Reyndum að vera heiðarleg og einlæg og það var þess virði Magnús Guðmundsson skrifar 19. maí 2018 10:00 Kasper Holten segir að það sé vandfundið eitthvað sem er viðlíka mikilvægt að hafa á valdi sínu í nútíma samfélagi og samkenndin. Brothers, ópera eftir Daníel Bjarnason við texta Kerstin Perski í leikstjórn Kasper Holten hlaut frábærar viðtökur í Danmörku á síðasta ári. Kasper sem heillaðist ungur af heimi og möguleikum óperunnar sem hann hefur gert að sínu ævistarfi hefur sterkar skoðanir á hlutverki og mikilvægi lista en næsta haust tekur hann við starfi stjórnanda Det Kongelige Teater í Kaupmannahöfn.Ungur óperunörd Kasper Holten var aðeins 26 ára gamall þegar hann var ráðinn listrænn stjórnandi Konunglegu óperunnar í Kaupmannahöfn. Sjálfur segir hann að val hans á ævistarfi í leikhúsi og sviðslistum hafi óneitanlega verið aðeins á skjön við það umhverfi sem hann ólst upp í því að foreldrar hans störfuðu báðir í bankageiranum. „Móðir mín stýrði Seðlabanka Danmerkur og undirskrift hennar var á peningaseðlunum og faðir minn var líka bankamaður. Tengdafaðir minn var viðskiptaráðherra og allt umhverfi fjölskyldunnar hefur alltaf verið að vinna með peninga. En ég valdi að gerast óperuleikstjóri og bróðir minn rekur listasafn í Þýskalandi eftir að hafa átt feril sem ballettdansari, þannig að eitthvað hefur orðið til þess að kveikja áhuga okkar á menningu og listum. Kannski er skýringuna að finna í því að ég skemmdi sjónvarpið okkar þegar ég var tveggja ára og foreldrar mínir ákváðu að sleppa því að endurnýja það. Ég fór sjaldan í bíó, las mikið og þegar ég var um níu ára fóru foreldrar mínir með mig í leikhús fyrir fullorðna í fyrsta sinn. Það varð algjör sprenging í hausnum á mér. Þannig að ég vildi meira og þá fóru þau með mig á Carmen og þar varð ég algjörlega heillaður af þessum samruna ólíkra listgreina.“ Kasper segir að mögulega hafi það haft sitt að segja að hann var frekar feiminn sem barn en með tilkomu óperulistarinnar hafi hann fundið tungumál yfir tilfinningar sem bjuggu innra með honum. „Ég held að það sé ákveðin skýring á því hversu heltekinn ég varð af óperunni. Foreldrar mínir fóru með mér á aðra sýningu nokkru seinna en nenntu engan veginn að mæta jafn oft og ég, þannig að frá ellefu ára aldri var mér skutlað á óperusýningar,“ segir Kasper og hlær við tilhugsunina. „Ég var á skömmum tíma orðinn algjör óperunörd. Útbjó leikfangasvið þar sem ég setti upp mínar eigin óperur og nýtti öll tækifæri til þess að komast á sýningar. Ég átti reyndar alltaf von á því að þetta yrði bara áhugamál en það eru ótrúleg forréttindi fólgin í því að hafa getað gert ástríðu sína að ævistarfi. Fyrir það er ég afar þakklátur.“Kasper HoltenFramtíð sviðslista Kasper hefur á ferli sínum verið óhræddur við að tjá sig um stöðu listarinnar og mikilvægi í vestrænum samfélögum. Hann hefur á orði að mikilvægi sviðslista hafi líkast til sjaldan eða aldrei verið meira þar sem við neytum lista og menningar sífellt meira í einrúmi fyrir framan sjónvarp, tölvu eða síma. „Það ríkir ákveðinn ótti í menningarheiminum við stafrænu tæknina og alla þessa nýju miðla. Ótti við að þetta muni ríða þessum listgreinum að fullu. Sjálfur er ég á því að þessu sé hins vega þveröfugt farið enda höfum við alveg séð þennan ótta áður. Þegar plötur komu fyrst sögðu margir að þar með væri óperulistin búin að vera og svo átti sjónvarpið að ganga af hinu og þessu dauðu. Og það er auðvitað þannig að ef þú lítur á þig sem fórnarlamb þá endarðu sem fórnarlamb. Þetta er spurning um viðhorf og að stökkva á tækifærin sem eru fólgin í þessari