Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi 4. mars 2025 21:55 Mikel Merino, Jurrien Timber og Martin Ödegaard voru allir á skotskónum í kvöld. AFP/JOHN THYS Arsenal er nánast komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu i fótbolta eftir stórsigur á útivelli í fyrri leiknum á móti PSV Eindhoven í kvöld. Arsenal vann 7-1 sigur á PSV Eindhoven í þessum fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar og fær síðan seinni leikinn á heimavelli sínum í næstu viku. Arsenal hefur átt í vandræðum með að skora í síðustu deildarleikjum en liðið var í miklu stuði í kvöld og komið með þrjú mörk eftir rétt rúman hálftíma. Jurrien Timber skallaði inn sendingu Declan Rice á 18. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Ethan Nwaneri eftir stoðsendingu frá Myles Lewis-Skelly. Mikel Merino skoraði þriðja mark Arsenal á 31. mínútu en Noa Lang minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 43. mínútu. Þetta var þó skammvinn gleði hjá heimamönnum því Martin Ödegaard og Leandro Trossard skoruðu með mínútu millibili í upphafi seinni hálfleiksins. Ödegaard var ekki hættur því hann skoraði sitt annað mark og sjötta mark Arsenal á 73. mínútu. Ödegaard lagði síðan upp sjöunda marki fyrir Riccardo Calafiori á 85. mínútu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Arsenal er nánast komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu i fótbolta eftir stórsigur á útivelli í fyrri leiknum á móti PSV Eindhoven í kvöld. Arsenal vann 7-1 sigur á PSV Eindhoven í þessum fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar og fær síðan seinni leikinn á heimavelli sínum í næstu viku. Arsenal hefur átt í vandræðum með að skora í síðustu deildarleikjum en liðið var í miklu stuði í kvöld og komið með þrjú mörk eftir rétt rúman hálftíma. Jurrien Timber skallaði inn sendingu Declan Rice á 18. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Ethan Nwaneri eftir stoðsendingu frá Myles Lewis-Skelly. Mikel Merino skoraði þriðja mark Arsenal á 31. mínútu en Noa Lang minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 43. mínútu. Þetta var þó skammvinn gleði hjá heimamönnum því Martin Ödegaard og Leandro Trossard skoruðu með mínútu millibili í upphafi seinni hálfleiksins. Ödegaard var ekki hættur því hann skoraði sitt annað mark og sjötta mark Arsenal á 73. mínútu. Ödegaard lagði síðan upp sjöunda marki fyrir Riccardo Calafiori á 85. mínútu.