„Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2016 14:15 Elmar, Heimir og Lars töluðu fallega um Eið Smára fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. Hér er Eiður með Emil Hallfreðssyni á æfingunni. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær en hann fékk engu að síður mikið lof frá Theodóri Elmari Bjarnasyni þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Það var pínu stress í upphafi leiksins en menn hristu það fljótt af sér,“ sagði Elmar en Ísland og Portúgal gerðu sem kunnugt er 1-1 jafntefli í leiknum sem var í F-riðli keppninnar. „Ég tel að hugsanlega hafi Eiður Smári verið MVP [mikilvægasti maður] leiksins. Við vorum á æfingu um daginn og hann fann að menn voru pínu strekktir. Hann safnaði því öllum saman og sagði nokkur vel valin orð sem mér fannst létta á öllum í hópnum,“ sagði Elmar enn fremur. „Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hann sagði en það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa mann með reynslu og mann sem aðrir líta upp til.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku í svipaðan streng um mikilvægi Eiðs Smára í hópnum. „Hann er hér fyrst og fremst af því að hann er góður fótboltamaður. En reynsla hans færir okkur mikið auk þess sem að hann er virkilega góður í hópnum. Hann velur orð sín afar vel og þó svo að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði þá er ég mjög ánægður með að fá svona framlag,“ sagði Svíinn. Heimir ítrekar það sem áður hefur komið fram, hversu mikilvægt er að hafa reynslubolta eins og Eið Smára í hópnum. „Það er stundum þannig með Eið Smára að það er ekki bara hvað hann segir heldur líka hvernig hann segir það. Ég trúi öllu sem kemur frá honum,“ sagði Heimir og brosti. Elmar sagði ljóst að menn hefðu mikla trú á sjálfum sér, ekki síst eftir úrslit gærkvöldsins. „Ef við gefum okkur 100 prósent í verkefnið þá getum við fengið stig gegn hverjum sem er og komið á óvart. Við höfum mikla trú á okkar hæfileikum og við vitum að við getum gert hvað sem er.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær en hann fékk engu að síður mikið lof frá Theodóri Elmari Bjarnasyni þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Það var pínu stress í upphafi leiksins en menn hristu það fljótt af sér,“ sagði Elmar en Ísland og Portúgal gerðu sem kunnugt er 1-1 jafntefli í leiknum sem var í F-riðli keppninnar. „Ég tel að hugsanlega hafi Eiður Smári verið MVP [mikilvægasti maður] leiksins. Við vorum á æfingu um daginn og hann fann að menn voru pínu strekktir. Hann safnaði því öllum saman og sagði nokkur vel valin orð sem mér fannst létta á öllum í hópnum,“ sagði Elmar enn fremur. „Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hann sagði en það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa mann með reynslu og mann sem aðrir líta upp til.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku í svipaðan streng um mikilvægi Eiðs Smára í hópnum. „Hann er hér fyrst og fremst af því að hann er góður fótboltamaður. En reynsla hans færir okkur mikið auk þess sem að hann er virkilega góður í hópnum. Hann velur orð sín afar vel og þó svo að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði þá er ég mjög ánægður með að fá svona framlag,“ sagði Svíinn. Heimir ítrekar það sem áður hefur komið fram, hversu mikilvægt er að hafa reynslubolta eins og Eið Smára í hópnum. „Það er stundum þannig með Eið Smára að það er ekki bara hvað hann segir heldur líka hvernig hann segir það. Ég trúi öllu sem kemur frá honum,“ sagði Heimir og brosti. Elmar sagði ljóst að menn hefðu mikla trú á sjálfum sér, ekki síst eftir úrslit gærkvöldsins. „Ef við gefum okkur 100 prósent í verkefnið þá getum við fengið stig gegn hverjum sem er og komið á óvart. Við höfum mikla trú á okkar hæfileikum og við vitum að við getum gert hvað sem er.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45
Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30
Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30
Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00