þróun. Ég er á því að þeim mun meira sem við neytum menningar í þessu sjálfhverfa umhverfi, þeim mun hungraðri verðum við. Hungraði eftir reynslunni sem er fólgin í því að fara í leikhús, á tónleika og svo framvegis. Setjast niður og slökkva á þessum möguleika að velja og neyta ein og í einrúmi og ég held að það muni leiða til mikillar eftirspurnar eftir því að njóta lista saman. Eftir því að þurfa að leggja sig fram og deila þeim upplifunum með öðru fólki. Upplifunum sem eru lifandi og raunverulegar. Í leikhúsinu búum við að þessari hráu þörf fyrir ímyndunaraflið því leikhús er dáldið kjánalegt. Við setjumst niður með fullt af fólki og ákveðum saman að þykjast vera í Róm árið 1800 þó svo að við vitum að svo sé ekki. En ef við sjáum bíómynd þá er hreinlega farið með okkur á staðinn með öllu því sjónarspili sem þar er að finna. En í þessu er fegurð leikhússins fólgin; það krefur þig um að nota ímyndunaraflið. Þetta er það sem við eigum eftir að þrá í sífellt auknum mæli á komandi tímum og í þeirri þrá er fólgin framtíð sviðslista.“Kasper HoltenEndurheimtu goðsöguna Kasper Holten hefur haft á orði að styrkur sviðslistanna liggi meðal annars í því með hversu fjölbreyttum hætti sé hægt að segja sögur og þannig ná til ólíkra einstaklinga á ólíkum tímum. Hann bendir á að óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason sé gott dæmi um þetta því þetta hafi ekki aðeins verið kvikmynd eftir Susanne Bier á sínum tíma, heldur sé hér á ferðinni mjög gömul saga. „Þetta er sagan um heimkomu Ódysseifs sem varð síðar að einni fyrstu óperu heimsins og þessi saga er mikilvæg í menningarsögu Evrópu. Vegna þess að saga álfunnar er uppfull af styrjöldum og hermönnum sem snúa heim og eiga erfitt með að aðlagast samfélaginu. Það er jafnvel mælikvarði á samfélög hversu vel við meðhöndlum hermenn sem snúa heim úr stríði. En einnig vegna þess að þetta er saga um að hafa farið burt og snúa aftur heim alveg óháð hermennskunni. Það er tilfinning sem mörg okkar þekkja út frá því að fara út í heim en eiga erfitt með að höndla hversdaginn eftir að við snúum aftur.“ Kasper segir að fegurðin í Brothers sé einnig fólgin í því að upprunalega er þetta goðsaga sem kvikmynd Susanne gerir að skýrt afmörkuðu söguefni en svo endurheimti óperan goðsöguna. „Óperuformið á svo gott með að vinna með goðsögur á meðan það hentar kvikmynd betur að segja tilteknar og afmarkaðar sögur. Til þess að ná þessu fram nota Daníel og Kerstin verkfæri óperunnar eins og til að mynda kórinn og veita okkur innsýn í hugarheim hermannsins. Þau beita einnig sífellt örari endurliti þar sem hermaðurinn er fastur í Afganistan og þó svo að það sé ekki rétt línuleg frásögn þá er einmitt það sem gerðist í raun og veru í hans hugarheimi, því sagan er um það hvernig hann snýr í raun aldrei aftur. Líkaminn kemur heim en hugurinn er fastur í þeim hörmungum stríðsins.“ Kasper segir að þessi nálgun hafi verið þeim hvatning til að nálgast uppfærsluna úr frá þessum forsendum og vera meðvituð um möguleika óperuformsins. „Málið er að djúpar tilfinningar geta verið svo ótrúlega almennar og með því að fara eins langt inn í hugarheim þessa eina manns sjáum við sögu Evrópu. Saga manns sem er að brotna niður ásamt fjölskyldunni verður að sögu Evrópu og hið persónulega verður almennt. Eitthvað sem við þekkjum og tengjum við.“Kasper HoltenMikilvægi samkenndarinnar Aðspurður tekur Kasper undir það að styrkleiki óperuformsins sé fólginn í því að fókusinn er á tilfinningarnar umfram veruleika. „Já, ég hef einmitt stundum heyrt fólk segja að eitthvað hafi ekki verið nógu raunverulegt í óperu og því er auðsvarað með því að benda á að persónurnar hafi verið að syngja en ég held að það sé til dæmis frekar lítið um að hermenn í Afganistan gangi um syngjandi,“ segir hann og brosir. „En þessi kjarni óperunnar veitir okkur mikið frelsi. Við mannfólkið erum alltaf að reyna að ná utan um alla hluti og til þess notum við tölur og orð og segjum okkur að það sé eitthvert vit í raunveruleikanum. Að það sé einhver regla á allri þessari kaos sem heimurinn er. Í þeirri baráttu hættir okkur til að setja fram kröfuna um að lífið sé rökrétt eins og orðin og tölurnar sem við notum. Að allt í lífinu sé ferli frá a til b til c og svo framvegis. En svo skoðum við okkar eigið líf og þá sjáum við strax að lífið er ekki rökrétt og við gerum sífellt órökrétta hluti. Við höfum skrýtnar tilfinningar og hoppum um frá a til k til c til f og þarna er tungumál listarinnar – það er frjálst frá rökhyggjunni. Listin getur verið órökrétt og talað við öll þín skynfæri en ekki bara heilann og veitt þér vonandi þá upplifun að við séum ekki ein í þessum heimi. Vegna þess að í veröld þar sem allt á að vera klippt og skorið og rökrétt þá verður manneskjan sífellt meira og meira ein vegna þess að það er erfitt að passa inn í slíka veröld. Í slíkri veröld er ekkert rúm fyrir það hvernig okkur líður eða hvernig við upplifum heiminn. Listin getur sýnt þér að lífið er ekki rökrétt og að við erum ekki ein. Við getum rætt það okkar á milli hvernig er að óttast dauðann eða elska og allar þessar stóru tilfinningar en við erum aldrei viss um að við upplifum þær eins. En í list á borð við óperu þá getum við stundum skynjað þetta saman. Skynjað ástina, óttann og allar þessar tilfinningar. Það er okkur bráðnauðsynlegt og í raun besta æfingin sem við getum gert í því að finna til samkenndar. Og það er vandfundið, eitthvað sem er viðlíka mikilvægt að hafa á valdi sínu í nútíma samfélagi og samkenndina. Þetta er það sem við þjálfum í óperunni vegna þess að þar er verkefni okkar ekki að lýsa raunveruleikanum eða endurspegla tilfinningar fólks, heldur upplifa þær og deila þeim með áhorfendum.“Kasper HoltenNæsta stjarna óperuheimsins Kasper bendir á að óperan er um margt ótrúlega yfirborðskennt listform þar sem mikillar menntunar og færni margra einstaklinga er þörf til þess að koma saman einni sýningu. „En undir öllum því sjónarspili sem til þarf þá er stundum eitthvað sem er margfalt meira satt en raunveruleikinn getur verið. Sjálfur man ég eftir andartaki þar sem ég var sorgmæddari en ég hef verið bæði fyrr og síðar. Ef þú sæir mynd af mér á því andartaki þá sæir þú bara mynd af manni sem stendur og horfir út um glugga. Þú sæir ekki að inni í mér væri heimurinn að springa í tætlur. Við þekkjum öll þessi andartök þegar okkur líður skelfilega og við horfum út um gluggann og sjáum fólk drífa sig í strætó í rigningunni og það er bara venjulegur þriðjudagur hjá þeim. Þann einmanaleika getur raunhyggjan aldrei fangað en hann getum við stundum fangað í óperu, einmitt vegna þess að við erum ekki raunveruleg og getum stundum verið sannari en lífið sjálft.“ Kasper segir að tónlistin og beiting hennar sé órjúfanlegur hluti af þessum eiginleikum óperunnar og að tónlist Daníels Bjarnasonar búi einmitt yfir þessu. „Ég féll samstundis fyrir tónlist Daníels sem er ótrúlega hæfileikaríkt tónskáld. Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég bók um óperu sem kallast En lille bok om opera og þar skrifaði ég að Daníel yrði næsta stjarna óperuheimsins, þannig að það er skriflegt. Málið er að tónsmíð Daníels er svo sérstök og frumleg en um leið svo tengd óperuhefðinni. Þetta er frumleg tónlist sem hreyfir við manni á mjög svo persónulegan og einlægan hátt. Það er í raun með ólíkindum að þetta skuli vera fyrsta ópera Daníels því hann hefur gríðarlega góð tök á þessu mjög svo erfiða formi.Myrkt og miskunnarlaust Það er einmanalegt og erfitt að sitja við og skrifa óperu, vera með alla þessa tónlist og allt sem þarf í höfðinu og koma því á blað, en við hin sem komum inn á seinna stigi njótum hins vegar stuðningsins af því að vinna þetta saman. Ég verð að segja að fyrir mér skapaði Daníel slíkt meistaraverk að það kom mér eiginlega á óvart hversu auðvelt var að setja Brothers á svið. Auðvelt í þeim skilningi að verkið er svo óperulegt. Ég hef sett upp fjölmargar heimsfrumsýningar og fólki er óhætt að trúa því að oft þarf maður að svona hnoða og djöflast á þessu til þess að láta þetta ganga upp. En þetta verk sem Daníel og Kerstin sköpuðu gekk upp frá fyrsta degi,“ segir Kasper og hann heldur áfram að tala um verkið af mikilli ástríðu. „Það er líka alveg ljóst að Daníel skrifaði ekki óperettu. Verkið er dimmt og verður hreint út sagt myrkara eftir því sem á líður. Þetta er miskunnarlaust enda er þetta um erfiðustu tilfinningar mannsins sem þú getur ímyndað þér. Og þó svo það glitti á stöku stað í mögulega hamingju þá er það aldrei nema í andartak. Ég var eilítið hræddur við þetta til þess að byrja með vegna þess að heimur markaðshyggjunnar hefur vanið okkur við að það eigi að vera þarna smá léttleiki og smá svona eitt og annað. En Brothers heillaði áhorfendur einmitt vegna þess að verkið er samkvæmt sjálfu sér og þessari erfiðu sögu. Ég man að ég spurði Daníel hvort hann væri ekki hræddur við að hafa þetta svona myrkt en hann sagði bara að svona væri þetta og við ættum ekki að biðjast afsökunar á því. Ég var sammála því og eftir það litum við aldrei um öxl. Reyndum að vera heiðarleg og einlæg og það var þess virði. Þess vegna vona ég að fólk komi á sýninguna í Reykjavík og sjái að nýja óperan getur verið svo tilfinningaþrungin og getur átt brýnt erindi við samfélagið.“Kasper HoltenAð berjast fyrir sviðslistirnar Fyrir skömmu var tilkynnt um að Kasper Holten tæki í haust við stjórnartaumunum í Det Kongelige Teater í Kaupmannahöfn sem er heimili leikhúss, balletts, óperu og sinfóníutónlistar. Þannig að starfið er stórt og ábyrgðin mikil. Kasper segir að staðan hafi losnað óvænt þar sem fyrri stjórnandi hafi ákveðið að halda til starfa í útgáfugeiranum. Það hafi kannski ekki endilega komið á óvart þar sem allar ríkisreknar lista- og menningarstofnanir séu undir miklu álagi vegna fjárhagslegs niðurskurðar. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir þessar stóru, dýru menningarstofnanir á Vesturlöndum. Fyrirrennari minn þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir sem sköpuðu honum ekki alls staðar vinsældir og ég á eftir að þurfa að gera slíkt hið sama. En ég mun leitast við að taka þær út frá forsendum listanna og mikilvægi þeirra í nútíma samfélagi.“ Kasper segir að það hafi vissulega verið stór ákvörðun að sækjast eftir þessari stöðu því hann hafi að mörgu leyti notið þess að vinna að uppfærslum um víða veröld. „Það felur í sér ákveðið frelsi en ég saknaði samt þessarar langtímahugsunar. Saknaði þess að móta stefnu og fylgja henni eftir og vinna með sama fólkinu að skilgreindu markmiði eins og ég er að fara að gera núna. Að auki er þetta ný áskorun fyrir mig og þó svo að ég þurfi að stíga frá fjölda spennandi verkefna þá koma ný í þeirra stað. Mér finnst ótrúlega spennandi að fá nú það hlutverk að berjast fyrir sviðslistirnar í Danmörku, mikilvægi þeirra og framtíð.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Brothers, ópera eftir Daníel Bjarnason við texta Kerstin Perski í leikstjórn Kasper Holten hlaut frábærar viðtökur í Danmörku á síðasta ári. Kasper sem heillaðist ungur af heimi og möguleikum óperunnar sem hann hefur gert að sínu ævistarfi hefur sterkar skoðanir á hlutverki og mikilvægi lista en næsta haust tekur hann við starfi stjórnanda Det Kongelige Teater í Kaupmannahöfn.Ungur óperunörd Kasper Holten var aðeins 26 ára gamall þegar hann var ráðinn listrænn stjórnandi Konunglegu óperunnar í Kaupmannahöfn. Sjálfur segir hann að val hans á ævistarfi í leikhúsi og sviðslistum hafi óneitanlega verið aðeins á skjön við það umhverfi sem hann ólst upp í því að foreldrar hans störfuðu báðir í bankageiranum. „Móðir mín stýrði Seðlabanka Danmerkur og undirskrift hennar var á peningaseðlunum og faðir minn var líka bankamaður. Tengdafaðir minn var viðskiptaráðherra og allt umhverfi fjölskyldunnar hefur alltaf verið að vinna með peninga. En ég valdi að gerast óperuleikstjóri og bróðir minn rekur listasafn í Þýskalandi eftir að hafa átt feril sem ballettdansari, þannig að eitthvað hefur orðið til þess að kveikja áhuga okkar á menningu og listum. Kannski er skýringuna að finna í því að ég skemmdi sjónvarpið okkar þegar ég var tveggja ára og foreldrar mínir ákváðu að sleppa því að endurnýja það. Ég fór sjaldan í bíó, las mikið og þegar ég var um níu ára fóru foreldrar mínir með mig í leikhús fyrir fullorðna í fyrsta sinn. Það varð algjör sprenging í hausnum á mér. Þannig að ég vildi meira og þá fóru þau með mig á Carmen og þar varð ég algjörlega heillaður af þessum samruna ólíkra listgreina.“ Kasper segir að mögulega hafi það haft sitt að segja að hann var frekar feiminn sem barn en með tilkomu óperulistarinnar hafi hann fundið tungumál yfir tilfinningar sem bjuggu innra með honum. „Ég held að það sé ákveðin skýring á því hversu heltekinn ég varð af óperunni. Foreldrar mínir fóru með mér á aðra sýningu nokkru seinna en nenntu engan veginn að mæta jafn oft og ég, þannig að frá ellefu ára aldri var mér skutlað á óperusýningar,“ segir Kasper og hlær við tilhugsunina. „Ég var á skömmum tíma orðinn algjör óperunörd. Útbjó leikfangasvið þar sem ég setti upp mínar eigin óperur og nýtti öll tækifæri til þess að komast á sýningar. Ég átti reyndar alltaf von á því að þetta yrði bara áhugamál en það eru ótrúleg forréttindi fólgin í því að hafa getað gert ástríðu sína að ævistarfi. Fyrir það er ég afar þakklátur.“Kasper HoltenFramtíð sviðslista Kasper hefur á ferli sínum verið óhræddur við að tjá sig um stöðu listarinnar og mikilvægi í vestrænum samfélögum. Hann hefur á orði að mikilvægi sviðslista hafi líkast til sjaldan eða aldrei verið meira þar sem við neytum lista og menningar sífellt meira í einrúmi fyrir framan sjónvarp, tölvu eða síma. „Það ríkir ákveðinn ótti í menningarheiminum við stafrænu tæknina og alla þessa nýju miðla. Ótti við að þetta muni ríða þessum listgreinum að fullu. Sjálfur er ég á því að þessu sé hins vega þveröfugt farið enda höfum við alveg séð þennan ótta áður. Þegar plötur komu fyrst sögðu margir að þar með væri óperulistin búin að vera og svo átti sjónvarpið að ganga af hinu og þessu dauðu. Og það er auðvitað þannig að ef þú lítur á þig sem fórnarlamb þá endarðu sem fórnarlamb. Þetta er spurning um viðhorf og að stökkva á tækifærin sem eru fólgin í þessari þróun. Ég er á því að þeim mun meira sem við neytum menningar í þessu sjálfhverfa umhverfi, þeim mun hungraðri verðum við. Hungraði eftir reynslunni sem er fólgin í því að fara í leikhús, á tónleika og svo framvegis. Setjast niður og slökkva á þessum möguleika að velja og neyta ein og í einrúmi og ég held að það muni leiða til mikillar eftirspurnar eftir því að njóta lista saman. Eftir því að þurfa að leggja sig fram og deila þeim upplifunum með öðru fólki. Upplifunum sem eru lifandi og raunverulegar. Í leikhúsinu búum við að þessari hráu þörf fyrir ímyndunaraflið því leikhús er dáldið kjánalegt. Við setjumst niður með fullt af fólki og ákveðum saman að þykjast vera í Róm árið 1800 þó svo að við vitum að svo sé ekki. En ef við sjáum bíómynd þá er hreinlega farið með okkur á staðinn með öllu því sjónarspili sem þar er að finna. En í þessu er fegurð leikhússins fólgin; það krefur þig um að nota ímyndunaraflið. Þetta er það sem við eigum eftir að þrá í sífellt auknum mæli á komandi tímum og í þeirri þrá er fólgin framtíð sviðslista.“Kasper HoltenEndurheimtu goðsöguna Kasper Holten hefur haft á orði að styrkur sviðslistanna liggi meðal annars í því með hversu fjölbreyttum hætti sé hægt að segja sögur og þannig ná til ólíkra einstaklinga á ólíkum tímum. Hann bendir á að óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason sé gott dæmi um þetta því þetta hafi ekki aðeins verið kvikmynd eftir Susanne Bier á sínum tíma, heldur sé hér á ferðinni mjög gömul saga. „Þetta er sagan um heimkomu Ódysseifs sem varð síðar að einni fyrstu óperu heimsins og þessi saga er mikilvæg í menningarsögu Evrópu. Vegna þess að saga álfunnar er uppfull af styrjöldum og hermönnum sem snúa heim og eiga erfitt með að aðlagast samfélaginu. Það er jafnvel mælikvarði á samfélög hversu vel við meðhöndlum hermenn sem snúa heim úr stríði. En einnig vegna þess að þetta er saga um að hafa farið burt og snúa aftur heim alveg óháð hermennskunni. Það er tilfinning sem mörg okkar þekkja út frá því að fara út í heim en eiga erfitt með að höndla hversdaginn eftir að við snúum aftur.“ Kasper segir að fegurðin í Brothers sé einnig fólgin í því að upprunalega er þetta goðsaga sem kvikmynd Susanne gerir að skýrt afmörkuðu söguefni en svo endurheimti óperan goðsöguna. „Óperuformið á svo gott með að vinna með goðsögur á meðan það hentar kvikmynd betur að segja tilteknar og afmarkaðar sögur. Til þess að ná þessu fram nota Daníel og Kerstin verkfæri óperunnar eins og til að mynda kórinn og veita okkur innsýn í hugarheim hermannsins. Þau beita einnig sífellt örari endurliti þar sem hermaðurinn er fastur í Afganistan og þó svo að það sé ekki rétt línuleg frásögn þá er einmitt það sem gerðist í raun og veru í hans hugarheimi, því sagan er um það hvernig hann snýr í raun aldrei aftur. Líkaminn kemur heim en hugurinn er fastur í þeim hörmungum stríðsins.“ Kasper segir að þessi nálgun hafi verið þeim hvatning til að nálgast uppfærsluna úr frá þessum forsendum og vera meðvituð um möguleika óperuformsins. „Málið er að djúpar tilfinningar geta verið svo ótrúlega almennar og með því að fara eins langt inn í hugarheim þessa eina manns sjáum við sögu Evrópu. Saga manns sem er að brotna niður ásamt fjölskyldunni verður að sögu Evrópu og hið persónulega verður almennt. Eitthvað sem við þekkjum og tengjum við.“Kasper HoltenMikilvægi samkenndarinnar Aðspurður tekur Kasper undir það að styrkleiki óperuformsins sé fólginn í því að fókusinn er á tilfinningarnar umfram veruleika. „Já, ég hef einmitt stundum heyrt fólk segja að eitthvað hafi ekki verið nógu raunverulegt í óperu og því er auðsvarað með því að benda á að persónurnar hafi verið að syngja en ég held að það sé til dæmis frekar lítið um að hermenn í Afganistan gangi um syngjandi,“ segir hann og brosir. „En þessi kjarni óperunnar veitir okkur mikið frelsi. Við mannfólkið erum alltaf að reyna að ná utan um alla hluti og til þess notum við tölur og orð og segjum okkur að það sé eitthvert vit í raunveruleikanum. Að það sé einhver regla á allri þessari kaos sem heimurinn er. Í þeirri baráttu hættir okkur til að setja fram kröfuna um að lífið sé rökrétt eins og orðin og tölurnar sem við notum. Að allt í lífinu sé ferli frá a til b til c og svo framvegis. En svo skoðum við okkar eigið líf og þá sjáum við strax að lífið er ekki rökrétt og við gerum sífellt órökrétta hluti. Við höfum skrýtnar tilfinningar og hoppum um frá a til k til c til f og þarna er tungumál listarinnar – það er frjálst frá rökhyggjunni. Listin getur verið órökrétt og talað við öll þín skynfæri en ekki bara heilann og veitt þér vonandi þá upplifun að við séum ekki ein í þessum heimi. Vegna þess að í veröld þar sem allt á að vera klippt og skorið og rökrétt þá verður manneskjan sífellt meira og meira ein vegna þess að það er erfitt að passa inn í slíka veröld. Í slíkri veröld er ekkert rúm fyrir það hvernig okkur líður eða hvernig við upplifum heiminn. Listin getur sýnt þér að lífið er ekki rökrétt og að við erum ekki ein. Við getum rætt það okkar á milli hvernig er að óttast dauðann eða elska og allar þessar stóru tilfinningar en við erum aldrei viss um að við upplifum þær eins. En í list á borð við óperu þá getum við stundum skynjað þetta saman. Skynjað ástina, óttann og allar þessar tilfinningar. Það er okkur bráðnauðsynlegt og í raun besta æfingin sem við getum gert í því að finna til samkenndar. Og það er vandfundið, eitthvað sem er viðlíka mikilvægt að hafa á valdi sínu í nútíma samfélagi og samkenndina. Þetta er það sem við þjálfum í óperunni vegna þess að þar er verkefni okkar ekki að lýsa raunveruleikanum eða endurspegla tilfinningar fólks, heldur upplifa þær og deila þeim með áhorfendum.“Kasper HoltenNæsta stjarna óperuheimsins Kasper bendir á að óperan er um margt ótrúlega yfirborðskennt listform þar sem mikillar menntunar og færni margra einstaklinga er þörf til þess að koma saman einni sýningu. „En undir öllum því sjónarspili sem til þarf þá er stundum eitthvað sem er margfalt meira satt en raunveruleikinn getur verið. Sjálfur man ég eftir andartaki þar sem ég var sorgmæddari en ég hef verið bæði fyrr og síðar. Ef þú sæir mynd af mér á því andartaki þá sæir þú bara mynd af manni sem stendur og horfir út um glugga. Þú sæir ekki að inni í mér væri heimurinn að springa í tætlur. Við þekkjum öll þessi andartök þegar okkur líður skelfilega og við horfum út um gluggann og sjáum fólk drífa sig í strætó í rigningunni og það er bara venjulegur þriðjudagur hjá þeim. Þann einmanaleika getur raunhyggjan aldrei fangað en hann getum við stundum fangað í óperu, einmitt vegna þess að við erum ekki raunveruleg og getum stundum verið sannari en lífið sjálft.“ Kasper segir að tónlistin og beiting hennar sé órjúfanlegur hluti af þessum eiginleikum óperunnar og að tónlist Daníels Bjarnasonar búi einmitt yfir þessu. „Ég féll samstundis fyrir tónlist Daníels sem er ótrúlega hæfileikaríkt tónskáld. Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég bók um óperu sem kallast En lille bok om opera og þar skrifaði ég að Daníel yrði næsta stjarna óperuheimsins, þannig að það er skriflegt. Málið er að tónsmíð Daníels er svo sérstök og frumleg en um leið svo tengd óperuhefðinni. Þetta er frumleg tónlist sem hreyfir við manni á mjög svo persónulegan og einlægan hátt. Það er í raun með ólíkindum að þetta skuli vera fyrsta ópera Daníels því hann hefur gríðarlega góð tök á þessu mjög svo erfiða formi.Myrkt og miskunnarlaust Það er einmanalegt og erfitt að sitja við og skrifa óperu, vera með alla þessa tónlist og allt sem þarf í höfðinu og koma því á blað, en við hin sem komum inn á seinna stigi njótum hins vegar stuðningsins af því að vinna þetta saman. Ég verð að segja að fyrir mér skapaði Daníel slíkt meistaraverk að það kom mér eiginlega á óvart hversu auðvelt var að setja Brothers á svið. Auðvelt í þeim skilningi að verkið er svo óperulegt. Ég hef sett upp fjölmargar heimsfrumsýningar og fólki er óhætt að trúa því að oft þarf maður að svona hnoða og djöflast á þessu til þess að láta þetta ganga upp. En þetta verk sem Daníel og Kerstin sköpuðu gekk upp frá fyrsta degi,“ segir Kasper og hann heldur áfram að tala um verkið af mikilli ástríðu. „Það er líka alveg ljóst að Daníel skrifaði ekki óperettu. Verkið er dimmt og verður hreint út sagt myrkara eftir því sem á líður. Þetta er miskunnarlaust enda er þetta um erfiðustu tilfinningar mannsins sem þú getur ímyndað þér. Og þó svo það glitti á stöku stað í mögulega hamingju þá er það aldrei nema í andartak. Ég var eilítið hræddur við þetta til þess að byrja með vegna þess að heimur markaðshyggjunnar hefur vanið okkur við að það eigi að vera þarna smá léttleiki og smá svona eitt og annað. En Brothers heillaði áhorfendur einmitt vegna þess að verkið er samkvæmt sjálfu sér og þessari erfiðu sögu. Ég man að ég spurði Daníel hvort hann væri ekki hræddur við að hafa þetta svona myrkt en hann sagði bara að svona væri þetta og við ættum ekki að biðjast afsökunar á því. Ég var sammála því og eftir það litum við aldrei um öxl. Reyndum að vera heiðarleg og einlæg og það var þess virði. Þess vegna vona ég að fólk komi á sýninguna í Reykjavík og sjái að nýja óperan getur verið svo tilfinningaþrungin og getur átt brýnt erindi við samfélagið.“Kasper HoltenAð berjast fyrir sviðslistirnar Fyrir skömmu var tilkynnt um að Kasper Holten tæki í haust við stjórnartaumunum í Det Kongelige Teater í Kaupmannahöfn sem er heimili leikhúss, balletts, óperu og sinfóníutónlistar. Þannig að starfið er stórt og ábyrgðin mikil. Kasper segir að staðan hafi losnað óvænt þar sem fyrri stjórnandi hafi ákveðið að halda til starfa í útgáfugeiranum. Það hafi kannski ekki endilega komið á óvart þar sem allar ríkisreknar lista- og menningarstofnanir séu undir miklu álagi vegna fjárhagslegs niðurskurðar. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir þessar stóru, dýru menningarstofnanir á Vesturlöndum. Fyrirrennari minn þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir sem sköpuðu honum ekki alls staðar vinsældir og ég á eftir að þurfa að gera slíkt hið sama. En ég mun leitast við að taka þær út frá forsendum listanna og mikilvægi þeirra í nútíma samfélagi.“ Kasper segir að það hafi vissulega verið stór ákvörðun að sækjast eftir þessari stöðu því hann hafi að mörgu leyti notið þess að vinna að uppfærslum um víða veröld. „Það felur í sér ákveðið frelsi en ég saknaði samt þessarar langtímahugsunar. Saknaði þess að móta stefnu og fylgja henni eftir og vinna með sama fólkinu að skilgreindu markmiði eins og ég er að fara að gera núna. Að auki er þetta ný áskorun fyrir mig og þó svo að ég þurfi að stíga frá fjölda spennandi verkefna þá koma ný í þeirra stað. Mér finnst ótrúlega spennandi að fá nú það hlutverk að berjast fyrir sviðslistirnar í Danmörku, mikilvægi þeirra og framtíð.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira