Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. janúar 2014 19:46 Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. Þetta er eitt af áramótaheitum borgarstjórans. Hann óttast að hryðjuverkaárasir gætu fylgt erlendum herskipum til Reykjavíkur. „Mig langar að gera Reykjavík að friðarborg heimsins - að þegar fólk hugsar um frið, þá hugsi það um Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr sem fagnar 47 ára afmæli sínu í dag. Jón hefur mjög eindregið verið á móti komu komu herskipa og herflugvéla ti Reykjavíkur frá því að hann tók við sem borgarstjóri árið 2010. Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn með komu herskipa. „Það er raunhæfur möguleiki á að einhverjum dytti það í hug að fremja hryðjuverk í Reykjavík. Mér finnst við ekki eiga að taka þá áhættu.“Dregur úr komu herflugvéla til Reykjavíkur Borgarstjóra hefur tekist að draga úr komu herflugvéla til landsins á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá lentu 54 herflugvélar í Reykjavík árið 2011 en voru 21 árið á eftir. Verður engin tekjumissir fyrir Reykjavíkurborg að vísa frá herflugvélum og skipum? „Ég held að það verði enginn umtalsverður tekjumissir og tekjurnar haldast alltaf innanlands. Það verða einhverjir aðrir sem fá þær tekjur,“ segir Jón. Íslensku varðskipin eru vopnum búin. Mætti ekki skilgreina þau sem herskip? „Ég er ekki að fara út í þetta vegna þess að þetta er einfalt - þetta er flókið. Ég vil meina að það sé stór munur á sjálfsvörn og árás.“Brand og Bono segja hugmyndina frábæra Jón segir að hugmyndir sínar um herlausa Reykjavík njóti mikils stuðnings. „Ég hef rætt þetta við Russell Brand og Bono og þeir segja báðir að þetta sé frábær hugmynd. Þetta er frábær hugmynd. Það er fullt af tækifærum í friði. Friður er ekki bara hugmynd - friður er líka peningur.“ Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. Þetta er eitt af áramótaheitum borgarstjórans. Hann óttast að hryðjuverkaárasir gætu fylgt erlendum herskipum til Reykjavíkur. „Mig langar að gera Reykjavík að friðarborg heimsins - að þegar fólk hugsar um frið, þá hugsi það um Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr sem fagnar 47 ára afmæli sínu í dag. Jón hefur mjög eindregið verið á móti komu komu herskipa og herflugvéla ti Reykjavíkur frá því að hann tók við sem borgarstjóri árið 2010. Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn með komu herskipa. „Það er raunhæfur möguleiki á að einhverjum dytti það í hug að fremja hryðjuverk í Reykjavík. Mér finnst við ekki eiga að taka þá áhættu.“Dregur úr komu herflugvéla til Reykjavíkur Borgarstjóra hefur tekist að draga úr komu herflugvéla til landsins á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá lentu 54 herflugvélar í Reykjavík árið 2011 en voru 21 árið á eftir. Verður engin tekjumissir fyrir Reykjavíkurborg að vísa frá herflugvélum og skipum? „Ég held að það verði enginn umtalsverður tekjumissir og tekjurnar haldast alltaf innanlands. Það verða einhverjir aðrir sem fá þær tekjur,“ segir Jón. Íslensku varðskipin eru vopnum búin. Mætti ekki skilgreina þau sem herskip? „Ég er ekki að fara út í þetta vegna þess að þetta er einfalt - þetta er flókið. Ég vil meina að það sé stór munur á sjálfsvörn og árás.“Brand og Bono segja hugmyndina frábæra Jón segir að hugmyndir sínar um herlausa Reykjavík njóti mikils stuðnings. „Ég hef rætt þetta við Russell Brand og Bono og þeir segja báðir að þetta sé frábær hugmynd. Þetta er frábær hugmynd. Það er fullt af tækifærum í friði. Friður er ekki bara hugmynd - friður er líka peningur.“
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira