar meðal viðskiptavina stofnana til að greina hvað megi betur fara í starfseminni. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var lögð áhersla á að fjölga þyrfti í þeim hópi starfsmanna Stjórnarráðsins sem eru vel menntaðir og þjálfaðir og hafa getu til að takast á við mjög flókin og krefjandi verkefni. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla (2010) er fjallað um menntun starfsmanna Stjórnarráðsins og kemur í ljós að hlutfallslega fleiri háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins eru menntaðir í félagsvísindum en í öðrum greinum eins og raunvísindum. Fjölgun starfsmanna með fjölbreyttari menntun kann því að vera einn liður í því að efla burði ráðuneyta til að hafa eftirlit með stofnunum ásamt því að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með tilkomu Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Öflugra eftirlitRáðuneyti eiga að hafa yfirumsjón með útfærslu og framkvæmd stefnu stjórnvalda. Jafnframt ber ráðuneytum skylda til að hafa eftirlit með stofnunum sem að stærstum hluta sjá um þessa framkvæmd, eins og löggæslumál, velferðarmál eða menntamál. Hins vegar er almennt ekki skilgreint nánar hvernig eftirliti ráðuneyta skuli hagað né með hverju eftirlitið eigi sérstaklega að vera. Það er einna helst eftirlit með fjárreiðum ríkisins sem hefur verið útfært nánar og grundvallast það á ýmsum þáttum. Í lok tíunda áratugarins tók eftirlit ráðuneyta ákveðnum breytingum með tilkomu árangursstjórnunarsamninga við stofnanir, en árangursstjórnun er einn liður í því að ráðuneyti geti rækt yfirstjórnar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart stofnunum. Í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins í október 2008 jókst umræðan um eftirlit hins opinbera til muna, sérstaklega vegna skorts á eftirliti með framkvæmd laga og reglna á fjármálamarkaði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var fjallað um að eftirlit ráðherra með öðrum stjórnvöldum hafi þótt æði óljóst. Í nýlegum lögum um Stjórnarráð Íslands er reynt að skerpa á þessu eftirlitshlutverki ráðuneyta. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra með stjórnvöldum, bæði þeim sem heyra undir yfirstjórn hans (lægra sett stjórnvöld) sem og þeim sem heyra stjórnarfarslega undir ráðherra (sjálfstæð stjórnvöld). Með þessum breytingum er mælt með skýrari hætti en í eldri lögum um eftirlitsskyldur ráðherra sem undir hann heyra. Eftir sem áður þurfa ráðuneyti að útfæra og skilgreina nánar hvernig eftirliti með hverri stofnun skuli háttað út frá tilgangi og hlutverki stofnunar í lögum en jafnframt áherslum ráðherra hverju sinni.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar