Öllu snúið á haus Helgi Jóhannesson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Úr rústum efnahagshrunsins 2008 hafa risið draugar sem eru að valda þjóðfélagi okkar mun meira tjóni en hrunið sjálft gerði. Það voru þó bara peningar sem fóru í súginn þá. Upp úr því svekkelsi öllu saman er nú sprottinn einhver furðulegasti anarkismi sem um getur og engu eirir. Meinsemdin er mikil og þjóðin virðist verið komin á enn eitt meðvirknisfylleríið, löngu búin að missa sjónar á því hvað er rétt og rangt að gera og segja. Ráðist er að rótum réttarríkis okkar úr öllum áttum. Skolpræsahernaður bloggheima, með DV og álíka pappíra sem hina helgu bók að vopni, njóta þess að traðka í svaðið allar grundvallarreglur réttarríkisins og snúa öllu á hvolf. Það versta er að kerfið sjálft virðist vera að sogast niður í skolpræsið með þessu öllu saman. Alþingi og ríkisstjórn auðvitað löngu búin að missa fótanna og enginn man lengur að Alþingi er löggjafarsamkoma þjóðarinnar, einn af hornsteinunum, en ekki framleiðsluverksmiðja fyrir bitlausa „populistalöggjöf“ sem engu skilar almenningi nema fölskum vonum og er að auki á góðri leið með að veita atvinnulífinu náðarhöggið. Birtingarmyndir þessa alls eru meðal annars þær að nú tala ráðamenn og mikilsmetandi lögfræðingar, sem ættu þó að vita betur, að það sé bara gott fyrir Geir H. Haarde að sitja undir ákæru, því þá geti hann sannað sakleysi sitt. Nálægt 300 manns hafa réttarstöðu grunaðs svo árum skiptir hjá sérstökum saksóknara. Menn þar á bæ telja að það sé í raun miklu betra fyrir menn að hafa þá réttarstöðu en stöðu vitnis því það sé svo mikil vernd falin í hinu fyrrnefnda. Ég er ekki viss um að þeir sem í hlut eiga og ekki fá vinnu vegna réttarstöðunnar séu á sama máli. Fjölmiðlar hamast á formanni Sjálfstæðisflokksins vegna mála sem hann hefur löngu gefið skýringar á. Meira að segja fréttamaður á ríkisfjölmiðlinum RUV spyr hann í viðtali hvort hann myndi ekki bara fagna því að verða tekinn til opinberrar rannsóknar. Þetta er allt svo arfavitlaust að engu tali tekur. Öllu snúið á haus. Það er nauðsynlegt að miklu fleiri leggi hendur á árar við að snúa þessari óheillaþróun við. Láti í sér heyrast sem víðast. Það gengur ekki að bloggheimar og skolpræsahermennirnir séu það eina sem heyrist í. Núverandi stjórnvöld hafa ekki dug eða þor til að standa í lappirnar gegn þessari óheillaþróun. Þau ýta bara undir dómstólameðferð götunnar með því að fagna opinberlega handtökum og ákærum sem gefnar eru út og láta engu skipta grundvallarreglur eins og þær að menn teljist saklausir þar til sekt er sönnuð. Efnahagshrunið 2008 mun verða hjóm eitt í samanburði við það sem verður ef það tekst að rústa réttarríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Úr rústum efnahagshrunsins 2008 hafa risið draugar sem eru að valda þjóðfélagi okkar mun meira tjóni en hrunið sjálft gerði. Það voru þó bara peningar sem fóru í súginn þá. Upp úr því svekkelsi öllu saman er nú sprottinn einhver furðulegasti anarkismi sem um getur og engu eirir. Meinsemdin er mikil og þjóðin virðist verið komin á enn eitt meðvirknisfylleríið, löngu búin að missa sjónar á því hvað er rétt og rangt að gera og segja. Ráðist er að rótum réttarríkis okkar úr öllum áttum. Skolpræsahernaður bloggheima, með DV og álíka pappíra sem hina helgu bók að vopni, njóta þess að traðka í svaðið allar grundvallarreglur réttarríkisins og snúa öllu á hvolf. Það versta er að kerfið sjálft virðist vera að sogast niður í skolpræsið með þessu öllu saman. Alþingi og ríkisstjórn auðvitað löngu búin að missa fótanna og enginn man lengur að Alþingi er löggjafarsamkoma þjóðarinnar, einn af hornsteinunum, en ekki framleiðsluverksmiðja fyrir bitlausa „populistalöggjöf“ sem engu skilar almenningi nema fölskum vonum og er að auki á góðri leið með að veita atvinnulífinu náðarhöggið. Birtingarmyndir þessa alls eru meðal annars þær að nú tala ráðamenn og mikilsmetandi lögfræðingar, sem ættu þó að vita betur, að það sé bara gott fyrir Geir H. Haarde að sitja undir ákæru, því þá geti hann sannað sakleysi sitt. Nálægt 300 manns hafa réttarstöðu grunaðs svo árum skiptir hjá sérstökum saksóknara. Menn þar á bæ telja að það sé í raun miklu betra fyrir menn að hafa þá réttarstöðu en stöðu vitnis því það sé svo mikil vernd falin í hinu fyrrnefnda. Ég er ekki viss um að þeir sem í hlut eiga og ekki fá vinnu vegna réttarstöðunnar séu á sama máli. Fjölmiðlar hamast á formanni Sjálfstæðisflokksins vegna mála sem hann hefur löngu gefið skýringar á. Meira að segja fréttamaður á ríkisfjölmiðlinum RUV spyr hann í viðtali hvort hann myndi ekki bara fagna því að verða tekinn til opinberrar rannsóknar. Þetta er allt svo arfavitlaust að engu tali tekur. Öllu snúið á haus. Það er nauðsynlegt að miklu fleiri leggi hendur á árar við að snúa þessari óheillaþróun við. Láti í sér heyrast sem víðast. Það gengur ekki að bloggheimar og skolpræsahermennirnir séu það eina sem heyrist í. Núverandi stjórnvöld hafa ekki dug eða þor til að standa í lappirnar gegn þessari óheillaþróun. Þau ýta bara undir dómstólameðferð götunnar með því að fagna opinberlega handtökum og ákærum sem gefnar eru út og láta engu skipta grundvallarreglur eins og þær að menn teljist saklausir þar til sekt er sönnuð. Efnahagshrunið 2008 mun verða hjóm eitt í samanburði við það sem verður ef það tekst að rústa réttarríkinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun