Sport

Bolt gæti farið í 400 metra og langstökk

Hraðasti maður allra tíma, Jamaíkumaðurinn Usain Bolt, er þegar byrjaður að hugsa um Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Bolt er búinn að vinna 100 og 200 metra hlaup á tveimur Ólympíuleikum í röð. Einstakur árangur sem seint verður leikinn eftir.

Bolt hefur áhuga á að gera betur og hefur nú gefið í skyn að hann gæti reynt við nýjar íþróttir á næstu Ólympíuleikum.

"Það er ýmislegt sem ég get gert. Þjálfarinn minn vill að ég taki þátt í 400 metra hlaupi og sjálfur vill ég prófa langstökk," sagði Bolt.

"Ég gæti alltaf stefnt á metin mín í styttri hlaupunum en við munum skoða þetta allt á næstu mánuðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×