Sæll aftur Sighvatur Björgvinsson 16. febrúar 2012 16:00 Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu. Við erum að skoða arfleifðina sem samfélagskiminn sem Sighvatur tilheyrir hefur skilið eftir fyrir ungu kynslóðina að glíma við. Unga kynslóðin í dag kaus ekki Sighvat og samferðamenn hans til valda og því er það yfirsjón að fullyrða að unga kynslóðin beri einhverja sök. En forréttindastéttin vill gjarnan deila sök með alþýðunni eða jafnvel að alþýðan taki á sig sökina og sökin verði kölluð „þjóðarsekt". Það var ekki unga kynslóðin sem valdi það fyrirkomulag sem hefur gilt um stjórnun lífeyrissjóðanna. Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir. Við blasir skelfileg ástand í lífeyrissjóðum landsmanna og stjórnendur sem tóku þátt í þeirri fléttu að hreinsa upp eignir almennings og færa þær í vasa forréttindastéttarinnar á Íslandi sitja enn í forystu sjóðanna og sýna enga iðrun. Gjafir útrásavíkinganna voru máttugar. Í kjölfar þessara hamfara birtist Sighvatur og segir tíu deilt með tveimur eru fimm og þess vegna á unga kynslóðin að vera ábyrg. Hver á að greiða hundruð milljarða skuldir ríkissjóðs? Hver á að borga stökkbreyttu lánin? Hver á að fjármagna samning nýja Landsbankans við þann gamla upp á 280 milljarða til þess að setja í Icesave hítina? Hver á að fjármagna B deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar eftir 2020 vantar í hann átta milljarða á ári til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt tryggingarfræðilegu mati? Hver á að fóðra vasa erlendra vogunarsjóða sem keypu skuldabréfin á 5% af nafnvirði skuldanna? Jú, unga kynslóðin sem í frekju sinni spyr hvort að hún eigi að axla ábyrgðina af þeim hryllingi sem kynslóð Sighvats Björgvinssonar með skammsýni og einföldum reikningsdæmum kölluðu yfir þjóðina. Eina leiðin til þess að komast upp úr þeirri hít sem stjórnvöld hafa með illa hugsuðum aðgerðum komið þjóðinni í er að endurhugsa allt kerfið. Enginn á að þurfa að svelta. Til þess að ná árangri þarf að treysta atvinnulíf og menntun og hlúa að yngri kynslóðinni sem á að bera uppi framtíð þessa lands. Leysa þarf atvinnulífið úr viðjum hafta og virða frumbyggjarétt landsbyggðarinnar til þess að sækja miðin. Leggja þarf áherslu á verðmætasköpun með fullvinnslu innanlands og útflutningi. Ríkið á að taka að sér að vernda neytendur. Stjórnmálamenn hafa haldið stjórnsýslunni í gíslingu og notað hana til þess að styrkja völd sín og úthluta ívilnanir til aðila sem hafa skilið efnahagslíf þjóðarinnar í rjúkandi rústum. En gerendurnir sitja á feitum eftirlaunum, þeim hefur verið úthlutuð störf hjá alþjóðastofnunum með glimrandi meðmælum úr utanríkisráðuneytinu. Þeir sitja í stjórnum og ráða sínum ráðum. Á skjánum birtast svo málssvarar þeirra sem segja látið bara unga fólkið borga. Unga fólkið er að flýja land og hver á fjármagna lífeyrissjóðina þegar þeir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. En það er í kortunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu. Við erum að skoða arfleifðina sem samfélagskiminn sem Sighvatur tilheyrir hefur skilið eftir fyrir ungu kynslóðina að glíma við. Unga kynslóðin í dag kaus ekki Sighvat og samferðamenn hans til valda og því er það yfirsjón að fullyrða að unga kynslóðin beri einhverja sök. En forréttindastéttin vill gjarnan deila sök með alþýðunni eða jafnvel að alþýðan taki á sig sökina og sökin verði kölluð „þjóðarsekt". Það var ekki unga kynslóðin sem valdi það fyrirkomulag sem hefur gilt um stjórnun lífeyrissjóðanna. Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir. Við blasir skelfileg ástand í lífeyrissjóðum landsmanna og stjórnendur sem tóku þátt í þeirri fléttu að hreinsa upp eignir almennings og færa þær í vasa forréttindastéttarinnar á Íslandi sitja enn í forystu sjóðanna og sýna enga iðrun. Gjafir útrásavíkinganna voru máttugar. Í kjölfar þessara hamfara birtist Sighvatur og segir tíu deilt með tveimur eru fimm og þess vegna á unga kynslóðin að vera ábyrg. Hver á að greiða hundruð milljarða skuldir ríkissjóðs? Hver á að borga stökkbreyttu lánin? Hver á að fjármagna samning nýja Landsbankans við þann gamla upp á 280 milljarða til þess að setja í Icesave hítina? Hver á að fjármagna B deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar eftir 2020 vantar í hann átta milljarða á ári til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt tryggingarfræðilegu mati? Hver á að fóðra vasa erlendra vogunarsjóða sem keypu skuldabréfin á 5% af nafnvirði skuldanna? Jú, unga kynslóðin sem í frekju sinni spyr hvort að hún eigi að axla ábyrgðina af þeim hryllingi sem kynslóð Sighvats Björgvinssonar með skammsýni og einföldum reikningsdæmum kölluðu yfir þjóðina. Eina leiðin til þess að komast upp úr þeirri hít sem stjórnvöld hafa með illa hugsuðum aðgerðum komið þjóðinni í er að endurhugsa allt kerfið. Enginn á að þurfa að svelta. Til þess að ná árangri þarf að treysta atvinnulíf og menntun og hlúa að yngri kynslóðinni sem á að bera uppi framtíð þessa lands. Leysa þarf atvinnulífið úr viðjum hafta og virða frumbyggjarétt landsbyggðarinnar til þess að sækja miðin. Leggja þarf áherslu á verðmætasköpun með fullvinnslu innanlands og útflutningi. Ríkið á að taka að sér að vernda neytendur. Stjórnmálamenn hafa haldið stjórnsýslunni í gíslingu og notað hana til þess að styrkja völd sín og úthluta ívilnanir til aðila sem hafa skilið efnahagslíf þjóðarinnar í rjúkandi rústum. En gerendurnir sitja á feitum eftirlaunum, þeim hefur verið úthlutuð störf hjá alþjóðastofnunum með glimrandi meðmælum úr utanríkisráðuneytinu. Þeir sitja í stjórnum og ráða sínum ráðum. Á skjánum birtast svo málssvarar þeirra sem segja látið bara unga fólkið borga. Unga fólkið er að flýja land og hver á fjármagna lífeyrissjóðina þegar þeir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. En það er í kortunum.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar