Traustur stuðningur við virkjun á Vestfjörðum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 12. janúar 2020 20:00 Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016. Í áætluninni eru tveir vatnsaflsvirkjunarkostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Áætlunin hefur tvisvar verið lögð fram áður af fyrri umhverfisráðherrum. Hvalárvirkjun er komin í lokarannsóknir og er vænlegur kostur. Austurgilsvirkjun er skemmra á veg komin en er líka álitleg, sérstaklega þar sem aukin framleiðsla á svæðinu lækkar stofnkostnað pr einingu við línur og tengivirki og eykur hagkvæmni. Allra hagur Raforkumál á Vestfjörðum eru í ólestri og hefur svo verið lengi. Framleiðslan í fjórðungnum er aðeins um þriðjungur af notkuninni og er rafmagn flutt að úr fjarlægum landshlutum. Flutningslínur eru ótraustar og útsláttur tíður. Skortur á rafmagni veldur því að tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu hafa farið framhjá garði. Þessar tvær virkjanir munu gerbreyta stöðunni og valda straumhvörfum á Vestfjörðum. Uppsett afl þeirra verður 90 MW og orkugeta þeirra um 550 Gwh. Orkugeta Mjólkár, stærstu virkjunar á Vestfjörðum er aðeins 70 Gwh. Nýju virkjanirnar verða tengdar flutningskerfinu með nýjum línum. Orkan verður því örugg fyrir orkukaupendur á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Það mun auka raforkuöryggi landsmanna allra verulega að rafmagn verði framleitt á Vestfjörðum, utan annarra framleiðslusvæða. Málamiðlun Umhverfisráðherrann hefur beitt sér gegn Hvalárvirkjun bæði leynt og ljóst, fyrst sem framkvæmdastjóri Landverndar og svo sem ráðherra. Síðustu tvö ár hefur Landvernd lagt allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun og hefur fengið mikið rúm í fjölmiðlum til þess að reka áróður sinn. En nú hefur ráðherrann snúið við blaðinu og leggur til að virkjanirnar tvær verði í nýtingarflokki. Það er óbreytt staða varðandi Hvalárvirkjun þar sem Alþingi hefur tvívegis samþykkt hana í nýtingarflokk rammaáætlunar. En til viðbótar leggur ráðherrann til að Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal verði einnig í nýtingarflokki. Þetta skýrir ráðherrann með því að gera þurfi málamiðlun. Hann telur rammaáætlunina mikilvæga. Hún sé ýtarlegt samráðsferli þar sem allir þættir málsins séu skoðaðir og allir aðilar komi að. Tillagan að rammaáætlun 3 er niðurstaðan úr því ferli og vissulega sé byggð á málamiðlun. En málamiðlunin þýðir að allir standa að niðurstöðunni og binda sig við stuðning við áætlunina. Ráðherranum finnst mikilvægra að samkomulagið standi en að berjast gegn einstökum liðun sem hann hefði viljað hafa öðruvísi. Eftir tvö ár í embætti er Umhverfisráðherra loksins ljóst að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki vegna þess að stuðningur er við það. Honum er væntanlega þá líka ljóst að stöðugar tilraunir til þess að rjúfa það samkomulag hefur þær afleiðingar að heildarsamkomulagið raknar upp. Þá verður ekki bara hann og Landvernd óbundnir af samkomulaginu heldur allir hinir. Þá verður alls óvíst um efndir á samkomulagi um þá virkjunarkosti sem eru nú í verndarflokki og biðflokki. Það verður að standa heils hugar að samkomulagi. Annað er eins og kaupthinking útrásarvíkinganna. Landsmenn styðja virkjun á Vestfjörðum Gögn í rammaáætlun 3 sýna traustan stuðning við vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðamikla könnun í mars 2016 um afstöðu almennings til fimm virkjunarkosta og fylgdu niðurstöðurnar með rammaáætlun 3. Virkjun á Vestfjörðum nýtur stuðnings 42% svarenda en 26% eru andvígir. Þriðjungur tekur ekki afstöðu. Þetta þýðir að 62% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Athyglisvert er að virkjun á Vestfjörðum á meirihlutastuðning bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 36% og 29% eru andvígir. Það er 55% þeirra sem afstöðu taka. Á landsbyggðinni eru 49% hlynntir og aðeins 20% andvígir, sem er 71% þeirra sem afstöðu taka. Aðrir vatnsaflsvirkjunarkostir sem spurt var um voru fjórir, í Þjórsá, Skjálfandafljóti, Skagafirði og Skaftárhreppi, og í öllum tilvikum voru fleiri andvígir en hlynntir, þótt ekki munaði miklu. Svarendur styðja virkjun á Vestfjörðum. Í mars á síðasta ári fékk Vestfjarðastofa Gallup til að gera aðra skoðanakönnun. Spurt var um stuðning við Hvalárvirkjun. Niðurstaðan var að 41% landsmanna styður virkjunina en 31% eru andvíg. Það þýðir 57% af þeim sem afstöðu taka. Viðhorfsbreytingin á þremur árum er sáralítil. Það er traustur meirihluti fyrir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Það er sú staðreynd sem Umhverfisráðherra og Landvernd eru að reka sig á. Það eru góð rök fyrir virkjun á Vestfjörðum og það ræður úrslitum. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Kristinn H. Gunnarsson Orkumál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Sjá meira
Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016. Í áætluninni eru tveir vatnsaflsvirkjunarkostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Áætlunin hefur tvisvar verið lögð fram áður af fyrri umhverfisráðherrum. Hvalárvirkjun er komin í lokarannsóknir og er vænlegur kostur. Austurgilsvirkjun er skemmra á veg komin en er líka álitleg, sérstaklega þar sem aukin framleiðsla á svæðinu lækkar stofnkostnað pr einingu við línur og tengivirki og eykur hagkvæmni. Allra hagur Raforkumál á Vestfjörðum eru í ólestri og hefur svo verið lengi. Framleiðslan í fjórðungnum er aðeins um þriðjungur af notkuninni og er rafmagn flutt að úr fjarlægum landshlutum. Flutningslínur eru ótraustar og útsláttur tíður. Skortur á rafmagni veldur því að tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu hafa farið framhjá garði. Þessar tvær virkjanir munu gerbreyta stöðunni og valda straumhvörfum á Vestfjörðum. Uppsett afl þeirra verður 90 MW og orkugeta þeirra um 550 Gwh. Orkugeta Mjólkár, stærstu virkjunar á Vestfjörðum er aðeins 70 Gwh. Nýju virkjanirnar verða tengdar flutningskerfinu með nýjum línum. Orkan verður því örugg fyrir orkukaupendur á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Það mun auka raforkuöryggi landsmanna allra verulega að rafmagn verði framleitt á Vestfjörðum, utan annarra framleiðslusvæða. Málamiðlun Umhverfisráðherrann hefur beitt sér gegn Hvalárvirkjun bæði leynt og ljóst, fyrst sem framkvæmdastjóri Landverndar og svo sem ráðherra. Síðustu tvö ár hefur Landvernd lagt allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun og hefur fengið mikið rúm í fjölmiðlum til þess að reka áróður sinn. En nú hefur ráðherrann snúið við blaðinu og leggur til að virkjanirnar tvær verði í nýtingarflokki. Það er óbreytt staða varðandi Hvalárvirkjun þar sem Alþingi hefur tvívegis samþykkt hana í nýtingarflokk rammaáætlunar. En til viðbótar leggur ráðherrann til að Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal verði einnig í nýtingarflokki. Þetta skýrir ráðherrann með því að gera þurfi málamiðlun. Hann telur rammaáætlunina mikilvæga. Hún sé ýtarlegt samráðsferli þar sem allir þættir málsins séu skoðaðir og allir aðilar komi að. Tillagan að rammaáætlun 3 er niðurstaðan úr því ferli og vissulega sé byggð á málamiðlun. En málamiðlunin þýðir að allir standa að niðurstöðunni og binda sig við stuðning við áætlunina. Ráðherranum finnst mikilvægra að samkomulagið standi en að berjast gegn einstökum liðun sem hann hefði viljað hafa öðruvísi. Eftir tvö ár í embætti er Umhverfisráðherra loksins ljóst að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki vegna þess að stuðningur er við það. Honum er væntanlega þá líka ljóst að stöðugar tilraunir til þess að rjúfa það samkomulag hefur þær afleiðingar að heildarsamkomulagið raknar upp. Þá verður ekki bara hann og Landvernd óbundnir af samkomulaginu heldur allir hinir. Þá verður alls óvíst um efndir á samkomulagi um þá virkjunarkosti sem eru nú í verndarflokki og biðflokki. Það verður að standa heils hugar að samkomulagi. Annað er eins og kaupthinking útrásarvíkinganna. Landsmenn styðja virkjun á Vestfjörðum Gögn í rammaáætlun 3 sýna traustan stuðning við vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðamikla könnun í mars 2016 um afstöðu almennings til fimm virkjunarkosta og fylgdu niðurstöðurnar með rammaáætlun 3. Virkjun á Vestfjörðum nýtur stuðnings 42% svarenda en 26% eru andvígir. Þriðjungur tekur ekki afstöðu. Þetta þýðir að 62% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Athyglisvert er að virkjun á Vestfjörðum á meirihlutastuðning bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 36% og 29% eru andvígir. Það er 55% þeirra sem afstöðu taka. Á landsbyggðinni eru 49% hlynntir og aðeins 20% andvígir, sem er 71% þeirra sem afstöðu taka. Aðrir vatnsaflsvirkjunarkostir sem spurt var um voru fjórir, í Þjórsá, Skjálfandafljóti, Skagafirði og Skaftárhreppi, og í öllum tilvikum voru fleiri andvígir en hlynntir, þótt ekki munaði miklu. Svarendur styðja virkjun á Vestfjörðum. Í mars á síðasta ári fékk Vestfjarðastofa Gallup til að gera aðra skoðanakönnun. Spurt var um stuðning við Hvalárvirkjun. Niðurstaðan var að 41% landsmanna styður virkjunina en 31% eru andvíg. Það þýðir 57% af þeim sem afstöðu taka. Viðhorfsbreytingin á þremur árum er sáralítil. Það er traustur meirihluti fyrir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Það er sú staðreynd sem Umhverfisráðherra og Landvernd eru að reka sig á. Það eru góð rök fyrir virkjun á Vestfjörðum og það ræður úrslitum. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun