Frumvarpið verði dregið til baka 13. október 2005 14:24 "Það virðist sem framsóknarmenn, jafnvel í meira mæli en aðrir, séu mjög ósáttir við þetta mál," sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, við Fréttablaðið á fundi er Framsóknarfélagið í Reykjavík suður hélt um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Framsóknarmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir á einu máli um það að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið sem forseti synjaði staðfestingar í júníbyrjun. Forustumenn flokksins voru gagnrýndir fyrir að mæta ekki á fundinn en Jónína Bjartmarz var einn þingmanna flokksins sem sá sér það fært. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, var einnig á fundinum. "Ég geri þá kröfu til flokksforustunnar og þingmanna að sú stjórnskipunarkreppa sem blasir við ef forseti synjar nýja frumvarpinu staðfestingar verði leyst. Eina lausnin er sú að draga frumvarpið til baka og setja það í nefnd sem vinna mun í því fram á vetur," sagði Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi. Varaformaður félagsins, Brynhildur Bergþórsdóttir, lýsti yfir vonbrigðum sínum með forustu flokksins, sem hún sagði að virtist ekki vera að tala við sama fólkið og hún. "Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst og að við tökum því þá eins og menn ef lögin verða felld," sagði hún. Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði í framsögu sinni að ráð hans til ráðherra og þingmanna væri að forðast að grípa inn í það lagasetningarferli sem fór í gang er forseti synjaði. "Það er mikil vá fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Yfir okkur vofir stjórnskipunarkreppa sem er eitt það versta sem hent getur þjóð. Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi er þetta mál hafið yfir alla pólitíska hagsmuni. Ríkisstjórnin þarf að finna sátt við forseta og íslensku þjóðina. Hér er ekkert svigrúm fyrir pólitískt mat heldur verður virðing fyrir íslensku stjórnarskránni og stjórnskipun að ráða ferð," sagði hann. Jónína Bjartmarz sagði að í orðum Eiríks fælist áskorun til þingmanna og ráðamanna að ef vafi léki á því hvort lögin færu á mis við stjórnarskrá ættu þeir að minnsta kosti að láta stjórnarskrána njóta vafans. Hún vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til frumvarpsins. Allsherjarnefnd sé enn að störfum og þegar hún komist að niðurstöðu verði hún kynnt fyrir þingflokknum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
"Það virðist sem framsóknarmenn, jafnvel í meira mæli en aðrir, séu mjög ósáttir við þetta mál," sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, við Fréttablaðið á fundi er Framsóknarfélagið í Reykjavík suður hélt um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Framsóknarmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir á einu máli um það að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið sem forseti synjaði staðfestingar í júníbyrjun. Forustumenn flokksins voru gagnrýndir fyrir að mæta ekki á fundinn en Jónína Bjartmarz var einn þingmanna flokksins sem sá sér það fært. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, var einnig á fundinum. "Ég geri þá kröfu til flokksforustunnar og þingmanna að sú stjórnskipunarkreppa sem blasir við ef forseti synjar nýja frumvarpinu staðfestingar verði leyst. Eina lausnin er sú að draga frumvarpið til baka og setja það í nefnd sem vinna mun í því fram á vetur," sagði Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi. Varaformaður félagsins, Brynhildur Bergþórsdóttir, lýsti yfir vonbrigðum sínum með forustu flokksins, sem hún sagði að virtist ekki vera að tala við sama fólkið og hún. "Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst og að við tökum því þá eins og menn ef lögin verða felld," sagði hún. Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði í framsögu sinni að ráð hans til ráðherra og þingmanna væri að forðast að grípa inn í það lagasetningarferli sem fór í gang er forseti synjaði. "Það er mikil vá fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Yfir okkur vofir stjórnskipunarkreppa sem er eitt það versta sem hent getur þjóð. Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi er þetta mál hafið yfir alla pólitíska hagsmuni. Ríkisstjórnin þarf að finna sátt við forseta og íslensku þjóðina. Hér er ekkert svigrúm fyrir pólitískt mat heldur verður virðing fyrir íslensku stjórnarskránni og stjórnskipun að ráða ferð," sagði hann. Jónína Bjartmarz sagði að í orðum Eiríks fælist áskorun til þingmanna og ráðamanna að ef vafi léki á því hvort lögin færu á mis við stjórnarskrá ættu þeir að minnsta kosti að láta stjórnarskrána njóta vafans. Hún vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til frumvarpsins. Allsherjarnefnd sé enn að störfum og þegar hún komist að niðurstöðu verði hún kynnt fyrir þingflokknum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira