Gengi krónunnar hefur veikst um 3,6 prósent í dag og stendur vísitalan í 164,3 stigum. Mikil veiking var á síðustu mínútum viðskiptadagsins.
Gengið hefur ekki verið jafn veikt í um fimm ár.
Bandaríkjadalur kostar nú 82 krónur, evra 127,8 krónur, breskt pund 161,3 krónur og ein dönsk króna 17 íslenskar krónur.