ÍR gerði sér lítið fyrir og sendi Íslandsmeistara KR í sumarfrí í Iceland Express deildinni í kvöld. ÍR vann sannfærandi 93-74 sigur í vesturbænum þar sem liðið var með frumkvæðið frá fyrstu mínútu.
KR varð í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur en ÍR í því sjöunda og fyrirfram voru því Íslandsmeistararnir taldir sigurstranglegri í rimmunni.
ÍR-ingar blésu hinsvegar á allar spár og eru vel að því komnir að fara í undanúrslitin eftir tvo góða sigra á útivelli.