Innlent

Laminn í Palestínu

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Haukur Hilmarsson.
Haukur Hilmarsson.
Tvítugur Íslendingur lenti í táragasi, gúmmíkúlnaskothríð, var handtekinn og laminn vegna starfa sinna með alþjóðlegum mannréttindasamtökum í Palestínu. Hann er nýkominn heim og hvetur íslensk ungmenni til að taka þátt í mannréttindastarfi - þrátt fyrir lífsreynslu síðustu mánaða.

Hauk Hilmarsson hafði lengi langað til að taka þátt í alþjóðlegu mannréttindastarfi og er nú nýlentur á Íslandi eftir tveggja mánaða dvöl í Hebron í Palestínu þar sem hann starfaði með alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Í Hebron búa um 120 þúsund Palestínumenn og 6-800 ísraelskir landnemar. Auk þess búa um 7000 ísraelar í landnemabyggðinni Qiryat Arba í jaðri Hebron.

Haukur starfaði einkum við að fylgjast með börnum ganga til og frá skóla í Hebron. Við störf sín gekk hann með myndavél og myndaði ef eitthvað kom upp á. Það var illa séð af her og lögreglu.

Á þessum um átta vikum var Haukur nokkrum sinnum keyrður á lögreglustöð í Qiryat Arba og haldið þar nokkrar klukkustundir í senn, hann var einu sinni handtekinn, varð tvisvar fyrir táragasi og lenti í gúmmíkúlnaskothríð lögreglunnar og einu sinni laminn. Þá kom hann og annar sjálfboðaliði, miðaldra djákni í ensku þjóðkirkjunni, að vettvangi þar sem ísraelski herinn hafði dregið tvær fjölskyldur út úr húsum sínum og stillt öllum karlmönnum frá sex ára aldri upp við vegg. Þegar herinn sér þá er djáknanum vini hans skipað að afhenda myndavélina. Hann neitar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×