Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 12:15 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. Meðal þess sem sérstakur saksóknari rannsakar eru kaup sjóðs á vegum Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital fyrir milljarð króna eftir bankahrunið. Útgefandi skuldabréfsins var Stím en það var til komið vegna láns frá Saga Capital til félagsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu frá sérstökum saksóknara sem ekki hefur verið fjallað um áður en það sem hleypti rannsókninni af stað var kæra frá Fjármálaeftirlitinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt samningi sem liggja fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður gerður 18. ágúst 2008 og var framvirkur til 19. nóvember sama ár. Engin gögn hafa fundist um gerð samningsins í ágúst. Hins vegar eru til bréfasamskipti frá Saga Capital til FME frá 10. september 2008 þar sem vísað er í skuldabréfið.Skilja ekki hvers vegna verðlaust félag gaf út skuldabréf Samkvæmt heimildum fréttastofu vefst það fyrir rannsakendum hvers vegna Stím ehf. gaf út skuldabréf og það skuldabréf keypt af Glitni á milljarð króna í ágúst 2008 því rekstur Stím ehf. er saga samfellds taprekstrar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þáttur Saga Capital rannsakaður með hliðsjón af hlutdeild í meintum brotum Glitnis banka og annarra í Stím-málinu, en grunur leikur á að lánveitingar til Stím og hlutabréfakaup fyrirtækisins í Glitni banka og FL Group hafi verið sýndarviðskipti og þar með markaðsmisnotkun. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfiheyrður eftir húsleit hjá fyrirtækinu í gær. Þeim sem mæta til skýrslutöku hjá lögreglu er ávallt gerð grein fyrir því við upphaf skýrslutöku hvaða réttarstöðu þeir hafi við rannsóknina. Þorvaldur Lúðvík virtist ekki vita hvaða réttarstöðu hann hefði þegar fréttastofa tók við hann viðtal í gær. „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því" Hvaða réttarstöðu hefurðu í málinu? „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því, en ég fór og við gerum okkar besta til að upplýsa hvað við höfum vitneskju um." Þú mættir í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara var þér sagt þar að þú værir vitni í málinu eða grunaður? „Nei, ég mætti þarna með lögmanni mínum og við sögðum það sem ég veit um málið, sem er afskaplega lítið," sagði Þorvaldur Lúðvík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur Lúðvík stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Saga Fjárfestingarbanki sendi sérstaka tilkynningu til fjölmiðla í gær þar sem segir að rannsókn sérstaks saksóknara beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka, heldur sé verið að leita gagna sem hugsanlega liggja hjá bankanum og tengjast málinu. Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. Meðal þess sem sérstakur saksóknari rannsakar eru kaup sjóðs á vegum Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital fyrir milljarð króna eftir bankahrunið. Útgefandi skuldabréfsins var Stím en það var til komið vegna láns frá Saga Capital til félagsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu frá sérstökum saksóknara sem ekki hefur verið fjallað um áður en það sem hleypti rannsókninni af stað var kæra frá Fjármálaeftirlitinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt samningi sem liggja fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður gerður 18. ágúst 2008 og var framvirkur til 19. nóvember sama ár. Engin gögn hafa fundist um gerð samningsins í ágúst. Hins vegar eru til bréfasamskipti frá Saga Capital til FME frá 10. september 2008 þar sem vísað er í skuldabréfið.Skilja ekki hvers vegna verðlaust félag gaf út skuldabréf Samkvæmt heimildum fréttastofu vefst það fyrir rannsakendum hvers vegna Stím ehf. gaf út skuldabréf og það skuldabréf keypt af Glitni á milljarð króna í ágúst 2008 því rekstur Stím ehf. er saga samfellds taprekstrar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þáttur Saga Capital rannsakaður með hliðsjón af hlutdeild í meintum brotum Glitnis banka og annarra í Stím-málinu, en grunur leikur á að lánveitingar til Stím og hlutabréfakaup fyrirtækisins í Glitni banka og FL Group hafi verið sýndarviðskipti og þar með markaðsmisnotkun. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfiheyrður eftir húsleit hjá fyrirtækinu í gær. Þeim sem mæta til skýrslutöku hjá lögreglu er ávallt gerð grein fyrir því við upphaf skýrslutöku hvaða réttarstöðu þeir hafi við rannsóknina. Þorvaldur Lúðvík virtist ekki vita hvaða réttarstöðu hann hefði þegar fréttastofa tók við hann viðtal í gær. „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því" Hvaða réttarstöðu hefurðu í málinu? „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því, en ég fór og við gerum okkar besta til að upplýsa hvað við höfum vitneskju um." Þú mættir í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara var þér sagt þar að þú værir vitni í málinu eða grunaður? „Nei, ég mætti þarna með lögmanni mínum og við sögðum það sem ég veit um málið, sem er afskaplega lítið," sagði Þorvaldur Lúðvík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur Lúðvík stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Saga Fjárfestingarbanki sendi sérstaka tilkynningu til fjölmiðla í gær þar sem segir að rannsókn sérstaks saksóknara beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka, heldur sé verið að leita gagna sem hugsanlega liggja hjá bankanum og tengjast málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57
Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04
Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03
Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53
Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14
Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12