Innlent

Kynferðisbrot sjaldnast kærð

Innan við helmingur þeirra fórnarlamba kynferðisbrota sem leita til Stígamóta, hefur fengið hjálp annars staðar. Aðeins hefur verið ákært í einu slíku máli af hverjum tuttugu. Nærri fjörgur hundruð og þrjátíu manns leiðuðu til Stígamóta í fyrra, þar af rúmur helmingur í fyrsta sinn. Samtökin boðuðu til fundar í dag með Ragnheiði Harðardóttur vara-ríkissaksóknara til að ræða hvers vegna ekki er kært í fleiri málum en raun ber vitni. Guðrún Jónsdóttir, forstöðukona Stígamóta, segir fólk sem leiti til samtakanna undantekningalaust vegna ofbeldi sem það hefur sætt. Rúmlega helmingur leitar þar aðstoðar vegna kynferðisofbeldis í æsku. Guðrún segir að fyrst séu aðilar sem leiti til samtakanna spurðir að því hvað þeir hafi gert áður, hvernig hafi þeir leitað hjálpað áður. Hún segir helming fólksins hafa ekki leitað sér hjálpað annars staðar eða að það hafi leitað sér hjálpað en það hafi ekki borið árangur. Aðspurð um hversu mörg málanna séu kærð, sagði Guðrún að upphaflega hafi kærð mál verið um 10% mála sem inn á borð Stígamóta koma, nú hafi sú tala hins vegar lækkað niður í allt að 6%. Kynferðisbrot eru einn stærsti málaflokkurinn hjá ríkissaksóknara. Árlega koma 30 til 40 nauðgunarmál inn á borð saksóknara, ákæv rt er í um tíu og sakfellt í helmingi þeirra. Síðustu ár hafa hins vegar komið allt að 60 barna-misnotkunnarmál, ákært er í um helmingi þeirra og sakfellt í rúmlega 20 málum. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari segir sönnunarfærsluna erfiðara enda sé sýknuhlutfall kærðra mála um helmingur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×