Býst fastlega við því að verkfallið verði samþykkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 13:03 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg lauk nú klukkan tólf. Átján hundruð manns eru kjörskrá. Formaður Eflingar bjóst við því í hádeginu að kjörsókn næði sextíu prósentum. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu um að lægstu laun hækki um rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt en utankjörfundaratkvæði voru greidd upp á gamla mátann, með blaði og penna. Enn á því eftir að telja þau og ættu úrslit að vera ljós nú síðdegis. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar, þar sem hún ræddi við fréttamann í húsakynnum Eflingar í beinni útsendingu, að kjörsókn væri mjög góð. „Ég hugsa að við förum yfir sextíu prósent þegar við erum búin að telja og fara í gegnum þetta allt saman,“ sagði Sólveig Anna. „Verði þetta samþykkt, sem ég á fastlega von á, þá er fyrsti verkfallsdagur 4. febrúar. Þá leggjum við niður störf 12:30 og verðum í verkfalli til tólf á miðnætti. Leikskólastarfsfólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu mun þá fara í verkfall.“ Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar ræddi verkfallið og kjör félagsmanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má hlusta á fyrri hluta viðtalsins við hann. Og hér að neðan má finna seinni hluta viðtalsins við Viðar úr Sprengisandi. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg lauk nú klukkan tólf. Átján hundruð manns eru kjörskrá. Formaður Eflingar bjóst við því í hádeginu að kjörsókn næði sextíu prósentum. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu um að lægstu laun hækki um rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt en utankjörfundaratkvæði voru greidd upp á gamla mátann, með blaði og penna. Enn á því eftir að telja þau og ættu úrslit að vera ljós nú síðdegis. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar, þar sem hún ræddi við fréttamann í húsakynnum Eflingar í beinni útsendingu, að kjörsókn væri mjög góð. „Ég hugsa að við förum yfir sextíu prósent þegar við erum búin að telja og fara í gegnum þetta allt saman,“ sagði Sólveig Anna. „Verði þetta samþykkt, sem ég á fastlega von á, þá er fyrsti verkfallsdagur 4. febrúar. Þá leggjum við niður störf 12:30 og verðum í verkfalli til tólf á miðnætti. Leikskólastarfsfólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu mun þá fara í verkfall.“ Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar ræddi verkfallið og kjör félagsmanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má hlusta á fyrri hluta viðtalsins við hann. Og hér að neðan má finna seinni hluta viðtalsins við Viðar úr Sprengisandi.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30
Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30