Fótbolti

Danaleikurinn er úrslitaleikur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfara kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni HM.

Ísland spilar fyrst ytra gegn Dönum þann 15. júní og fjórum dögum síðar kemur Malta í heimsókn í Dalinn. Möltuliðið verður fallbyssufóður fyrir íslenska liðið en leikurinn gegn Dönum verður erfiður.

Danir eru í 13. sæti á alþjóðastyrkleikalistanum en Ísland er í 19. sæti á sama lista.

"Þessi leikur gegn Dönum er úrslitaleikur fyrir okkur um að komast í umspil um laust sæti á HM. Því miður er það ekki alfarið í okkar höndum. Riðlarnir eru að spilast þannig að okkar riðill er í hvað verstri stöðu að fá umspilssæti," segir Freyr.

"Það verður rosalega gaman að fá heimaleik líka gegn Möltu en okkur er farið að klæja í puttana að fá að spila hérna heima."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×