Íslensk skuldabréf erlendis 23. október 2005 15:04 Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Íslenska peningakerfið er svo örsmátt á heimsvísu að sterkar peningastofnanir á heimsmælikvaðra virðast geta spilað á það ef áhugi eða samstaða skapast um það. Þannig komu erlendir fjárfestar nýlega auga á hagnaðarvon með því að spila á vaxtamun á stýrivöxtum hér á landi og á Evrusvæðinu og reyndar vestanhafs líka. Þeir eru nú um tíu prósent hér en tvö og hálft prósent á Evrusvæðinu. Þrátt fyrir að þessi viðskitpi séu tiltölulega nýbyrjuð nema þau nú þegar 86 milljörðum króna, eða umþaðbil tvöfaldri fjáfestingu í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum hér á landi í ár. Við þetta bætist gríðarleg fjárfesting erlendra skuldabréfasjóða í eldri húsbréfum upp á 220 milljarða króna, en þessir peningar eru mjög hreyfanlegir þannig að ef erlendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf , myndi íslenska krónan hríð falla, líklega í stærra stökki en nokkru sinni fyrr. Auk þess hefði Seðlbankinn lítil sem engin tök á að milda fallið. Áhugi útlendinga á þessari nýju leið skýrist vel með því að skuldabréfasjóðir á meginlandinu eru almennt að reyna að ná þriggja til fimmm prósenta vöxtum, en með íslensku leiðinni ná þeir allt að 9 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að nú streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krónurnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúfar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati. Það eru einkum erlendir bankar, sem standa að þessu, en nú hefur KB banki, sem er með mikla starfssemi í útlöndum, blandað sér í leikinn og hefur stofnað sérstakan sjóð í því skyni, sem heitir KB erlend skuldabréf. Í kynningu bankans á sjóðnum er það markmið meðal annars kynnt að nýta háa vexti á Íslandi og mikinn vaxtamun við útlönd, og að erlendu bréfin séu varin í íslenskum krónum. Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira
Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Íslenska peningakerfið er svo örsmátt á heimsvísu að sterkar peningastofnanir á heimsmælikvaðra virðast geta spilað á það ef áhugi eða samstaða skapast um það. Þannig komu erlendir fjárfestar nýlega auga á hagnaðarvon með því að spila á vaxtamun á stýrivöxtum hér á landi og á Evrusvæðinu og reyndar vestanhafs líka. Þeir eru nú um tíu prósent hér en tvö og hálft prósent á Evrusvæðinu. Þrátt fyrir að þessi viðskitpi séu tiltölulega nýbyrjuð nema þau nú þegar 86 milljörðum króna, eða umþaðbil tvöfaldri fjáfestingu í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum hér á landi í ár. Við þetta bætist gríðarleg fjárfesting erlendra skuldabréfasjóða í eldri húsbréfum upp á 220 milljarða króna, en þessir peningar eru mjög hreyfanlegir þannig að ef erlendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf , myndi íslenska krónan hríð falla, líklega í stærra stökki en nokkru sinni fyrr. Auk þess hefði Seðlbankinn lítil sem engin tök á að milda fallið. Áhugi útlendinga á þessari nýju leið skýrist vel með því að skuldabréfasjóðir á meginlandinu eru almennt að reyna að ná þriggja til fimmm prósenta vöxtum, en með íslensku leiðinni ná þeir allt að 9 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að nú streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krónurnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúfar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati. Það eru einkum erlendir bankar, sem standa að þessu, en nú hefur KB banki, sem er með mikla starfssemi í útlöndum, blandað sér í leikinn og hefur stofnað sérstakan sjóð í því skyni, sem heitir KB erlend skuldabréf. Í kynningu bankans á sjóðnum er það markmið meðal annars kynnt að nýta háa vexti á Íslandi og mikinn vaxtamun við útlönd, og að erlendu bréfin séu varin í íslenskum krónum.
Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira