Svefnleysi skerðir lífsgæði 13. október 2005 15:21 Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Eitt er víst; svefnlyf geta aldrei verið neitt annað en skammtímalausn. Íslendingar nota mest af svefnlyfjum allra Norðurlandabúa, þó reyndar sé ekki ýkja mikill munur á notkuninni hér og í Finnlandi. Hjá Landlæknisembættinu hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en rannsóknir hafa sýnt að nokkur hópur Íslendingar notar lyf fyrir svefn daglega. Svefnleysi getur stafað af ýmsu en algengt er að þeir sem erfitt eiga með svefn séu haldnir kvíða, þunglyndi eða misnoti fíkniefni. Það er þó alls ekki algilt. Hjá konum getur svefnleysi komið í kjölfar fæðingar barns, - það sefur kannski illa fyrsta æviskeiðið en þegar svefnmál barnsins komast í lag situr mamman eftir vakandi inni í stofu. Áföll og álag getur líka valdið svefnleysi. Þegar vandinn nær að skjóta rótum veldur svefnleysi stundum svefnleysi - svo furðulegt sem það hljómar. Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur segir að fólk geti lent í vítahring með því að verja óvenjumiklum tíma í rúminu; það fer upp í rúm mjög snemma og reynir að festa svefn og fyllist svo kvíða og spennu þegar það er ekki sofnað eftir einhvern tíma. Sú tilfinning er einmitt andstæðan við það ástand sem maður þarf að vera í til að geta sofnað. Ef fólk getur ekki sofnað á það ekki að bylta sér endalaust heldur frekar að fara á fætur og reyna að dreifa huganum. Mikilvægast er að festa fótaferðatíma. Hjördís segir mikilvægt að skoða hegðunina í kringum svefntímann og þannig athuga hvort maður hafi komið sér upp einhverjum óhollum venjum í kringum svefninn. Útivist og hreyfing hjálpar líka til svo og slökun en langtímalausn getur, eins og áður segir, aldrei komið í krukku. Heilsa Innlent Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Eitt er víst; svefnlyf geta aldrei verið neitt annað en skammtímalausn. Íslendingar nota mest af svefnlyfjum allra Norðurlandabúa, þó reyndar sé ekki ýkja mikill munur á notkuninni hér og í Finnlandi. Hjá Landlæknisembættinu hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en rannsóknir hafa sýnt að nokkur hópur Íslendingar notar lyf fyrir svefn daglega. Svefnleysi getur stafað af ýmsu en algengt er að þeir sem erfitt eiga með svefn séu haldnir kvíða, þunglyndi eða misnoti fíkniefni. Það er þó alls ekki algilt. Hjá konum getur svefnleysi komið í kjölfar fæðingar barns, - það sefur kannski illa fyrsta æviskeiðið en þegar svefnmál barnsins komast í lag situr mamman eftir vakandi inni í stofu. Áföll og álag getur líka valdið svefnleysi. Þegar vandinn nær að skjóta rótum veldur svefnleysi stundum svefnleysi - svo furðulegt sem það hljómar. Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur segir að fólk geti lent í vítahring með því að verja óvenjumiklum tíma í rúminu; það fer upp í rúm mjög snemma og reynir að festa svefn og fyllist svo kvíða og spennu þegar það er ekki sofnað eftir einhvern tíma. Sú tilfinning er einmitt andstæðan við það ástand sem maður þarf að vera í til að geta sofnað. Ef fólk getur ekki sofnað á það ekki að bylta sér endalaust heldur frekar að fara á fætur og reyna að dreifa huganum. Mikilvægast er að festa fótaferðatíma. Hjördís segir mikilvægt að skoða hegðunina í kringum svefntímann og þannig athuga hvort maður hafi komið sér upp einhverjum óhollum venjum í kringum svefninn. Útivist og hreyfing hjálpar líka til svo og slökun en langtímalausn getur, eins og áður segir, aldrei komið í krukku.
Heilsa Innlent Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira