Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 12. janúar 2020 23:15 Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Uppfært 23:15 Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar. Enn sem komið er er ómögulegt að segja hve margir þurfa að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ástandið ekki gott. Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Þar að auki eru fjölmargir farþegar fastir í tíu flugvélum á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni sjálfri. Landgangar á flugstöðinni hafa verið teknir í notkun aftur og er verið að byrja á að koma flugvélunum upp að þeim. Mikið hefur snjóað á svæðinu og þarf að hreinsa snjóinn. Átta flugvélum frá Icelandair var lent í kvöld með um 1.200 farþegum. Þau munu þó líklega verja nóttinni í flugstöðinni þar sem vegurinn frá henni er lokaður vegna ófærðar og fastra bíla. Icelandair felldi niður allt flug frá Keflavík í kvöld en tveimur flugvélum var lent á Egilsstöðum. Farþegar Icelandair verða þar í nótt. Hin flugvélin var frá Easy Jet og ekki liggur fyrir hvar farþegar hennar munu verja nóttinni. Skildu bílana eftir og gengu Ekki var örtröðin minni á jörðu niðri. Gífurleg umferð var við flugvöllinn og gekk hún einkar hægt vegna veðurs. Lögreglan sagði frá því í kvöld að einhverjir hefðu talið sig vera að missa af flugi og tóku því upp á því að ganga til flugstöðvarinnar. Af því skapaðist mikil hætta og var fólkinu komið í var í bílum sem sitja fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og fastra bíla. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í kvöld að stærsta verkefni björgunarsveitarfólks væri að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. segir að búið sé að kalla út allar björgunarsveitir Suðurnesja. Nóg sé af verkefnum vegna veðursins en það stærsta sé að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ómögulegt að segja til um hve margir þurfi í fjöldahjálparstöðina sem verið sé að opna. Auk farþega á Keflavíkurflugvelli sé einnig um að ræða farþega fjölda bíla og enn sem komið er sé ekki hægt að vita hve margir eru í hverjum bíl. „Við erum að gera allt til að greiða úr þessum vanda og koma fólki í hús,“ segir Ólafur. Ástandið ekki gott Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við fréttastofu að ástandið á Reykjanesbraut sé ekki gott. Björgunarsveitir og lögregla vinni að því að koma fólki út bílum, sem eru fastir á brautinni, í fjöldahjálparstöð sem hefur verið opnuð í íþóttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Kjartan segir að þegar hafi björgunarsveitir og lögregla komið með tvö hundruð manns þangað. Enn sé óljóst hversu margir munu koma því ekki sé vitað hversu margir séu í bílunum sem séu fastir. Kjartan gerir þó ráð fyrir því að þeir verði fleiri. Í fjöldahjálparstöðinni eru það sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn sem taka á móti fólkinu en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum. Kjartan segir alveg óljóst hversu lengi þetta ástand muni vara. Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Samgöngur Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Uppfært 23:15 Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar. Enn sem komið er er ómögulegt að segja hve margir þurfa að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ástandið ekki gott. Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Þar að auki eru fjölmargir farþegar fastir í tíu flugvélum á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni sjálfri. Landgangar á flugstöðinni hafa verið teknir í notkun aftur og er verið að byrja á að koma flugvélunum upp að þeim. Mikið hefur snjóað á svæðinu og þarf að hreinsa snjóinn. Átta flugvélum frá Icelandair var lent í kvöld með um 1.200 farþegum. Þau munu þó líklega verja nóttinni í flugstöðinni þar sem vegurinn frá henni er lokaður vegna ófærðar og fastra bíla. Icelandair felldi niður allt flug frá Keflavík í kvöld en tveimur flugvélum var lent á Egilsstöðum. Farþegar Icelandair verða þar í nótt. Hin flugvélin var frá Easy Jet og ekki liggur fyrir hvar farþegar hennar munu verja nóttinni. Skildu bílana eftir og gengu Ekki var örtröðin minni á jörðu niðri. Gífurleg umferð var við flugvöllinn og gekk hún einkar hægt vegna veðurs. Lögreglan sagði frá því í kvöld að einhverjir hefðu talið sig vera að missa af flugi og tóku því upp á því að ganga til flugstöðvarinnar. Af því skapaðist mikil hætta og var fólkinu komið í var í bílum sem sitja fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og fastra bíla. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í kvöld að stærsta verkefni björgunarsveitarfólks væri að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. segir að búið sé að kalla út allar björgunarsveitir Suðurnesja. Nóg sé af verkefnum vegna veðursins en það stærsta sé að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ómögulegt að segja til um hve margir þurfi í fjöldahjálparstöðina sem verið sé að opna. Auk farþega á Keflavíkurflugvelli sé einnig um að ræða farþega fjölda bíla og enn sem komið er sé ekki hægt að vita hve margir eru í hverjum bíl. „Við erum að gera allt til að greiða úr þessum vanda og koma fólki í hús,“ segir Ólafur. Ástandið ekki gott Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við fréttastofu að ástandið á Reykjanesbraut sé ekki gott. Björgunarsveitir og lögregla vinni að því að koma fólki út bílum, sem eru fastir á brautinni, í fjöldahjálparstöð sem hefur verið opnuð í íþóttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Kjartan segir að þegar hafi björgunarsveitir og lögregla komið með tvö hundruð manns þangað. Enn sé óljóst hversu margir munu koma því ekki sé vitað hversu margir séu í bílunum sem séu fastir. Kjartan gerir þó ráð fyrir því að þeir verði fleiri. Í fjöldahjálparstöðinni eru það sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn sem taka á móti fólkinu en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum. Kjartan segir alveg óljóst hversu lengi þetta ástand muni vara.
Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Samgöngur Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira