Björgvin Karl átti í talsverðum erfiðleikum á fyrsta keppnisdegi í Berlín og ljóst að hann verður að bæta upp fyrir töpuð stig í dag.
Hægt verður að fylgjast með Íslendingunum keppa í spilaranum hér að neðan.
Opna mótið er eitt af því sem keppendur þurfa að klára til þess að eiga möguleika á því að komast á heimsleikana í Crossfit.
Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín.
Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki.