9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 19:24 Fjármála- og efnahagsráðuneytið vann sviðsmyndagreiningu um efnahagshorfur í apríl. Forsendur sem slíkar sviðsmyndagreiningar byggja á geta breyst hratt á þeim óvissutímum sem uppi eru. Vísir/Vilhelm Búast má við um 9% samdrætti á þessu ári ef sviðsmyndagreining stjórnvalda rætist um áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahagslíf. Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um 5% strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. Þann 20. apríl vann fjármála- og efnahagsráðuneytið greiningu til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil áhrif kórónuveirufaraldursins verða á íslenskt efnahagslíf. Greiningin var gerð opinber í dag en hún er sögð byggja á raunhæfum en svartsýnum forsendum um dýpt kreppunnar sem blasir við. Þannig er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu í ár gæti orðið 9% ef forsendur raungerast. Það er ívið minni samdráttur en samanlagt árin 2009 til 2010. Covid-19 hafi í för með sér tvíþætt efnahagsáfall. Annars vegar tímabundin áhrif vegna minnkandi eftirspurnar. Hins vegar liggi ferðaþjónustan í dvala og horfur atvinnugreinarinnar á heimsvísu séu óljósar til næstu tólf til átján mánaða. Þá sé útlit fyrir mesta útflutningssamdrátt frá því mælingar hófust. Hagkerfið gæti þó tekið þónokkurn kipp og vaxið um 5% strax á næsta ári samkvæmt sviðsmyndagreiningunni. Tekið er fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að niðurstöður greiningarinnar feli ekki í sér spá um líklegustu framvindu efnahagsmála heldur mögulega framvindu miðað við gefnar forsendur. Þær geti breyst hratt. Til dæmis sé nú útlit fyrir að undið verði ofan af sóttvarnaaðgerðum fyrr en forsendur sviðsmyndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá hafi vísbendingar þegar borist um að samdráttur einkaneyslu gæti reynst minni en áætlað var þegar greiningin var unnin. Loks gæti atvinnuleysi yfir árið endað í um 11%. Settur er þó sá fyrirvari að síðan greiningin var unnin hafi hlutastarfaleiðin verið framlengd. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Búast má við um 9% samdrætti á þessu ári ef sviðsmyndagreining stjórnvalda rætist um áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahagslíf. Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um 5% strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. Þann 20. apríl vann fjármála- og efnahagsráðuneytið greiningu til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil áhrif kórónuveirufaraldursins verða á íslenskt efnahagslíf. Greiningin var gerð opinber í dag en hún er sögð byggja á raunhæfum en svartsýnum forsendum um dýpt kreppunnar sem blasir við. Þannig er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu í ár gæti orðið 9% ef forsendur raungerast. Það er ívið minni samdráttur en samanlagt árin 2009 til 2010. Covid-19 hafi í för með sér tvíþætt efnahagsáfall. Annars vegar tímabundin áhrif vegna minnkandi eftirspurnar. Hins vegar liggi ferðaþjónustan í dvala og horfur atvinnugreinarinnar á heimsvísu séu óljósar til næstu tólf til átján mánaða. Þá sé útlit fyrir mesta útflutningssamdrátt frá því mælingar hófust. Hagkerfið gæti þó tekið þónokkurn kipp og vaxið um 5% strax á næsta ári samkvæmt sviðsmyndagreiningunni. Tekið er fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að niðurstöður greiningarinnar feli ekki í sér spá um líklegustu framvindu efnahagsmála heldur mögulega framvindu miðað við gefnar forsendur. Þær geti breyst hratt. Til dæmis sé nú útlit fyrir að undið verði ofan af sóttvarnaaðgerðum fyrr en forsendur sviðsmyndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá hafi vísbendingar þegar borist um að samdráttur einkaneyslu gæti reynst minni en áætlað var þegar greiningin var unnin. Loks gæti atvinnuleysi yfir árið endað í um 11%. Settur er þó sá fyrirvari að síðan greiningin var unnin hafi hlutastarfaleiðin verið framlengd.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira