Þeim sem eru í fjarvinnu heima fjölgar mikið milli ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2020 10:24 Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sést hér lesa fréttir á Bylgjunni heiman frá sér í apríl. Með henni á myndinni er dóttir hennar, Ísabella Ellen Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði þeim verulega sem unnu sitt aðalstarf venjulega eð stundum í fjarvinnu heima sé miðað við síðasta ár. Þetta kemur fram í greiningu Hagstofunnar á vinnumarkaðnum á fyrstu þremur mánuðum 2019 en trúlegt er að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti nokkuð í þessari aukningu. „Á fyrsta ársfjórðungi 2020 vann að jafnaði 39,0% launafólks á aldrinum 25 til 64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima. Þar af var launafólk sem vann aðalstarf sitt venjulega í fjarvinnu heima 5,1% en 33,3% launafólks vann stundum í fjarvinnu. Þetta er nokkur aukning frá fyrra ári þegar 31,7% launafólks á aldrinum 25 til 64 ára sinnti í fjarvinnu heima. 4,3% gerðu venjulega og 27,4% gerðu það stundum,“ segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar þar sem jafnframt er tekið fram að fjarvinna heima taki aðeins til vinnu sem tengist aðalstarfi einstaklinga en ekki til heimilisstarfa eða annarra starfa heima við. Þá vinna þeir sem eru heima í fjarvinnu fleiri vinnustundir en þeir sem eru aldrei í fjarvinnu: „Þegar vinnustundir á fyrsta ársfjórðungi eru skoðaðar sést að launafólk á aldrinum 25 til 64 ára vann 39,5 klukkustundir að jafnaði í hverri viku. Þeir sem voru eitthvað í fjarvinnu heima unnu 41,4 klukkustundir og þeir sem aldrei eru í fjarvinnu heima unnu 38,1 klukkustund. Til samanburðar vann launafólk á aldrinum 25 til 64 ára að jafnaði 40,9 klukkustundir á fyrsta ársfjórðungi 2019 en þeir sem unnu í fjarvinnu heima 42,9 klukkustundir og þeir sem sögðust aldrei vinna fjarvinnu heima 39,7 klukkustundir. Á fyrsta ársfjórðungi 2020 unnu launamenn, sem eitthvað vinna fjarvinnu heima, að jafnaði 9,8 klukkustundir eða 23,8% af unnum stundum. Á fyrsta ársfjórðungi 2019 vann launafólk, sem eitthvað vinnur í fjarvinnu heima, 6,7 stundir að jafnaði eða 15,9% af unnum stundum,“ segir á vef Hagstofunnar þar sem nánar má lesa um vinnumarkaðinn á fyrsta ársfjórðungi 2020. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði þeim verulega sem unnu sitt aðalstarf venjulega eð stundum í fjarvinnu heima sé miðað við síðasta ár. Þetta kemur fram í greiningu Hagstofunnar á vinnumarkaðnum á fyrstu þremur mánuðum 2019 en trúlegt er að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti nokkuð í þessari aukningu. „Á fyrsta ársfjórðungi 2020 vann að jafnaði 39,0% launafólks á aldrinum 25 til 64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima. Þar af var launafólk sem vann aðalstarf sitt venjulega í fjarvinnu heima 5,1% en 33,3% launafólks vann stundum í fjarvinnu. Þetta er nokkur aukning frá fyrra ári þegar 31,7% launafólks á aldrinum 25 til 64 ára sinnti í fjarvinnu heima. 4,3% gerðu venjulega og 27,4% gerðu það stundum,“ segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar þar sem jafnframt er tekið fram að fjarvinna heima taki aðeins til vinnu sem tengist aðalstarfi einstaklinga en ekki til heimilisstarfa eða annarra starfa heima við. Þá vinna þeir sem eru heima í fjarvinnu fleiri vinnustundir en þeir sem eru aldrei í fjarvinnu: „Þegar vinnustundir á fyrsta ársfjórðungi eru skoðaðar sést að launafólk á aldrinum 25 til 64 ára vann 39,5 klukkustundir að jafnaði í hverri viku. Þeir sem voru eitthvað í fjarvinnu heima unnu 41,4 klukkustundir og þeir sem aldrei eru í fjarvinnu heima unnu 38,1 klukkustund. Til samanburðar vann launafólk á aldrinum 25 til 64 ára að jafnaði 40,9 klukkustundir á fyrsta ársfjórðungi 2019 en þeir sem unnu í fjarvinnu heima 42,9 klukkustundir og þeir sem sögðust aldrei vinna fjarvinnu heima 39,7 klukkustundir. Á fyrsta ársfjórðungi 2020 unnu launamenn, sem eitthvað vinna fjarvinnu heima, að jafnaði 9,8 klukkustundir eða 23,8% af unnum stundum. Á fyrsta ársfjórðungi 2019 vann launafólk, sem eitthvað vinnur í fjarvinnu heima, 6,7 stundir að jafnaði eða 15,9% af unnum stundum,“ segir á vef Hagstofunnar þar sem nánar má lesa um vinnumarkaðinn á fyrsta ársfjórðungi 2020.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira