Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir, handboltamarkvörður, er genginn í raðir uppeldisfélagsins FH.
Sigríður kemur frá Val, en þar hefur Sigríður leikið undanfarin ár.
„Það er ánægjulegt að fá Sigríði aftur í FH, hér á hún heima, hún smellpassar inní okkar hóp, góður leikmaður og frábær karakter. Það er metnaður hjá okkur FH-ingum að gera vel í Olísdeild kvenna næsta vetur," sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH.
„Að fá Sigríði til liðs við okkur er stórt skref í þá átt. Við erum með ungt og efnilegt lið. Stelpurnar eru á fullu að æfa og er gaman að fylgjast með þeim þessar vikurnar, þvílíkt einbeittar og áhugasamar fyrir komandi tímabili," segir Ásgeir.

