Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2020 23:16 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið var nokkrum mínútum áður en feðgarnir á pallbílnum skutu Ahmaud Arbery til bana. Vísir/AP Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. Myndband sem sagt er sýna aðdraganda andláts mannsins var birt á netinu í gær. Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar, er á meðal þeirra sem krafist hafa réttlátrar meðferðar á máli mannsins fyrir dómstólum. Maðurinn hét Ahmaud Arbery og var 25 ára. Hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Georgíuríki í febrúar þegar kom aðvífandi fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael. Með í för var sonur þess síðarnefnda, Travis. Þeir eru báðir hvítir. Óvopnaður úti að hlaupa Haft er eftir McMichael í lögregluskýrslu að Arbery hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir ákváðu því að vopnbúast, stigu upp í bíl og óku í humátt á eftir Arbery. McMichael heldur því fram að þeir feðgar hafi beðið Arbery um að ræða við sig en hann þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. Móðir Arberys segir að lögregla hafi tjáð henni að sonur hennar hafi átt aðild að innbroti áður en hann var skotinn til bana. Hún heldur því hins vegar fram að Arbery hafi ekki verið viðriðinn neitt glæpsamlegt. Þá var hann auk þess óvopnaður þar sem hann skokkaði umræddan dag. Arbery var þekktur í hverfinu fyrir að vera ötull skokkari en nágranni lýsir því í samtali við Guardian að hún hafi fylgst með honum hlaupa sömu leiðina á nær hverjum degi. Líkt og áður segir var myndband af atvikinu birt á netinu í gær. Í því sést maður, sem sagður er Arbery, hlaupa eftir vegi og mætir svo pallbíl, sem feðgarnir eru sagðir hafa ekið. Maðurinn hleypur fram hjá bílnum en sést svo í átökum við annan mann sem heldur á byssu. Loks heyrist hleypt af skotum. Guardian birtir hluta úr myndbandinu á vef sínum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rétt er að vara lesendur við efni þess. Héraðssaksóknari í Georgíu úrskurðaði í gær að það skyldi fært í hendur ákærudómstóls hvort ákæra yrði gefin út í málinu. Áður hafði saksóknari í Brunswick úrskurðað að ekki væri tilefni til að handtaka McMichael-feðgana. Þeir hafa hvorki verið handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum, einkum í Georgíuríki, vegna málsins, sem þykir enn eitt dæmið um tilhæfulaust ofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna. Efnt var til fjöldamótmæla í Brunswick í gærkvöldi þar sem þess var krafist að fjölskylda Arbery hlyti réttláta málsmeðferð. Joe Biden, sem þykir líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi kosningum, tók í sama streng í færslu á Twitter-reikningi sínum í gær. „Myndbandið er skýrt: Ahmaud Arbery var myrtur. Ég finn til með fjölskyldu hans, sem á skilið réttlæti og það strax. Það þarf að hrinda af stað snarlegri, ítarlegri og opinskárri rannsókn á morði hans,“ skrifaði Biden. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. Myndband sem sagt er sýna aðdraganda andláts mannsins var birt á netinu í gær. Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar, er á meðal þeirra sem krafist hafa réttlátrar meðferðar á máli mannsins fyrir dómstólum. Maðurinn hét Ahmaud Arbery og var 25 ára. Hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Georgíuríki í febrúar þegar kom aðvífandi fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael. Með í för var sonur þess síðarnefnda, Travis. Þeir eru báðir hvítir. Óvopnaður úti að hlaupa Haft er eftir McMichael í lögregluskýrslu að Arbery hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir ákváðu því að vopnbúast, stigu upp í bíl og óku í humátt á eftir Arbery. McMichael heldur því fram að þeir feðgar hafi beðið Arbery um að ræða við sig en hann þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. Móðir Arberys segir að lögregla hafi tjáð henni að sonur hennar hafi átt aðild að innbroti áður en hann var skotinn til bana. Hún heldur því hins vegar fram að Arbery hafi ekki verið viðriðinn neitt glæpsamlegt. Þá var hann auk þess óvopnaður þar sem hann skokkaði umræddan dag. Arbery var þekktur í hverfinu fyrir að vera ötull skokkari en nágranni lýsir því í samtali við Guardian að hún hafi fylgst með honum hlaupa sömu leiðina á nær hverjum degi. Líkt og áður segir var myndband af atvikinu birt á netinu í gær. Í því sést maður, sem sagður er Arbery, hlaupa eftir vegi og mætir svo pallbíl, sem feðgarnir eru sagðir hafa ekið. Maðurinn hleypur fram hjá bílnum en sést svo í átökum við annan mann sem heldur á byssu. Loks heyrist hleypt af skotum. Guardian birtir hluta úr myndbandinu á vef sínum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rétt er að vara lesendur við efni þess. Héraðssaksóknari í Georgíu úrskurðaði í gær að það skyldi fært í hendur ákærudómstóls hvort ákæra yrði gefin út í málinu. Áður hafði saksóknari í Brunswick úrskurðað að ekki væri tilefni til að handtaka McMichael-feðgana. Þeir hafa hvorki verið handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum, einkum í Georgíuríki, vegna málsins, sem þykir enn eitt dæmið um tilhæfulaust ofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna. Efnt var til fjöldamótmæla í Brunswick í gærkvöldi þar sem þess var krafist að fjölskylda Arbery hlyti réttláta málsmeðferð. Joe Biden, sem þykir líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi kosningum, tók í sama streng í færslu á Twitter-reikningi sínum í gær. „Myndbandið er skýrt: Ahmaud Arbery var myrtur. Ég finn til með fjölskyldu hans, sem á skilið réttlæti og það strax. Það þarf að hrinda af stað snarlegri, ítarlegri og opinskárri rannsókn á morði hans,“ skrifaði Biden. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira