Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2020 19:54 Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni. Um sé að ræða hættulegt eiturlyf sem geti valdið langvarandi heilsutapi. DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Upp á síðkastið hefur borið á efninu til sölu á samskiptaappi þar sem fíkniefni ganga kaupum og sölu. Svokallaðir DMT pennar, sem minna á rafrettur, eru þar til sölu. „Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni þegar það koma inn tilkynningar eða grunur um að ný efni séu að koma á fíkniefnamarkað,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um að DMT gangi nú kaupum og sölu í Reykjavík. „Það sem við óttumst kannski helst er það að þegar það kemur inn eitthvað nýtt er það látið líta út fyrir að vera eitthvað hættuminna eða eitthvað annað en það raunverulega er. En auðvitað er þarna bara um hættuleg fíkniefni að ræða,“ segir Þórir. Hann segir að lögregla reyni alltaf að fylgjast vel með sölu fíkniefna á netinu og muni fylgjast grannt með þróun neyslu efnisins. Eins og nafnið gefur til kynna kallar neysla þess fram kröftug ofskynjunaráhrif. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Þórir. „Þetta er ekki lyf, þetta er eiturlyf og þetta er í raun skylt LSD og er ofskynjunarlyf og er mjög hættulegt og getur í raun og veru valdið langvarandi heilsutapi fyrir þá sem gætu neytt þess. Svo má ekki gleyma því að allt er þetta ólöglegur varningur og getur í raun og veru innihaldið allt á milli himins og jarðar.“ Fíkn Lögreglumál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni. Um sé að ræða hættulegt eiturlyf sem geti valdið langvarandi heilsutapi. DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Upp á síðkastið hefur borið á efninu til sölu á samskiptaappi þar sem fíkniefni ganga kaupum og sölu. Svokallaðir DMT pennar, sem minna á rafrettur, eru þar til sölu. „Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni þegar það koma inn tilkynningar eða grunur um að ný efni séu að koma á fíkniefnamarkað,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um að DMT gangi nú kaupum og sölu í Reykjavík. „Það sem við óttumst kannski helst er það að þegar það kemur inn eitthvað nýtt er það látið líta út fyrir að vera eitthvað hættuminna eða eitthvað annað en það raunverulega er. En auðvitað er þarna bara um hættuleg fíkniefni að ræða,“ segir Þórir. Hann segir að lögregla reyni alltaf að fylgjast vel með sölu fíkniefna á netinu og muni fylgjast grannt með þróun neyslu efnisins. Eins og nafnið gefur til kynna kallar neysla þess fram kröftug ofskynjunaráhrif. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Þórir. „Þetta er ekki lyf, þetta er eiturlyf og þetta er í raun skylt LSD og er ofskynjunarlyf og er mjög hættulegt og getur í raun og veru valdið langvarandi heilsutapi fyrir þá sem gætu neytt þess. Svo má ekki gleyma því að allt er þetta ólöglegur varningur og getur í raun og veru innihaldið allt á milli himins og jarðar.“
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira