Landeigendur tapa tugum milljóna 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann var sett á gjaldtökuna í sumar eftir að hún hafði staðið yfir í um einn mánuð. Vísir/Daníel Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. Bannið er til komið vegna gjaldtöku verulegs meirihluta landeigenda á hverasvæðinu austan Námaskarðs og við Leirhnjúk. Ólafur H. Jónsson, talsmaður meirihluta landeigenda, telur að landeigendur hafi orðið fyrir milljónatuga tapi í sumar vegna lögbannsins. „Þetta er ekki eins og þú setjir upp pylsuskúr og byrjir að innheimta. Þetta er tugmilljóna dæmi vegna þess að við erum með vélbúnað, hugbúnað, leiðbeinandi girðingar og aðstöðu fyrir starfsmenn,“ segir hann aðspurður. Beiðni minnihluta landeigenda um lögbannið var samþykkt um miðjan júlí eftir að gjald hafði verið tekið af gestum í um einn mánuð. „Þetta tekur nokkrar vikur og síðan heldur þetta til Hæstaréttar nema forsendurnar séu svo augljósar að menn hafi ekki efni á því að fara í Hæstarétt,“ segir Ólafur og bætir við að 86 prósent aðila hafi samþykkt framkvæmdina 31. janúar.ólafur h. jónsson„Þetta er hið furðulegasta mál sem segir mér að þeir sem standa á bak við þetta eru stóru ferðaþjónustuaðilarnir sem hafa att litla landeigendafélaginu út í lögbann og tekið þátt í því að borga 40 milljónir,“ segir hann og á við tryggingaféð sem hluti félagsmanna í landeigendafélaginu þurfti að reiða af hendi til að lögbannið gæti tekið gildi. „Þetta eru stærstu ferðaþjónustuaðilarnir í innflutningi á skemmtiferðaskipum, stærstu rútubílafyrirtækin á Íslandi, hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík og bílaleigur, bætir hann við. „Ég er með heimildir fyrir því að ferðaþjónustuaðilar voru kallaðir á fund til Reykjavíkur til þess að safna peningum fyrir lögbannsupphæðinni. Þar á meðal eru þessir geirar. Það finnst mér alvarlegast í málinu út af því að þetta er einkahlutafélag.“ Ólafur óttast að málið muni dragast á langinn næstu árin án þess að lausn fáist á því. „Það verður breytt ásýnd og er þegar orðin breytt ásýnd á þessum svæðum vegna þess að núna þegar rignir þá er þetta bara drullusvað og hver hugsar um það? Það má enginn af því að það verður ekkert gert í landi Reykjahlíðar fyrr en það verður komið á hreint hverjir mega það.“ Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. Bannið er til komið vegna gjaldtöku verulegs meirihluta landeigenda á hverasvæðinu austan Námaskarðs og við Leirhnjúk. Ólafur H. Jónsson, talsmaður meirihluta landeigenda, telur að landeigendur hafi orðið fyrir milljónatuga tapi í sumar vegna lögbannsins. „Þetta er ekki eins og þú setjir upp pylsuskúr og byrjir að innheimta. Þetta er tugmilljóna dæmi vegna þess að við erum með vélbúnað, hugbúnað, leiðbeinandi girðingar og aðstöðu fyrir starfsmenn,“ segir hann aðspurður. Beiðni minnihluta landeigenda um lögbannið var samþykkt um miðjan júlí eftir að gjald hafði verið tekið af gestum í um einn mánuð. „Þetta tekur nokkrar vikur og síðan heldur þetta til Hæstaréttar nema forsendurnar séu svo augljósar að menn hafi ekki efni á því að fara í Hæstarétt,“ segir Ólafur og bætir við að 86 prósent aðila hafi samþykkt framkvæmdina 31. janúar.ólafur h. jónsson„Þetta er hið furðulegasta mál sem segir mér að þeir sem standa á bak við þetta eru stóru ferðaþjónustuaðilarnir sem hafa att litla landeigendafélaginu út í lögbann og tekið þátt í því að borga 40 milljónir,“ segir hann og á við tryggingaféð sem hluti félagsmanna í landeigendafélaginu þurfti að reiða af hendi til að lögbannið gæti tekið gildi. „Þetta eru stærstu ferðaþjónustuaðilarnir í innflutningi á skemmtiferðaskipum, stærstu rútubílafyrirtækin á Íslandi, hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík og bílaleigur, bætir hann við. „Ég er með heimildir fyrir því að ferðaþjónustuaðilar voru kallaðir á fund til Reykjavíkur til þess að safna peningum fyrir lögbannsupphæðinni. Þar á meðal eru þessir geirar. Það finnst mér alvarlegast í málinu út af því að þetta er einkahlutafélag.“ Ólafur óttast að málið muni dragast á langinn næstu árin án þess að lausn fáist á því. „Það verður breytt ásýnd og er þegar orðin breytt ásýnd á þessum svæðum vegna þess að núna þegar rignir þá er þetta bara drullusvað og hver hugsar um það? Það má enginn af því að það verður ekkert gert í landi Reykjahlíðar fyrr en það verður komið á hreint hverjir mega það.“
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira