Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá 23. ágúst 2012 01:07 Sportveiðiblaðið kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Nýir leigutakar taka við Þverá - Kjarrá vonast til þess að auknar sleppingar á veiddum á laxi auki heildarveiðina um 15 til 20 prósent. Þetta kemur fram í Sportveiðiblaðinu sem kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Í blaðinu kennir ýmissa grasa. Meðal annars er þar að finna viðtal við flugukastsnillinginn Klaus Frimor; Ólaf Vigfússon í Veiðihorninu; viðtal við Vilborgu Reynisdóttur, nýjan formann Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar; veiðilýsingu á Geirlandsá og yfirlit yfir veiðimöguleika á Vestfjörðum. Aðalefnið í blaðinu er þó viðtal við Ingólf Ásgeirsson, sem er í forsvari fyrir nýja leigutaka Þverár - Kjarrár. Auk Ingólfs, standa þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson að veiðifélaginu Starir, sem eins og áður sagði tekur við Þverá - Kjarrá á næsta ári. Í viðtalinu segir Ingólfur að engar grundvallarbreytingar verði gerðar í Þverá - Kjarrá. Til að mynda verði ekki bætt við stöngum og sömu leiðsögumenn og verið hafi við ána verði áfram með nýju leigutökunum. Samkvæmt Ingólfi mun helst þrennt breytast. Í fyrsta lagi verður aukin áhersla á sleppingar á veiddum laxi. Með því telur Ingólfur mögulegt að auka veiðina um 15 til 20 prósent. Í öðru lagi verður Litla-Þverá, sem rennur í Þverá um 18 kílómetrum fyrir ofan ármótin við Hvítá, gerð að sérstöku tveggja stanga svæði. Þar verður boðið upp á sér veiðihús þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir. Í þriðja lagi verður boðið upp á sjóbirtingsveiði með laxavon eftir 20. ágúst á svæðinu fyrir neðan Kaðalstaðahyl. Þar verða tvær stangir en ekkert veiðihús. Lesa má meira um fyrirætlanir nýju leigatakanna í Þverá-Kjarrá og margt fleira í Sportveiðiblaðinu.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði
Nýir leigutakar taka við Þverá - Kjarrá vonast til þess að auknar sleppingar á veiddum á laxi auki heildarveiðina um 15 til 20 prósent. Þetta kemur fram í Sportveiðiblaðinu sem kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Í blaðinu kennir ýmissa grasa. Meðal annars er þar að finna viðtal við flugukastsnillinginn Klaus Frimor; Ólaf Vigfússon í Veiðihorninu; viðtal við Vilborgu Reynisdóttur, nýjan formann Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar; veiðilýsingu á Geirlandsá og yfirlit yfir veiðimöguleika á Vestfjörðum. Aðalefnið í blaðinu er þó viðtal við Ingólf Ásgeirsson, sem er í forsvari fyrir nýja leigutaka Þverár - Kjarrár. Auk Ingólfs, standa þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson að veiðifélaginu Starir, sem eins og áður sagði tekur við Þverá - Kjarrá á næsta ári. Í viðtalinu segir Ingólfur að engar grundvallarbreytingar verði gerðar í Þverá - Kjarrá. Til að mynda verði ekki bætt við stöngum og sömu leiðsögumenn og verið hafi við ána verði áfram með nýju leigutökunum. Samkvæmt Ingólfi mun helst þrennt breytast. Í fyrsta lagi verður aukin áhersla á sleppingar á veiddum laxi. Með því telur Ingólfur mögulegt að auka veiðina um 15 til 20 prósent. Í öðru lagi verður Litla-Þverá, sem rennur í Þverá um 18 kílómetrum fyrir ofan ármótin við Hvítá, gerð að sérstöku tveggja stanga svæði. Þar verður boðið upp á sér veiðihús þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir. Í þriðja lagi verður boðið upp á sjóbirtingsveiði með laxavon eftir 20. ágúst á svæðinu fyrir neðan Kaðalstaðahyl. Þar verða tvær stangir en ekkert veiðihús. Lesa má meira um fyrirætlanir nýju leigatakanna í Þverá-Kjarrá og margt fleira í Sportveiðiblaðinu.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði