Aldrei skal hlaupa undan ísbirni 18. júní 2008 18:40 Sjaldgæft er að ísbirnir drepi menn og eru slík tilvik í heiminum á síðasta áratug teljandi á fingrum annarrar handar. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum í Norður-Kanada í vor þar sem hann kynnti sér leiðbeiningar um hvað menn eigi að gera ef þeir mæta ísbirni. Ísbjörninn er stærsta landrándýr jarðar og tveir þriðju allra ísbjarna heimsins búa í Kanada. Rannsóknir á tilvikum á undanförnum áratugum þar sem ísbirnir hafa drepið menn sýna að ýmist var um að ræða að ísbjörninn var vannærður eða honum hafði verið ögrað. Atvikin eru reyndar svo fá að tvö til þrjú ár líða iðulega á milli þess að ísbjörn verði manni að bana einhversstaðar í heiminum. Í Kanada hafa ísbirnir drepið sjö menn á síðustu þrjátíu árum og í Bandaríkjunum hefur ísbjörn orðið einum manni að bana á sama tíma. Ísbirnir og menn lenda oftast í návígi við bæinn Churchill við Hudson-flóa, sem kallar sig ísbjarnarhöfuðborg heimsins, þar hafa tveir menn látist vegna ísbjarna á síðustu 300 árum. Hér í þjóðgarði við Pangnirtung á Baffinseyju ganga bakpokaaferðalangar um dögum saman á ísbjarnarslóðum og þeim er bannað að hafa með sér byssu. Það eina sem þeir fá eru leiðbeiningar á blaði um hvernig eigi að umgangast ísbirni. Nálgist aldrei ísbjörn, aldrei ögra birni, og alls ekki lenda á milli birnu og húna. Ef þið sjáið ísbjörn og hann veit ekki af ykkur: Ganga rólega burt af svæðinu, halda ró sinni, fylgjast með birninum og forðast að láta vindinn bera lykt ykkar til bjarnarins. Ef björninn veit af ykkur; ganga rólega til baka, engar snöggar hreyfingar og alls ekki að hlaupa því þá gæti hann litið á ykkur sem bráð. Og þá er betra að björninn róist og geti nýtt þefskynið til að fylgjast með ykkur.Fylgist með birninum en ekki horfast í augu við hann. Ekki ögra. Ísbirnir eru forvitnir um menn en þeir eru líka skræfur og hræðast auðveldlega menn en ef ísbjörn gerir sig líklegan til að ráðast á ykkur þá er vopnlausum ferðalöngum ráðlagt að hræða hann í burtu með því lyfta höndum upp eða flík, láta sig þannig sýnast stærri og öskra og garga á björninn. En þá verður hann að hafa flóttaleið. Standið saman í hóp. Komið ykkur burt af svæðinu en alls ekki hlaupa. Ef menn lenda í slag er best að standa fastur fyrir og berjast á móti með tiltækum vopnum, spýtum eða hnífum. Ísbjörninn kemst ekki á lista yfir hættulegustu dýr jarðar en þar er móskítóflugan á toppnum með tvær milljónir mannslífa á ári, en síðan koma snákar, sporðdrekar, krókódílar, fílar, býflugur, ljón, flóðhestar, marglyttur og hákarlar, og er þá maðurinn sjálfur undanskilinn. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sjaldgæft er að ísbirnir drepi menn og eru slík tilvik í heiminum á síðasta áratug teljandi á fingrum annarrar handar. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum í Norður-Kanada í vor þar sem hann kynnti sér leiðbeiningar um hvað menn eigi að gera ef þeir mæta ísbirni. Ísbjörninn er stærsta landrándýr jarðar og tveir þriðju allra ísbjarna heimsins búa í Kanada. Rannsóknir á tilvikum á undanförnum áratugum þar sem ísbirnir hafa drepið menn sýna að ýmist var um að ræða að ísbjörninn var vannærður eða honum hafði verið ögrað. Atvikin eru reyndar svo fá að tvö til þrjú ár líða iðulega á milli þess að ísbjörn verði manni að bana einhversstaðar í heiminum. Í Kanada hafa ísbirnir drepið sjö menn á síðustu þrjátíu árum og í Bandaríkjunum hefur ísbjörn orðið einum manni að bana á sama tíma. Ísbirnir og menn lenda oftast í návígi við bæinn Churchill við Hudson-flóa, sem kallar sig ísbjarnarhöfuðborg heimsins, þar hafa tveir menn látist vegna ísbjarna á síðustu 300 árum. Hér í þjóðgarði við Pangnirtung á Baffinseyju ganga bakpokaaferðalangar um dögum saman á ísbjarnarslóðum og þeim er bannað að hafa með sér byssu. Það eina sem þeir fá eru leiðbeiningar á blaði um hvernig eigi að umgangast ísbirni. Nálgist aldrei ísbjörn, aldrei ögra birni, og alls ekki lenda á milli birnu og húna. Ef þið sjáið ísbjörn og hann veit ekki af ykkur: Ganga rólega burt af svæðinu, halda ró sinni, fylgjast með birninum og forðast að láta vindinn bera lykt ykkar til bjarnarins. Ef björninn veit af ykkur; ganga rólega til baka, engar snöggar hreyfingar og alls ekki að hlaupa því þá gæti hann litið á ykkur sem bráð. Og þá er betra að björninn róist og geti nýtt þefskynið til að fylgjast með ykkur.Fylgist með birninum en ekki horfast í augu við hann. Ekki ögra. Ísbirnir eru forvitnir um menn en þeir eru líka skræfur og hræðast auðveldlega menn en ef ísbjörn gerir sig líklegan til að ráðast á ykkur þá er vopnlausum ferðalöngum ráðlagt að hræða hann í burtu með því lyfta höndum upp eða flík, láta sig þannig sýnast stærri og öskra og garga á björninn. En þá verður hann að hafa flóttaleið. Standið saman í hóp. Komið ykkur burt af svæðinu en alls ekki hlaupa. Ef menn lenda í slag er best að standa fastur fyrir og berjast á móti með tiltækum vopnum, spýtum eða hnífum. Ísbjörninn kemst ekki á lista yfir hættulegustu dýr jarðar en þar er móskítóflugan á toppnum með tvær milljónir mannslífa á ári, en síðan koma snákar, sporðdrekar, krókódílar, fílar, býflugur, ljón, flóðhestar, marglyttur og hákarlar, og er þá maðurinn sjálfur undanskilinn.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira