Berum við ábyrgð á eigin heilsu? Geir Gunnar Markússon skrifar 6. júní 2014 07:00 Í nýlegri skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) kemur fram að gríðarlegur kostnaður fer í meðhöndla lífsstílssjúkdóma hér á landi en sáralítið fé fer í forvarnir. Í þessari skýrslu kemur fram að um 68.000 góð æviár séu töpuð vegna lífsstílssjúkdóma hér á landi með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur sjálf og þjóðfélagið. Til enn frekari staðfestingar á alvöru málsins þá bendir nýleg rannsókn einnig til að íslenskir karlmenn séu þeir næstfeitustu í Vestur-Evrópu og íslenskar konur tróni á toppnum! Í kjölfar þessara frétta þá ítrekaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að það væri vilji hjá honum til að auka forvarnir í heilbrigðismálum. En ég held að við ættum að hætta að reyna að treysta á stjórnmálamenn til að efla heilsu okkar og taka málin í okkar eigin hendur því við sjálf erum mesta og besta forvörnin. Við getum því miður ekki skellt ábyrgðinni á heilsu OKKAR á heilbrigðiskerfið og síst á þessum krepputímum. Hugum að því hvað við getum gert til að efla heilsu okkar, því hún er jú það dýrmætasta sem við eigum. Því miður uppgötva of margir það ekki fyrr en of seint (og dýrt í leiðinni)! Það er nauðsynlegt að við veltum fyrir okkur hvers vegna við erum að leita læknis og nýta okkur heilbrigðiskerfið okkar. Mikið af þeim „sjúkdómum“ sem eru að hrjá okkur í dag eru þessir svokölluðu lífsstílssjúkdómar s.s. sykursýki, offita, hjarta- og æðasjúkdómar, ýmis krabbamein, þunglyndi og stoðkerfisvandamál. Jónas Kristjánsson læknir, stofnandi Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) og Heilsustofnunar NLFÍ, skrifaði í ritið Heilsuvernd árið 1947 (2. árg., 1. hefti): „Vér eigum ekki í höggi við sjúkdóma, heldur við rangar lífsvenjur. Útrýmið hinum röngu lífsvenjum, og sjúkdómarnir munu hverfa af sjálfu sér.“ Í sömu grein heldur hann áfram að lesa okkur pistilinn: „Heilsuleysi menningarþjóða og vaxandi hrörnun er engin tilviljun, heldur beinar afleiðingar rangra lifnaðarhátta, rangrar, ónáttúrulegrar og dauðrar fæðu, of lítillar hreyfingar og útilokunar frá hreinu lofti og sól. Allt er þetta í andstöðu við lögmál lífsins og náttúrunnar.“ Hvar liggur OKKAR ábyrgð á þessum lífsstílssjúkdómum? Hafa markaðsöfl tölvuleikja, sjónvarpsþátta, óholla skyndibitans og tilbúna matarins í búðinni náð yfirhöndinni í lífsvenjum okkar? Komumst við ekki út úr vítahring þess að neyta óhollrar fæðu eða er framboðið ekki nógu gott af góðri og næringarríkri fæðu sem styrkir okkur í stað þess að veikja okkur? Er framboðið á afþreyingarefni í sjónvarpi og tölvum orðið þvílíkt að við komumst hreinlega ekki upp úr sófanum? Þegar við förum á bílnum út í búð sem er 500 metra í burtu, notum aldrei stiga eða aðra nauðsynlega hreyfingu þegar hún býðst, er okkur kannski ekki viðbjargandi í þessari baráttu við hina illvígu lífsstílssjúkdóma? Tökum eftir því að orð Jónasar Kristjánssonar voru skrifuð fyrir 67 árum! Þá voru alls engar tölvur, bílar voru ekki algengir, búðahillur voru ekki uppfullar af gervimat, sykraðir gosdrykkir voru ekki seldir í 2 lítra kippum á tilboði. Skyndibitastaðir þekktust varla á Íslandi og sjónvarpið var ekki komið í loftið (gerðist ekki fyrr en árið 1966)! Það er því miður ekki hægt að vera vitur eftir á en núna árið 2014 verður heilsubylting að hefjast. Því heilbrigðiskerfið er fjársvelt og mikið af fjármagninu fer í að „lækna“ lífsstílssjúkdóma okkar. Jónas Kristjánsson hafði rétt fyrir sér og við ættum að taka orð hans alvarlega. Hættum að nota heilbrigðiskerfið til að meðhöndla alla þessa lífsstílssjúkdóma og notum það frekar til að lækna okkur af „alvöru“ sjúkdómum sem við ráðum ekki við sjálf með líferni okkar. Þá getum við líka notað peninga sem eru afgangs í forvarnir til heilsueflingar, uppbyggingar skóla, leikskóla og öldrunarstofnana. Ég hvet hvern einasta landsmann til að horfa í spegil og spyrja sig spurningarinnar: „Ber ég ábyrgð á eigin heilsu?“ Og í framhaldi af því að spyrja: „Er ég að gera allt sem ég get til þess að axla þessa ábyrgð“? Þetta er líklega það svið lífernis okkar þar sem hvað fæstir eru að axla nauðsynlega ábyrgð. Hví berum við flest svo mikla ábyrgð á börnum okkar og starfi en svo þegar kemur að heilsu okkar þá hafa flestir gleymt því hvað er að taka ábyrgð? Við Íslendingar erum afkomendur víkinga og hreystimanna sem settust hér að á þessari köldu eyju í Norður-Atlantshafinu. Tölur WHO benda til þess að við séum á góðri leið með að verða andstæða forfeðra okkar, því þessir lífsstílssjúkdómar sem eru að tröllríða íslensku samfélagi eru ekki að gera okkur að hreystimönnum. Gerum okkur greiða, tökum ábyrgð á eigin heilsu, enginn gerir það fyrir okkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) kemur fram að gríðarlegur kostnaður fer í meðhöndla lífsstílssjúkdóma hér á landi en sáralítið fé fer í forvarnir. Í þessari skýrslu kemur fram að um 68.000 góð æviár séu töpuð vegna lífsstílssjúkdóma hér á landi með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur sjálf og þjóðfélagið. Til enn frekari staðfestingar á alvöru málsins þá bendir nýleg rannsókn einnig til að íslenskir karlmenn séu þeir næstfeitustu í Vestur-Evrópu og íslenskar konur tróni á toppnum! Í kjölfar þessara frétta þá ítrekaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að það væri vilji hjá honum til að auka forvarnir í heilbrigðismálum. En ég held að við ættum að hætta að reyna að treysta á stjórnmálamenn til að efla heilsu okkar og taka málin í okkar eigin hendur því við sjálf erum mesta og besta forvörnin. Við getum því miður ekki skellt ábyrgðinni á heilsu OKKAR á heilbrigðiskerfið og síst á þessum krepputímum. Hugum að því hvað við getum gert til að efla heilsu okkar, því hún er jú það dýrmætasta sem við eigum. Því miður uppgötva of margir það ekki fyrr en of seint (og dýrt í leiðinni)! Það er nauðsynlegt að við veltum fyrir okkur hvers vegna við erum að leita læknis og nýta okkur heilbrigðiskerfið okkar. Mikið af þeim „sjúkdómum“ sem eru að hrjá okkur í dag eru þessir svokölluðu lífsstílssjúkdómar s.s. sykursýki, offita, hjarta- og æðasjúkdómar, ýmis krabbamein, þunglyndi og stoðkerfisvandamál. Jónas Kristjánsson læknir, stofnandi Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) og Heilsustofnunar NLFÍ, skrifaði í ritið Heilsuvernd árið 1947 (2. árg., 1. hefti): „Vér eigum ekki í höggi við sjúkdóma, heldur við rangar lífsvenjur. Útrýmið hinum röngu lífsvenjum, og sjúkdómarnir munu hverfa af sjálfu sér.“ Í sömu grein heldur hann áfram að lesa okkur pistilinn: „Heilsuleysi menningarþjóða og vaxandi hrörnun er engin tilviljun, heldur beinar afleiðingar rangra lifnaðarhátta, rangrar, ónáttúrulegrar og dauðrar fæðu, of lítillar hreyfingar og útilokunar frá hreinu lofti og sól. Allt er þetta í andstöðu við lögmál lífsins og náttúrunnar.“ Hvar liggur OKKAR ábyrgð á þessum lífsstílssjúkdómum? Hafa markaðsöfl tölvuleikja, sjónvarpsþátta, óholla skyndibitans og tilbúna matarins í búðinni náð yfirhöndinni í lífsvenjum okkar? Komumst við ekki út úr vítahring þess að neyta óhollrar fæðu eða er framboðið ekki nógu gott af góðri og næringarríkri fæðu sem styrkir okkur í stað þess að veikja okkur? Er framboðið á afþreyingarefni í sjónvarpi og tölvum orðið þvílíkt að við komumst hreinlega ekki upp úr sófanum? Þegar við förum á bílnum út í búð sem er 500 metra í burtu, notum aldrei stiga eða aðra nauðsynlega hreyfingu þegar hún býðst, er okkur kannski ekki viðbjargandi í þessari baráttu við hina illvígu lífsstílssjúkdóma? Tökum eftir því að orð Jónasar Kristjánssonar voru skrifuð fyrir 67 árum! Þá voru alls engar tölvur, bílar voru ekki algengir, búðahillur voru ekki uppfullar af gervimat, sykraðir gosdrykkir voru ekki seldir í 2 lítra kippum á tilboði. Skyndibitastaðir þekktust varla á Íslandi og sjónvarpið var ekki komið í loftið (gerðist ekki fyrr en árið 1966)! Það er því miður ekki hægt að vera vitur eftir á en núna árið 2014 verður heilsubylting að hefjast. Því heilbrigðiskerfið er fjársvelt og mikið af fjármagninu fer í að „lækna“ lífsstílssjúkdóma okkar. Jónas Kristjánsson hafði rétt fyrir sér og við ættum að taka orð hans alvarlega. Hættum að nota heilbrigðiskerfið til að meðhöndla alla þessa lífsstílssjúkdóma og notum það frekar til að lækna okkur af „alvöru“ sjúkdómum sem við ráðum ekki við sjálf með líferni okkar. Þá getum við líka notað peninga sem eru afgangs í forvarnir til heilsueflingar, uppbyggingar skóla, leikskóla og öldrunarstofnana. Ég hvet hvern einasta landsmann til að horfa í spegil og spyrja sig spurningarinnar: „Ber ég ábyrgð á eigin heilsu?“ Og í framhaldi af því að spyrja: „Er ég að gera allt sem ég get til þess að axla þessa ábyrgð“? Þetta er líklega það svið lífernis okkar þar sem hvað fæstir eru að axla nauðsynlega ábyrgð. Hví berum við flest svo mikla ábyrgð á börnum okkar og starfi en svo þegar kemur að heilsu okkar þá hafa flestir gleymt því hvað er að taka ábyrgð? Við Íslendingar erum afkomendur víkinga og hreystimanna sem settust hér að á þessari köldu eyju í Norður-Atlantshafinu. Tölur WHO benda til þess að við séum á góðri leið með að verða andstæða forfeðra okkar, því þessir lífsstílssjúkdómar sem eru að tröllríða íslensku samfélagi eru ekki að gera okkur að hreystimönnum. Gerum okkur greiða, tökum ábyrgð á eigin heilsu, enginn gerir það fyrir okkar!
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar