Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Opnað var aftur fyrir köfun í Silfru á Þingvöllum í morgun eftir tímabundna lokun um helgina vegna banaslyss. Hertar reglur hafa verið settar vegna fjölda dauðaslysa og tóku þær gildi í dag. Við fjöllum um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og verðum í beinni útsendingu frá Silfru.

Við skoðum líka mekka flugdellunnar á Íslandi, í Múlakoti í Fljótshlíð, en þar byggja menn sumarbústaði við flugbraut og leggja svo akstursbraut fyrir flugvélina beint að eldhúsglugganum.

Loks fjöllum við um umdeildan samfesting sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist í Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina og sagður er stolin hönnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×