Passar að allir séu glaðir 13. október 2005 14:24 Gróðrastöðin Lambhagi við Vesturlandsveg fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir en þar var fyrsta vistvæna grænmetisræktunin á Íslandi. Hafberg Þórisson, stofnandi og eigandi Lambhaga segir að fyrstu árin hafi verið erfið og einkum vegna þess að vistvæn ræktun er miklu dýrari en venjuleg ræktun. "Í vistvænni ræktun felst að engin eiturefni eru notuð og nákvæmlega er skráð hvernig grænmetið er meðhöndlað við ræktunina. Á viku flytjum við ránmaura og flugur til landsins fyrir 8000 kr. Þau éta sníkjudýrin svo ekki þarf að nota skordýraeitur og annað þess háttar. En auðvitað var þetta mjög dýrt og hætta á að varan yrði of dýr fyrir neytendur." Þegar Lambhagi var að byrja var erfitt að markaðssetja vöruna og verðleggja hana. "Þannig að ég settist niður með verslunareigendum og við fundum út í sameiningu hvað við þyrftum hvor um sig að hafa fyrir okkar snúð. Ég held að fjármálaráð mitt til þeirra sem leggja út í eitthvað svipað sé að hafa gott samstarf milli þess sem kaupir, þess sem selur og þess sem framleiðir. Best er að haga málum þannig að allir séu glaðir og neytandinn fái salatið sitt á sem hagstæðustu verði án þess þó að nokkur þurfi að borga með því. Lambhagi væri ekki orðinn 25 ára ef við hefðum ekki haft þetta að leiðarljósi," segir Hafberg sem hyggur á lífræna ræktun í góðu samstarfi við kaupendur. Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Gróðrastöðin Lambhagi við Vesturlandsveg fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir en þar var fyrsta vistvæna grænmetisræktunin á Íslandi. Hafberg Þórisson, stofnandi og eigandi Lambhaga segir að fyrstu árin hafi verið erfið og einkum vegna þess að vistvæn ræktun er miklu dýrari en venjuleg ræktun. "Í vistvænni ræktun felst að engin eiturefni eru notuð og nákvæmlega er skráð hvernig grænmetið er meðhöndlað við ræktunina. Á viku flytjum við ránmaura og flugur til landsins fyrir 8000 kr. Þau éta sníkjudýrin svo ekki þarf að nota skordýraeitur og annað þess háttar. En auðvitað var þetta mjög dýrt og hætta á að varan yrði of dýr fyrir neytendur." Þegar Lambhagi var að byrja var erfitt að markaðssetja vöruna og verðleggja hana. "Þannig að ég settist niður með verslunareigendum og við fundum út í sameiningu hvað við þyrftum hvor um sig að hafa fyrir okkar snúð. Ég held að fjármálaráð mitt til þeirra sem leggja út í eitthvað svipað sé að hafa gott samstarf milli þess sem kaupir, þess sem selur og þess sem framleiðir. Best er að haga málum þannig að allir séu glaðir og neytandinn fái salatið sitt á sem hagstæðustu verði án þess þó að nokkur þurfi að borga með því. Lambhagi væri ekki orðinn 25 ára ef við hefðum ekki haft þetta að leiðarljósi," segir Hafberg sem hyggur á lífræna ræktun í góðu samstarfi við kaupendur.
Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira