Fótbolti

Þorir ekki í landsleik út af ferðabanni Trump

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Meram í leik með Írökum.
Meram í leik með Írökum. vísir/getty
Justin Meram er Bandaríkjamaður og fæddur í Michigan. Hann er samt í knattspyrnulandsliði Íraks og mun missa af næsta heimaleik síns liðs þar sem hann óttast að komast ekki aftur til Bandaríkjanna.

Foreldrar Meram eru frá Írak og hann nýtti sér það til þess að spila fyrir Írak.

Írak á mjög mikilvægan leik gegn Ástralíu í undankeppni HM eftir tíu daga og verða að spila án framherjans.





Þó svo Meram sé Bandaríkjamaður og spili með liði Comumbus Crew í MLS-deildinni þá óttast hann að komast ekki aftur heim út af ferðabanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Bannið á ekki að koma í veg fyrir að Meram ferðist fram og til baka en miðað við allt sem hefur gerst í þeim efnum treystir hann ekki á að eiga afturkvæmt til landsins án vandkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×