Innlent

Ólafur forseti býður sig formlega fram til endurkjörs á morgun

Stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands hafa safnað nauðsynlegum undirskriftum til stuðnings framboði hans til forseta og leggja nauðsynleg gögn þar að lútandi inn hjá dómsmálaráðuneytinu á morgun. Frestur til að skila inn framboðum rennur út á miðnætti annað kvöld.

Í dag kom umboðsmaður framboðsins í Ráðhús Reykjavíkur til fundar við yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæmanna til að fáa vottorð um að búið væri að safna nægjanlega mörgum meðmælendum í þessum kjördæmum fyrir framboðið.

Ef enginn annar verður í framboði verður væntanlega tilkynnt í næstu viku að Ólafur Ragar sé sjálfkjörinn og hann svo settur í embætti hinn 1. ágúst. Framboð þurfa að berast dómsmálaráðuneytinu fyrir miðnætti annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×