Sigur strákanna okkar á Dönum í gær var frækinn og glæsilegur. Þetta er fjórða mótið í röð sem strákarnir byrja svona vel en þeim tókst samt að klúðra frábærri stöðu í síðustu tveimur keppnum og fara heim eftir riðlakeppnina.
Í Póllandi árið 2016 unnu strákarnir frábæran sigur, 26-25, á sterku liði Noregs en tapaði svo gegn Hvít-Rússum, 38-39, og Króatíu, 28-37.
Á EM í Króatíu 2018 voru það Svíar sem lágu í valnum gegn okkar mönnum í fyrsta leik, 26-24, en svo komu töp gegn Króötum, 22-29, og svo gegn Serbum, 26-29.
Strákarnir eru mjög meðvitaðir um þessa kunnuglega stöðu og voru byrjaðir að ræða það strax í gær að halda haus. Það á ekki að klúðra góðri stöðu þriðja EM í röð.

