Erlent

Fyrsta manntalið í Pakistan í nærri tuttugu ár

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirvöld í Pakistan hyggjast nú framkvæma fyrsta manntalið í landinu í um tuttugu ár. Talið er að íbúar landsins séu um 200 milljónir en nákvæm talning á landsmönnum hefur ekki farið fram síðan 1998. Pakistan er jafnan það sjötta á listum yfir fjölmennustu ríki heims.

Um mikið verk að ræða og munu rúmlega 300 þúsund manns, meðal annars 200 þúsund hermenn, taka þátt við framkvæmd manntalsins.

Vonast er til að með gerð þess verði hægt að betur kortleggja minnihlutahópa í landinu.

Talningin mun einnig hafa pólitískar afleiðingar þar sem niðurstaðan mun skipta miklu máli þegar kemur að skiptingu fjár úr opinberum sjóðum eftir landsvæðum og skiptingu þingsæta eftir kjördæmum.

Talningin hefst á miðvikudag og er búist við að niðurstaða liggi fyrir í lok júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×