Rafa Nadal og Novak Djokovic mætast í undanúrslitum Opna ítalska í tennis en Nadal þarf að ná sigri á mótinu til þess að ná fyrsta sætinu af Roger Federer á heimslistanum.
Rafa Nadal tryggði sér sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn á þessu móti síðan 2014 með því að sigra heimamanninn Fabio Fognini 4-6, 6-1 og 6-2.
Mótherji Nadal í undanúrslitunum, Djokovic, er nú í átjánda sæti heimslistans en þetta er hans fyrsta mót í þónokkurn tíma eftir meiðsli. Djokovic komst í undanúrslitin eftir sigur gegn Nishikori frá Japan.
Í síðasta leik Nadal og Djokovic fór sá fyrrnefndi með sigur af hólmi en það var í Madríd í fyrra en þá endaði Nadal sjö leikja sigurgöngu gegn honum. Þetta verður í 51. sinn sem þeir mætast á stórmóti en það er Djokovic sem hefur unnið fleiri leiki eða 26 talsins gegn 24 hjá Nadal

