Jón Ásgeir yfirheyrður „kannski seinna" Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 18:56 Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Sérstakur saksóknari hefur ekki tekið þá Þorstein M. Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson, sem voru stjórnarformenn Glitnis banka, þegar meint brot áttu sér stað til yfirheyrslu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, kemur til landsins á morgun frá Lundúnum til að mæta í skýrslutöku, en húsleit var gerð á heimili hans í gær, en ekkert var haldlagt. Húsleit var gerð á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli í gær vegna rannsóknar á lánveitingum til félagsins 101 Capital. Hann segir að þau gögn sem hafi verið haldlögð tengist félaginu ekki neitt og tengist öðrum félögum á sínum vegum. Þá segist hann hafa boðist til að ræða við sérstakan saksóknara en verið hafnað en fengið þau svör að hann yrði kannski boðaður í skýrslutöku síðar. Öll málin sem eru til rannsóknar hafa verið til umfjöllunar áður, en þau eru grundvöllur einkamáls sem þrotabú Glitnis hefur höfðað í New York, að undanskildum kaupum sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi sem gefið var út af félaginu Stím ehf. en sjóðurinn keypti skuldabréfið af Saga Capital á milljarð króna í agúst 2008. Í nokkrum tilvikum voru fyrirmæli vegna meintra brota sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara gefin af öðrum en þeim sem stóðu í viðskiptunum og báru á þeim ábyrgð. Tökum sem dæmi. Endanleg útfærsla á lánveitingu til félagsins FS-38 ehf. upp á sex milljarða króna í júní 2008 til að kaupa félagið Aurum Holding Ltd. af Fons var til komin vegna tölvupósts sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Grunur leikur að þetta lán falli undir umboðssvik sem er hegningarlagabrot sem varðar allt að sex ára fangelsi. Jón Ásgeir ber hins vegar ekki ábyrgð á lánveitingunni og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Jón Ásgeir hefur hafnað því að hafa beitt Lárus þrýstingi. Bjarni Jóhannsson var sem kunnugt er handtekinn í gær og yfirheyrður af sérstökum saksóknara. Tölvupóstur Jóns Ásgeirs er meðal gagna í einkamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna lánveitingarinnar. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann svaraði ekki skilaboðum fréttastofu. Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Sérstakur saksóknari hefur ekki tekið þá Þorstein M. Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson, sem voru stjórnarformenn Glitnis banka, þegar meint brot áttu sér stað til yfirheyrslu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, kemur til landsins á morgun frá Lundúnum til að mæta í skýrslutöku, en húsleit var gerð á heimili hans í gær, en ekkert var haldlagt. Húsleit var gerð á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli í gær vegna rannsóknar á lánveitingum til félagsins 101 Capital. Hann segir að þau gögn sem hafi verið haldlögð tengist félaginu ekki neitt og tengist öðrum félögum á sínum vegum. Þá segist hann hafa boðist til að ræða við sérstakan saksóknara en verið hafnað en fengið þau svör að hann yrði kannski boðaður í skýrslutöku síðar. Öll málin sem eru til rannsóknar hafa verið til umfjöllunar áður, en þau eru grundvöllur einkamáls sem þrotabú Glitnis hefur höfðað í New York, að undanskildum kaupum sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi sem gefið var út af félaginu Stím ehf. en sjóðurinn keypti skuldabréfið af Saga Capital á milljarð króna í agúst 2008. Í nokkrum tilvikum voru fyrirmæli vegna meintra brota sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara gefin af öðrum en þeim sem stóðu í viðskiptunum og báru á þeim ábyrgð. Tökum sem dæmi. Endanleg útfærsla á lánveitingu til félagsins FS-38 ehf. upp á sex milljarða króna í júní 2008 til að kaupa félagið Aurum Holding Ltd. af Fons var til komin vegna tölvupósts sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Grunur leikur að þetta lán falli undir umboðssvik sem er hegningarlagabrot sem varðar allt að sex ára fangelsi. Jón Ásgeir ber hins vegar ekki ábyrgð á lánveitingunni og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Jón Ásgeir hefur hafnað því að hafa beitt Lárus þrýstingi. Bjarni Jóhannsson var sem kunnugt er handtekinn í gær og yfirheyrður af sérstökum saksóknara. Tölvupóstur Jóns Ásgeirs er meðal gagna í einkamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna lánveitingarinnar. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann svaraði ekki skilaboðum fréttastofu.
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira