Lífið

Spjall­þátta­stjórn­endur velja verstu gestina

Stefán Árni Pálsson skrifar
dgdg

Spjallþáttastjórnendur fá vissulega misskemmtilega gesti í viðtal. Á YouTube-síðu Nivki Swift er búið að taka saman myndband þar sem þekktir spjallþáttastjórnendur fara yfir verstu og leiðinlegustu gesti sem þeir hafa fengið í viðtal.

Conan O'Brien rifjaði upp þegar hann fékk leikstjórann Abel Ferrara í viðtal árið 1996. Ferrara var mjög ölvaður og erfiður gestur.

Andy Cohen valdi Amber Rose sem versta gestinn en hún virtist ekki vilja svara einni einustu spurningu sem hann bar fram.

Craig Ferguson valdi söngkonuna Macy Gray

Jay Leno hefur áður tjáð sig um að versti gesturinn á hans langa ferli hafi verið Trista Sutter sem vakti athygli fyrir framgöngu sína í The Bachelorette.

Jon Stewart segir að breski leikarinn Hugh Grant sé sá leiðinlegasti sem hann hefur fengið í sinn þátt. Graham Norton valdi stórleikarann Robert De Niro sem versta gestinn.

Hér að neðan má sjá samantektina í heild sinni og þar koma enn fleiri nöfn við sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.