Segir ríkisstjórnina fasta í sandkassaleik og skotgrafahernaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 21:15 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. Það sé óásættanlegt að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að styðja eina einustu tillögu stjórnarandstöðunnar á meðan stjórnarandstaðan sé reiðubúin að styðja góðar tillögur ríkisstjórnarinnar. Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta mikil vonbrigði. Hann lýsir jafnframt óánægju með fjáraukalög 2020 sem nú eru til umræðu á Alþingi en hann skilaði séráliti þegar málið var afgreitt úr fjárlaganefnd. „Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á orðið heimili í þessum fjárauka og í öðru lagi er þessi ríkisstjórn ekki að fara að hækka atvinnuleysisbætur. Þannig að þessi ríkisstjórn ætlast til þess að fólk lifi hér á 290 þúsund krónum á mánuði sem er skammarlega lágt,“ segir Ágúst Ólafur. Segir aðgerðirnar metnaðarlausar „Ég hef sömuleiðis áhyggjur af að það sé ekki nóg gert fyrir lítil fyrirtæki, þau virðast algjörlega gleymast hvað þetta varðar og svo í fjórða lagi eru engar verklegar framkvæmdir í þessum fjárauka,“ segir Ágúst Ólafur en gert er ráð fyrir ríflega 13 milljarða útgjaldaaukningu í frumvarpinu. „Sem er um 1% af ríkisútgjöldunum, finnst þessu fólki það virkilega nægjanlegt í því andrúmslofti sem við erum að kljást við?“ spyr Ágúst. Hann kveðst ekki bjartsýnn á að einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar við fjáraukalögin verði samþykkt í kvöld. „Nei því miður, við erum að fara að leggja hér fram til dæmis að auka álagsgreiðslur til framlínufólks í heimsfaraldrinum, þannig að það nái til allra hjúkrunarheimila eða löggæslu, það fólk er skilið eftir, þau munu fella það,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Við erum að mælast hér til að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, þau eru nú þegar búin að fella það,“ segir Ágúst Ólafur. Þá vill hann að betur verði gert við fjölmiðla og að betur verði í lagt hvað varðar nýsköpun. „Mér finnst þetta bara allt of lítið, metnaðarlaust og er alls ekki að svara því kalli sem hér er til að mæta dýpstu kreppu í hundrað ár.“ Aðspurður segir hann Samfylkinguna þó munu styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Við munum styðja allar góðar tillögur ríkisstjórnarinnar en við skulum snúa þessu við. Það er ótrúlega merkilegt að ríkisstjórnin er ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni,“ segir Ágúst Ólafur. „Þessi ríkisstjórn er föst í algjörum sandkassaleik og skotgrafahernaði á tímum neyðarástands sem að við eigum ekkert að sætta okkur við. Við erum til í að styðja þeirra tillögur, hvernig stendur á því að þau eru ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá okkur?“ Alþingi Samfylkingin Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. Það sé óásættanlegt að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að styðja eina einustu tillögu stjórnarandstöðunnar á meðan stjórnarandstaðan sé reiðubúin að styðja góðar tillögur ríkisstjórnarinnar. Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta mikil vonbrigði. Hann lýsir jafnframt óánægju með fjáraukalög 2020 sem nú eru til umræðu á Alþingi en hann skilaði séráliti þegar málið var afgreitt úr fjárlaganefnd. „Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á orðið heimili í þessum fjárauka og í öðru lagi er þessi ríkisstjórn ekki að fara að hækka atvinnuleysisbætur. Þannig að þessi ríkisstjórn ætlast til þess að fólk lifi hér á 290 þúsund krónum á mánuði sem er skammarlega lágt,“ segir Ágúst Ólafur. Segir aðgerðirnar metnaðarlausar „Ég hef sömuleiðis áhyggjur af að það sé ekki nóg gert fyrir lítil fyrirtæki, þau virðast algjörlega gleymast hvað þetta varðar og svo í fjórða lagi eru engar verklegar framkvæmdir í þessum fjárauka,“ segir Ágúst Ólafur en gert er ráð fyrir ríflega 13 milljarða útgjaldaaukningu í frumvarpinu. „Sem er um 1% af ríkisútgjöldunum, finnst þessu fólki það virkilega nægjanlegt í því andrúmslofti sem við erum að kljást við?“ spyr Ágúst. Hann kveðst ekki bjartsýnn á að einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar við fjáraukalögin verði samþykkt í kvöld. „Nei því miður, við erum að fara að leggja hér fram til dæmis að auka álagsgreiðslur til framlínufólks í heimsfaraldrinum, þannig að það nái til allra hjúkrunarheimila eða löggæslu, það fólk er skilið eftir, þau munu fella það,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Við erum að mælast hér til að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, þau eru nú þegar búin að fella það,“ segir Ágúst Ólafur. Þá vill hann að betur verði gert við fjölmiðla og að betur verði í lagt hvað varðar nýsköpun. „Mér finnst þetta bara allt of lítið, metnaðarlaust og er alls ekki að svara því kalli sem hér er til að mæta dýpstu kreppu í hundrað ár.“ Aðspurður segir hann Samfylkinguna þó munu styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Við munum styðja allar góðar tillögur ríkisstjórnarinnar en við skulum snúa þessu við. Það er ótrúlega merkilegt að ríkisstjórnin er ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni,“ segir Ágúst Ólafur. „Þessi ríkisstjórn er föst í algjörum sandkassaleik og skotgrafahernaði á tímum neyðarástands sem að við eigum ekkert að sætta okkur við. Við erum til í að styðja þeirra tillögur, hvernig stendur á því að þau eru ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá okkur?“
Alþingi Samfylkingin Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira