Veðurblíðan á landinu hefur ekki farið framhjá nokkrum manni í dag hvort sem hann hefst við utan eða innan dyra.
Í Laugardalslauginni var margt um manninn í dag þegar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis, bar að garði.
Hitinn hefur skriðið yfir 20 stig í innsveitum Suður- og Vesturlands. Í Húsafelli mældist hitinn 21,1 stig. Spáin fyrir Hvítasunnuhelgina er góð og margir landsmenn sem munu leggja land undir fót um helgina.

