Enginn heimsendir að eignast barn með Downs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. júní 2014 16:59 Góðgerðarfélagið Meðan fæturnir bera mig standa á morgun fyrir víðavangshlaupi til styrktar Félagi áhugafólks um Downs-heilkenni. Hlaupið er tileinkað hinum átta ára gamla Garðari Hinrikssyni. Garðar Hinriksson stundar nám í Klébergsskóla, er í tónlistarnámi, syngur, dansar og er einstaklega brosmildur. Móðir hans segir hann ákveðinn, þrjóskan og yndislegan dreng með óbilandi áhuga á leiklist. Hún segir hann sannarlega gefa lífinu lit og lítur framtíðina björtum augum. Hann sé duglegur og geti gert hvað sem hann ákveður að taka sér fyrir hendur. Foreldrar hans, Benedikta Birgisdóttir og Hinrik Jónsson, fóru í hefðbundna hnakkaþykktarmælingu á 12. viku þar sem í ljós kom aukin hnakkaþykkt. Benedikta fór í blóðprufu og í kjölfarið var henni tilkynnt að litlar líkur væru á að eitthvað væri að barninu.Grunurinn reyndist réttur Benedikta segir fæðinguna hafa gengið vel en grunaði samt strax að eitthvað kynni að vera að. Læknirinn leit á barnið og tók blóðprufu og reyndist grunur hennar réttur. Í ljós kom að barnið var með Downs-heilkenni. „Þetta var áfall til að byrja með. Maður var svolítið ringlaður í höfðinu. Þessi mikla gleði að eignast barn snerist upp í andhverfu sína því maður vissi í raun ekki hverju maður ætti von á. En það breyttist fljótt. Ég grét aðeins daginn sem hann fæddist en eftir það var ég bara glöð. Það var eina skiptið sem ég grét,“ segir Benedikta. Garðar fæddist hraustur, en um fimmtíu prósent barna sem fæðast með Downs greinast með alvarlegan hjartagalla.„Sem betur fer greindist hann ekki á meðgöngunni“ Börnum með Downs-heilkenni hefur farið fækkandi síðastliðin ár. Benedikta segir það sorglegt og telur það stafa af vanþekkingu. Það sé enginn heimsendir að eignast barn með Downs. „Ég segi bara, sem betur fer greindist hann ekki á meðgöngunni, ég veit ekki hvaða ákvörðun ég hefði tekið þá. Ég þekkti engan með Downs. “ segir Benedikta. „Ég dæmi samt engan fyrir ákvörðun þeirra. Maður skilur þetta alveg. Það er líka bara þannig að þegar þú þekkir ekki hlutinn þá ertu hræddur við hann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé strax talað við foreldra um þetta og þeim boðið upp á að tala við foreldra barna með Downs og fólk með Downs. Allavega ég, og þeir foreldrar sem ég þekki væru tilbúnir til að aðstoða við slíkt.“ Hún segir að vissulega sé erfitt að eiga barn með Downs, en það sé líka erfitt að eiga öll börn. „Það er erfiður tími hjá öllum, en á móti er þetta svo ofboðslega gefandi. Það er það sem stendur uppúr.“ „Honum gengur einstaklega vel og framtíðin er björt,“ segir Benedikta að lokum.Eins og fyrr segir verður góðgerðarhlaupið á morgun í Öskjuhlíð klukkan tólf. Verðlaun verða veitt í nokkrum aldursflokkum og getur hver sem er átt von á veglegum vinningum. Útdráttarverðlaunin eru tildæmis Iphone 5, flíspeysur, gjafabréf og margt fleira og kemur Garðar til með að afhenda verðlaunin sjálfur. Hægt er að skrá sig í hlaupið á heimasíðu Meðan fæturnir bera mig. Fyrir þá sem vilja styrkja félagið með öðrum hætti er bent á að hringja í símanúmerin:901 5001 - þá reiknast 1.000,-kr. af símreikningi901 5003 - fyrir 3.000,-kr. af símreikningi901 5005 - fyrir 5.000,-kr. af símreikningi Einnig er hægt að leggja inn á reikning félagsins:546 14 402424kt. 650512-0140 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Góðgerðarfélagið Meðan fæturnir bera mig standa á morgun fyrir víðavangshlaupi til styrktar Félagi áhugafólks um Downs-heilkenni. Hlaupið er tileinkað hinum átta ára gamla Garðari Hinrikssyni. Garðar Hinriksson stundar nám í Klébergsskóla, er í tónlistarnámi, syngur, dansar og er einstaklega brosmildur. Móðir hans segir hann ákveðinn, þrjóskan og yndislegan dreng með óbilandi áhuga á leiklist. Hún segir hann sannarlega gefa lífinu lit og lítur framtíðina björtum augum. Hann sé duglegur og geti gert hvað sem hann ákveður að taka sér fyrir hendur. Foreldrar hans, Benedikta Birgisdóttir og Hinrik Jónsson, fóru í hefðbundna hnakkaþykktarmælingu á 12. viku þar sem í ljós kom aukin hnakkaþykkt. Benedikta fór í blóðprufu og í kjölfarið var henni tilkynnt að litlar líkur væru á að eitthvað væri að barninu.Grunurinn reyndist réttur Benedikta segir fæðinguna hafa gengið vel en grunaði samt strax að eitthvað kynni að vera að. Læknirinn leit á barnið og tók blóðprufu og reyndist grunur hennar réttur. Í ljós kom að barnið var með Downs-heilkenni. „Þetta var áfall til að byrja með. Maður var svolítið ringlaður í höfðinu. Þessi mikla gleði að eignast barn snerist upp í andhverfu sína því maður vissi í raun ekki hverju maður ætti von á. En það breyttist fljótt. Ég grét aðeins daginn sem hann fæddist en eftir það var ég bara glöð. Það var eina skiptið sem ég grét,“ segir Benedikta. Garðar fæddist hraustur, en um fimmtíu prósent barna sem fæðast með Downs greinast með alvarlegan hjartagalla.„Sem betur fer greindist hann ekki á meðgöngunni“ Börnum með Downs-heilkenni hefur farið fækkandi síðastliðin ár. Benedikta segir það sorglegt og telur það stafa af vanþekkingu. Það sé enginn heimsendir að eignast barn með Downs. „Ég segi bara, sem betur fer greindist hann ekki á meðgöngunni, ég veit ekki hvaða ákvörðun ég hefði tekið þá. Ég þekkti engan með Downs. “ segir Benedikta. „Ég dæmi samt engan fyrir ákvörðun þeirra. Maður skilur þetta alveg. Það er líka bara þannig að þegar þú þekkir ekki hlutinn þá ertu hræddur við hann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé strax talað við foreldra um þetta og þeim boðið upp á að tala við foreldra barna með Downs og fólk með Downs. Allavega ég, og þeir foreldrar sem ég þekki væru tilbúnir til að aðstoða við slíkt.“ Hún segir að vissulega sé erfitt að eiga barn með Downs, en það sé líka erfitt að eiga öll börn. „Það er erfiður tími hjá öllum, en á móti er þetta svo ofboðslega gefandi. Það er það sem stendur uppúr.“ „Honum gengur einstaklega vel og framtíðin er björt,“ segir Benedikta að lokum.Eins og fyrr segir verður góðgerðarhlaupið á morgun í Öskjuhlíð klukkan tólf. Verðlaun verða veitt í nokkrum aldursflokkum og getur hver sem er átt von á veglegum vinningum. Útdráttarverðlaunin eru tildæmis Iphone 5, flíspeysur, gjafabréf og margt fleira og kemur Garðar til með að afhenda verðlaunin sjálfur. Hægt er að skrá sig í hlaupið á heimasíðu Meðan fæturnir bera mig. Fyrir þá sem vilja styrkja félagið með öðrum hætti er bent á að hringja í símanúmerin:901 5001 - þá reiknast 1.000,-kr. af símreikningi901 5003 - fyrir 3.000,-kr. af símreikningi901 5005 - fyrir 5.000,-kr. af símreikningi Einnig er hægt að leggja inn á reikning félagsins:546 14 402424kt. 650512-0140
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira